Viðskipti innlent

Hagnaður Félagsbústaða 2,9 milljarðar í fyrra

Mikil umskipti urðu á rekstri Félagsbústaða í Reykjavík milli síðustu tveggja ára. Í fyrra varð 2,9 millljarða króna hagnaður af rekstrinum en árið áður skilaði reksturinn tapi upp á 1,9 milljarða króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör ársins í fyrra. Félagsbústaðir eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði sem Reykjavíkurborg úthlutar.

Eigið fé var 8,7 milljörðum króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfall nam 24%. Hafði hlutfallið hækkað úr 18% árið áður.

Félagsbústaðir reikna með aukinni eftirspurn eftir félagslegu húsnæði í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×