Viðskipti innlent

Icelandair gerir ráð fyrir 105 milljarða veltu í ár

Icelandair Group gerir ráð fyrir að velta félagsins muni aukast um 10% í ár miðað við árið í fyrra og nema um 105 milljörðum króna.

Þá gerir félagið ráð fyrir að brúttóhagnaður félagsins, það er hagnaður fyrir fjármálaliði og skatta, muni nema á bilinu 11 til 12 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×