Viðskipti innlent

Nýtt kvótafrumvarp kynnt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mynd/ anton brink.
Ráðherra verður heimilt að koma í veg fyrir framsal aflaheimilda ef meira en 15% af aflaheimildum í byggðalagi fiskveiðiárið 2011/2012 verða framseldar úr byggðarlagi, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið hefur verið kynnt á vef ráðuneytisins.

Verulegar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því að það var áður lagt fram við mikla gagnrýni hagsmunaaðila og annarra sem gáfu umsögn um frumvarpið. Samkvæmt nýja frumvarpinu verður framsal á krókaaflamarki og aflamarki takmarkað innan fiskveiðiársins og réttindi til framsals verða áunnin með veiðum. Í frumvarpinu er líka lagt til að kvótaþingi verði komið á laggirnar á nýjan leik og í því skyni er lagt til að stofnað verði kvótaþing Fiskistofu sem rekið verði sem sérstök deild innan Fiskistofu.

Þá eru í frumvarpinu lagðar til að gerðar verði breytingar á ákvæðum gildandi laga um hámarksaflahlutdeild sem einn aðili getur haft yfir að ráða í hverri fisktegund. Er það gert til að auka samkeppni og koma í veg fyrir frekari samþjöppun í sjávarútvegi en nú er þegar orðin. Jafnframt eru hert ákvæði um samstarf og tengsl aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×