Fleiri fréttir

Lárus Welding úrskurðaður í gæsluvarðhald

Einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um markaðsmisnotkun þegar hann starfaði hjá Glitni. Fulltrúar sérstaks saksóknara handtóku nokkra lykilstarfsmenn sem unnu hjá Glitni fyrir hrun í dag.

Handtökur hjá sérstökum saksóknara

Fulltrúar frá embætti sérstaks saksóknara handtóku og færðu menn til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á meintri markaðsmisnotkun hjá Glitni nú eftir hádegið. Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá þessu.

Hagvöxturinn verði 3,2% í ár

Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur á næstu árum muni fyrst og fremst byggja á fjárfestingu en ekki einkaneyslu eins og aðrir hafa lagt megináherslu á. Ársrit deildarinnar, Þjóðhagur, kom út í fyrsta sinn í dag.

Nýtt eldgos norðan heiða

Heimamenn á Akureyri hafa hafið framleiðslu á vodkagosinu Volcanic Energy. Fyrirtækið Eldfjallabrugg stendur að framleiðslunni og er meginmarkmið þess að vera leiðandi á sviði alco-pops drykkja, sem eru einnig nefndir gosbjór.

Útflutningur á þjónustu jákvæður um 27,3 milljarða

Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 108,6 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 81,4 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 27,3 milljarða króna.

Lögfræðistofur græddu fjóra milljarða á tveimur árum

Níu lögfræðistofur högnuðust samtals um 1,7 milljarða króna á síðasta ári. Logos hagnaðist langmest þeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningum lögfræðistofanna. Þær eru Logos, BBA Legal, Lex, Mörkin, Réttur-Aðalsteinsson&Partners, Landslög, Juris, Sigurjónsson&Thor og Lögmál.

Bjartsýni eykst meðal Íslendinga

Íslendingar eru búnir að jafna sig á svartsýniskastinu sem var allsráðandi í októbermánuði ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í gær. Vísitalan hækkaði um 10 stig og mælist nú 62,9 stig.

Seldi 10% í Apple fyrir 800 dollara

Árið 1976 vildi Ronald Wayne, einn af stofnendum tölvurisans Apple, losa sig við sinn hlut í fyrirtækinu. Hann fékk því meðeigendur sína til að kaupa sig út úr fyrirtækinu.

Óvissunni um Nubo létt en hann er enn spenntur fyrir Grímsstöðum

Huang Nubo er tilbúinn að skoða tillögu um nýtingu lands á Grímsstöðum á Fjöllum ef tillaga þess efnis berst frá íslenskum stjórnvöldum eða landeigendum á svæðinu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, átti spjall við Nubo í Kína fyrir nokkrum vikum.

Fjármálaráðherrar ESB funda í Brussell

Fjármálaráðherrar ríkja á evrusvæðinu hafa ákveðið að hittast formlega til þess að ræða hvernig björgunarsjóður Evrópusambandsins verður notaður til þess að stemma stigu við skuldavanda ríkja í Evrópu. Fundurinn mun fara fram í Brussell, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Tvö þúsund sagt upp frá hruni - 80% konur

"Þetta er reiðarslag,“ segir Friðbert Traustason, stjórnarformaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SFF), um uppsagnir Íslandsbanka á 42 starfsmönnum bankans, sem tilkynnt var um í dag. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu innan bankans eftir að bankinn keypti og sameinaðist Byr.

Íslandsbanki segir upp 42 starfsmönnum

Í dag réðst Íslandsbanki í hagræðingaraðgerðir í kjölfar sameiningar Íslandsbanka og Byrs og var 42 starfsmönnum sagt upp störfum, 26 konum og 16 körlum, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka. „Aðgerðirnar eru hluti af almennri hagræðingu í íslenska fjármálakerfinu og eru mikilvægar í ljósi aukins eftirlitskostnaðar og vaxandi opinberrar gjaldtöku á fjármálafyrirtæki,“ segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Domino´s endurnýjar bílaflotann með Chevrolet Spark

Domino´s hefur ákveðið að endurnýja bílaflota sinn, á næstu misserum, með Chevrolet Spark. Sem stendur er Dominio´s með 60 bíla í rekstri og í tilkynningu segir það sé hluti af umhverfisstefnu þess að nýta í auknum mæli umhverfisvæna orkugjafa t.d. metan, í framtíðinni.

