Arion banki greiðir ekki út arð og laun stjórnar haldast óbreytt 22. mars 2012 19:33 Aðalfundur Arion banka 2011 var haldinn síðdegis í dag, fimmtudaginn 22. mars, í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. Á fundinum var kjörin ný stjórn. Í aðalstjórn voru kjörin Agnar Kofoed-Hansen, Freyr Þórðarson, Guðrún Johnsen, Jón G. Briem, Måns Höglund og Monica Caneman. Agnar er fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórninni. Varamenn í stjórn bankans voru kjörnir Björg Arnardóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Guðrún Björnsdóttir, Hrönn Ingólfsdóttir, Kirstín Þ. Flygenring og Þóra Hallgrímsdóttir. Á fundinum var samþykkt að enginn arður skyldi greiddur út vegna ársins 2011 og að laun stjórnarmanna skyldu haldast óbreytt frá fyrra ári. Einnig var samþykkt ný starfskjarastefna bankans. Skýrsla stjórnar 2011 Monica Caneman, formaður stjórnar Arion banka, flutti skýrslu stjórnar. Fjallaði hún meðal annar um þann árangur sem náðst hefur á Íslandi á undanförnum árum hvað varðar minnkandi halla á ríkissjóði, aukin hagvöxt og úrlausnarmál fyrirtækja og einstaklinga. Í sínu máli lagði Monica áherslu á að hér á landi yrði óvissuþáttum fækkað eins fljótt og auðið er, enda sé það ein helsta forsenda þeirrar aukningar í fjárfestingum sem íslenskt efnahagslíf þarf svo mjög á að halda. Monica kom einnig inn á almennt mikilvægi fjármálastofnana fyrir efnahagslíf hvers lands og þá ríku áherslu sem lögð hefur verið á það innan Arion banka að byggja upp fjárhagslega sterkan banka til að bankinn geti sem best gegnt hlutverki sínu. Nefndi hún þar til sögunnar að tekist hefði að styrkja eiginfjárhlutfall bankans til muna og gæði lánasafna frá því að Arion banki tók þau yfir frá þrotabúi Kaupþings. Monica varaði við því að íslensk stjórnvöld settu íslenskum fjármálafyrirtækjum of mikið af séríslenskum reglum eða legðu á þau álögur sem væru á skjön við það sem gerist í öðrum atvinnugreinum sem og í löndunum í kringum okkur. Slíkt myndi skerða samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja og getu til að þjóna atvinnulífi og heimilum. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Aðalfundur Arion banka 2011 var haldinn síðdegis í dag, fimmtudaginn 22. mars, í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. Á fundinum var kjörin ný stjórn. Í aðalstjórn voru kjörin Agnar Kofoed-Hansen, Freyr Þórðarson, Guðrún Johnsen, Jón G. Briem, Måns Höglund og Monica Caneman. Agnar er fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórninni. Varamenn í stjórn bankans voru kjörnir Björg Arnardóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Guðrún Björnsdóttir, Hrönn Ingólfsdóttir, Kirstín Þ. Flygenring og Þóra Hallgrímsdóttir. Á fundinum var samþykkt að enginn arður skyldi greiddur út vegna ársins 2011 og að laun stjórnarmanna skyldu haldast óbreytt frá fyrra ári. Einnig var samþykkt ný starfskjarastefna bankans. Skýrsla stjórnar 2011 Monica Caneman, formaður stjórnar Arion banka, flutti skýrslu stjórnar. Fjallaði hún meðal annar um þann árangur sem náðst hefur á Íslandi á undanförnum árum hvað varðar minnkandi halla á ríkissjóði, aukin hagvöxt og úrlausnarmál fyrirtækja og einstaklinga. Í sínu máli lagði Monica áherslu á að hér á landi yrði óvissuþáttum fækkað eins fljótt og auðið er, enda sé það ein helsta forsenda þeirrar aukningar í fjárfestingum sem íslenskt efnahagslíf þarf svo mjög á að halda. Monica kom einnig inn á almennt mikilvægi fjármálastofnana fyrir efnahagslíf hvers lands og þá ríku áherslu sem lögð hefur verið á það innan Arion banka að byggja upp fjárhagslega sterkan banka til að bankinn geti sem best gegnt hlutverki sínu. Nefndi hún þar til sögunnar að tekist hefði að styrkja eiginfjárhlutfall bankans til muna og gæði lánasafna frá því að Arion banki tók þau yfir frá þrotabúi Kaupþings. Monica varaði við því að íslensk stjórnvöld settu íslenskum fjármálafyrirtækjum of mikið af séríslenskum reglum eða legðu á þau álögur sem væru á skjön við það sem gerist í öðrum atvinnugreinum sem og í löndunum í kringum okkur. Slíkt myndi skerða samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja og getu til að þjóna atvinnulífi og heimilum.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira