Góð afkoma hjá Valitor - helmingur tekna frá útlöndum 23. mars 2012 15:45 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor. Afkoma Valitor á árinu 2011 var jákvæð um 1.224 milljónir króna eftir skatta samanborið við 1.044 milljónir á árinu 2010. Í tilkynningu segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 18% á árinu og eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um 32% í árslok. Rekstrartekjur félagsins námu 9.480 milljónum króna og lækkuðu um rúmlega einn milljarð eða um 10% frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru á sama tíma 7.831 milljón króna og lækkuðu um 900 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður ársins 2011 nam því 1.649 milljónum en var um 1.812 milljónir árið 2010.Helmingur tekna frá útlöndum „Valitor hefur undanfarin ár byggt upp viðskipti erlendis með því að sjá kaupmönnum fyrir færsluhirðingu í netviðskiptum. Umsvifin hafa vaxið hratt og nema tekjur af þessari starfsemi orðið um helmingi af heildartekjum félagsins. Á árinu 2011 hóf Valitor útgáfu á forgreiddum („prepaid") kortum á fyrirtækjamarkaði í Bretlandi í samstarfi við þarlenda aðila og lofar sú starfsemi góðu," segir einnig. Ný stjórn Valitor var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Í aðalstjórn voru kjörin Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður, Anna Rún Ingvarsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Arnar Ragnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að þar á bæ séu menn mjög sáttir við niðurstöðutölur síðasta árs. „Reksturinn gekk samkvæmt áætlunum og fjárhagsstaðan er traust. Það sem helst einkenndi rekstrarárið 2011 var kraftmikil vöruþróun og nýsköpun ásamt frekari styrkingu á innviðum félagsins. Aðhalds var gætt í almennum rekstri en þróunarkostnaður félagsins hefur farið vaxandi samfara kröftugu vöruþróunarstarfi sem hefur m.a. kallað á fjölgun stöðugilda. Áfram var sótt fram á mörkuðum erlendis og það er trú okkar að vöruþróun ásamt eflingu markaðsstarfs ytra myndi sterkan grunn að framtíðartekjumyndun félagsins. Um helmingur af þjónustutekjum Valitor kemur nú þegar af viðskiptum við erlenda viðskiptamenn." Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Afkoma Valitor á árinu 2011 var jákvæð um 1.224 milljónir króna eftir skatta samanborið við 1.044 milljónir á árinu 2010. Í tilkynningu segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 18% á árinu og eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um 32% í árslok. Rekstrartekjur félagsins námu 9.480 milljónum króna og lækkuðu um rúmlega einn milljarð eða um 10% frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru á sama tíma 7.831 milljón króna og lækkuðu um 900 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður ársins 2011 nam því 1.649 milljónum en var um 1.812 milljónir árið 2010.Helmingur tekna frá útlöndum „Valitor hefur undanfarin ár byggt upp viðskipti erlendis með því að sjá kaupmönnum fyrir færsluhirðingu í netviðskiptum. Umsvifin hafa vaxið hratt og nema tekjur af þessari starfsemi orðið um helmingi af heildartekjum félagsins. Á árinu 2011 hóf Valitor útgáfu á forgreiddum („prepaid") kortum á fyrirtækjamarkaði í Bretlandi í samstarfi við þarlenda aðila og lofar sú starfsemi góðu," segir einnig. Ný stjórn Valitor var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Í aðalstjórn voru kjörin Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður, Anna Rún Ingvarsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Arnar Ragnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að þar á bæ séu menn mjög sáttir við niðurstöðutölur síðasta árs. „Reksturinn gekk samkvæmt áætlunum og fjárhagsstaðan er traust. Það sem helst einkenndi rekstrarárið 2011 var kraftmikil vöruþróun og nýsköpun ásamt frekari styrkingu á innviðum félagsins. Aðhalds var gætt í almennum rekstri en þróunarkostnaður félagsins hefur farið vaxandi samfara kröftugu vöruþróunarstarfi sem hefur m.a. kallað á fjölgun stöðugilda. Áfram var sótt fram á mörkuðum erlendis og það er trú okkar að vöruþróun ásamt eflingu markaðsstarfs ytra myndi sterkan grunn að framtíðartekjumyndun félagsins. Um helmingur af þjónustutekjum Valitor kemur nú þegar af viðskiptum við erlenda viðskiptamenn."
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira