Viðskipti innlent

Verulegar líkur á að gengi krónunnar veikist áfram

Verulegar líkur eru til þess að gengi krónunnar haldi áfram að veikjast vel fram á næsta ár, nema til komi verulegt innflæði gjaldeyris t.d. vegna fjárfestinga eða í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Mikil óvissa er um bæði þessi atriði en þau hanga nokkuð saman.

Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að gengi krónunnar hafi veikst um 0,6% í síðustu viku. Krónan hafði styrkst frá miðjum júlí en sú þróun snéri við snemma í nóvember.  Að einhverju marki er um að ræða árstíðarbundna sveiflu en innflæði frá ferðamönnum hefur minnkað með haustinu og eins ætíð gerist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×