Viðskipti innlent

Jákvætt álit frá Moody´s en lánshæfiseinkunnin óbreytt

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sent frá sér álit um Ísland vegna þess að stjórnvöld ákváðu að fyrirframgreiða hluta af lánum sínum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna.

Í álitinu segir að þetta sé jákvæða þróun en hún breyti ekki lánshæfiseinkunn landsins. Fram kemur í álitinu að lánshæfiseinkunnin muni haldast óbreytt áfram vegna gjaldeyrishaftanna. Moody´s telur að afnám haftanna verði þungt í vöfum fyrir íslensk stjórnvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×