Launþegar FA fá 70.400 króna búbót í desember

Desemberuppbótin í ár fyrir launþega Félags atvinnurekanda er 55.400 kr. í ár og að auki greiðist 15.000 kr.á árinu sem sérstakt álag á desemberuppbót. Er því samtals um 70.400 kr. að ræða sem greiða á launþegum í desember.

Veltan á fasteignamarkaðinum í meðallagi

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 98. Þar af voru 83 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var tæpir 2,7 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 27,4 milljónir króna.

Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 1,1%

Vísitala framleiðsluverðs í október síðastliðnum var 213,1 stig og lækkaði um 1,1% frá september. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir hækkaði um 1,8% frá fyrri mánuði en vísitala fyrir stóriðju lækkaði um 4,5%.

Verulegar líkur á að gengi krónunnar veikist áfram

Verulegar líkur eru til þess að gengi krónunnar haldi áfram að veikjast vel fram á næsta ár, nema til komi verulegt innflæði gjaldeyris t.d. vegna fjárfestinga eða í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Mikil óvissa er um bæði þessi atriði en þau hanga nokkuð saman.

Opna á viðskipti við íslensk fyrirtæki á ný

Stærsta greiðslutryggingafyrirtæki heims, Euler Hermes, hefur hafið viðskipti við íslensk fyrirtæki á ný. Fyrirtækið lokaði á viðskipti við íslensk fyrirtæki í kjölfar bankahrunsins.

Flugi Iceland Express aflýst vegna verkfalls í Bretlandi

Vegna yfirvofandi verkfalls opinberra starfsmanna á flugvöllum í Bretlandi næst komandi miðvikudag, hefur Iceland Express ákveðið að fella niður flug til London Gatwick þann dag samkvæmt fréttatilkynningu frá Iceland Express.

Steingrímur hættir við kolefnisskattinn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að hann hafi lagt til hliðar áform um breikkun stofns kolefnisgjalds sem finna má í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem í dag áttu fund með fjármálaráðherra og fulltrúum þeirra fyrirtækja sem áttu að greiða gjaldið.

Segir innanríkisáðherra koma í veg fyrir samkeppni í ferðaþjónustu

"Innannríkisráðherra er að reyna að koma í veg fyrir samkeppni í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir sölu og markaðsstjóri Allrahanda, Þórir Garðarson, sem hóf akstur milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur fyrir einungis níu mánuðum en ráðherra vill nú gefa út einkaleyfi fyrir akstrinum.

Tap OR rúmir fimm milljarðar

Orkuveita Reykjavíkur tapaði 5,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við hagnað upp á tæpa 17 milljarða á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Orkuveitunnar sem lagður var fram í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að afkoma af reglulegri starfsemi fyrirtækisins hafi verið betri í ár en í fyrra. Það megi rekja til aukinna tekna og aðhalds í rekstri. Þá segir að óhagstæð gengisþróun og lækkun álverðs á fyrstu níu mánuðum ársins hafi haft verulega neikvæð áhrif á fjármagnsliði. „Afkomuáhrif fjármagnsliðanna sveiflast um 35,6 milljarða króna milli ára. Því var rekstrartap á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2011 5.344 milljónir króna samanborið við 16.794 milljóna hagnað á sama tímabili 2010, þegar gengisþróun var hagfelldari en í ár," segir ennfremur.

