Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga dreifast jafnar en áður

Tekjur Íslendinga dreifðust jafnar árið 2011 en þær hafa gert síðan mælingar hófust með lífskjararannsókn Hagstofunnar árið 2004.Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að bilið milli tekjuhópa hefur minnkað verulega frá árinu 2009 og er tekjuhæsti fimmtungurinn nú með 3,3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var hlutfallið 4,2 árið 2009. Gini-stuðullinn svonefndi, sem er annar mælikvarði á tekjudreifingu, var 23,6 en fór hæst í 29,6 árið 2009.Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu á föstu verðlagi miðað við vísitölu neysluverðs sýna að kaupmáttur er svipaður og hann var árið 2004 hjá öllum tekjuhópum. Á árunum 2004 til 2009 jókst kaupmáttur hjá öllum tekjuhópum, en mest í tekjuhæsta fimmtungnum. Jafnframt dróst kaupmáttur tekjuhæsta fimmtungsins meira saman en hjá öðrum árin 2010 og 2011.Árið 2011 voru 13,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Mælingin er grunnur að einu af fimm lykilmarkmiða Evrópusambandsins fyrir árið 2020. Árið 2010 var Ísland með lægsta hlutfallið meðal þeirra Evrópulanda sem standa að mælingunni.Mælingin byggist á þremur þáttum: heimilistekjum, vinnuþátttöku heimilismanna og hvað heimilin geta leyft sér af efnislegum gæðum. Hlutfall einstaklinga undir lágtekjumörkum var 9,2 en það hefur ekki mælst lægra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
1,56
3
197.486
REITIR
0,62
4
39.250
ARION
0,5
2
992
EIK
0
2
22.935

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-0,13
1
1.219
EIK
0
2
22.935
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.