Viðskipti innlent

Fyrsta flugvélin frá Easyjet lendir á Keflavíkurflugvelli á morgun

Fyrsta flugvélin frá flugfélaginu Easyjet lendir á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið. Við stjórnvöldin verður íslenskur flugmaður samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Þá mun breski sendiherrann á Íslandi, Ian Whitting, taka á móti áhöfn fyrsta flugsins.

Easyjet er lággjaldaflugfélag. Flogið verður þrisvar í viku til Keflavíkur frá Lutonflugvelli í nágrenni London. Með tilkomu Íslands sem áfangastaðar flýgur easyJet til 30 landa og er eitt stærsta flugfélag í Evrópu. Flugvélafloti easyJet telur meira en 200 flugvélar sem flytja árlega yfir 55 milljónir farþega á 580 flugleiðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×