OECD: Raunveruleg hætta á djúpri kreppu í Evrópu

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, segir raunverulega hættu vera á dýpri kreppu í Evrópu en til þessa hefur verið talið. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Eignir bankanna aukast um 25 milljarða

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.876 milljarðar kr. í lok október sl. og höfðu eignirnar því hækkað um 25 milljarða kr. frá lok september.

Hagar keyptu í 365 fyrir 810 milljónir eftir hrun

Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða 405 milljónir króna.

Sprenging í fjölda gjaldþrota

Alls hafa 1.312 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta hér á landi það sem af er ári, sem er um 69 prósenta aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.

Sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð

Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf.

Nikita sækir á nýja markaði

Stofnandi íslenska fyrirtækisins Nikita hefur ákveðið að stækka við sig og sækja á nýja markaði þrátt fyrir að fjölmargir samkeppnisaðilar hafi neyðst til að loka búðum sínum víða um heim í kjölfar efnahagsþrenginga.

Jón segir frumvarpið ekki fullbúið

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ekki svarað símtölum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná í hann. Nú á sjötta tímanum sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að drög að kvótafrumvarpi sem birtar voru á vef ráðuneytisins í gær séu ekki fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra.

20 ár of stuttur samningstími

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslensra útvegsmanna, er ósáttur við kvótafrumvarpið sem birt var á vef sjávarútvegsráðuneytisins í gær. Ástæðurnar eru margvíslegar.

Sjómannasambandinu var ekki kynnt frumvarpið

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ekki kynnt Sjómannasambandi Íslands drög að kvótafrumvarpinu sem var birt á vef ráðuneytisins í gær. „Ég bara vissi það ekki fyrr en áðan að það væri verið að kynna þetta þannig að ég er ekkert farinn að kynna mér þetta,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við Vísi.

Fjölmargar leiðir færar fyrir Nubo

Fjölmargar leiðir eru fyrir Huang Nubo að koma að fjárfestingu í ferðaþjónustu, án þess að kaupa stórt landsvæði. Hann býst við því að ákvörðun innanríkisráðherra um að synja Nubo um leyfi til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum verði rædd á reglubundnum þingsflokkfundi á morgun. Hann segir að þingflokkurinn hafi ekki rætt málið áður.

Segir framkomu Ögmundar ólíðandi

Framkoma Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra gagnvart öðrum ráðherrum og stjórnarþingmönnum er ólíðandi, sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við Sigurjón Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján vildi þó ekki fullyrða að ríkisstjórnarsamstarfið væri á síðustu metrunum.

Walker á í viðræðum um fjármögnun Iceland

Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland Foods, hefur átt í viðræðum við stofnendur verslunarkeðjanna Matalan og DFS um fjármögnun á mögulegum kaupum hans í Iceland.

Nýtt kvótafrumvarp kynnt

Ráðherra verður heimilt að koma í veg fyrir framsal aflaheimilda ef meira en 15% af aflaheimildum í byggðalagi fiskveiðiárið 2011/2012 verða framseldar úr byggðarlagi, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið hefur verið kynnt á vef ráðuneytisins.

Ögmundur fær stuðning frá forvera sínum

Björn Bjarnason, forveri Ögmundar Jónassonar sem ráðherra dómsmála, segir að ákvörðun Ögmundar um að synja kínverjanum Huang Nubo um að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum sé lagalega rétt. Ögmundur sagði þegar að hann kynnti ákvörðun sína í gær að hann hefði ekki lagaheimild til að veita Nubo rétt til að kaupa jörðina.

Nubo snýr sér að Svíþjóð og Finnlandi

Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem fær ekki að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum, ætlar að snúa sér til annarra Norðurlanda, eins og Svíþjóðar og Finnlands. Þetta segir hann í samtali við kínverska fréttamiðilinn China Daily. Þá ætlar hann að halda áfram með fjárfestingar í Bandaríkjunum. Í samtali við China Daily segir hann að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hafna fjárfestingunni sé óábyrg.

Sjá næstu 50 fréttir