Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands rauk upp í morgun

Skuldatryggingaálag Íslands rauk upp í morgun og er komið í 271 punkt. Þetta kemur fram á viðskiptavefnum keldan.is.

Fyrir helgina stóð álagið í 246 punktum þannig að hækkunin er yfir 10% frá því á föstudag.

Ekki er gott að sjá hvað valdi þessari hækkun nú enda sendi matsfyrirtækið Moody´s frá sér fremur jákvæða umsögn um Ísland í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×