Stjórnendur Haga fá góð kjör - Guðmundur með þriggja ára uppsagnafrest Magnús Halldórsson skrifar 28. nóvember 2011 19:00 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri hjá smásölurisanum Högum, er með þriggja ára uppsagnarfrest hjá fyrirtækinu, samkvæmt skráningarlýsingu fyrir félagið sem birt var í dag. Útboð á 20 til 30% hlut í Högum fer fram í byrjun næsta mánaðar. Það verður ekki annað sagt en að stjórnendur smásölurisans Haga, sem m.a. rekur bæði Bónus og Hagkaup, njóti góðra kjara samkvæmt upplýsingum úr skráningarlýsingu félagsins, sem birt var í morgun. Þar kemur m.a. fram að einn framkvæmdastjóra hjá félaginu, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, sé með 36 mánaða uppsagnarfrest, eða sem jafngildir þremur árum. Aðrir stjórnendur eru hins vegar með mun styttri frest, eða sex til tólf mánuði. Fimm stjórnendur félagsins eiga 1,4 prósent af heildarhlutafé félagsins, sem er virði um 170 milljóna króna miðað við síðasta viðskiptagengi með bréf félagsins, en bréfin fengu þeir endurgjaldslaust frá Arion banka. Stjórnendurnir sem um ræðir eru Finnur Árnason, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana, og Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga. Í skráningarlýsingunni kemur fremur fram að greiddar hafi verið samtals ríflega 110 milljónir króna í maí 2010, til tveggja framkvæmdastjóra og fjögurra millistjórnenda, á grundvelli kaupréttar- og sölusamninga sem gerðir voru árið 2007. Þar af námu greiðslur til Gunnars Inga Sigurðssonar 46 milljónum og greiðslur Lárusar Óskarssonar 27,6 milljónum. Sá eini sem er meðal æðstu stjórnenda félagsins sem ekki á bréf í félaginu er fjármálastjórinn Guðrún Eva Gunnarsdóttir, en hún er jafnframt regluvörður félagsins. Útboð Haga, þar sem 20 til 30 prósent af heildarhlutafé verður selt, fer fram 5. til 8. desember nk. en rekstur félagsins hefur gengið vel undanfarin ár, að því er greint er frá í skráningarlýsingunni. Tengdar fréttir Hagar keyptu í 365 fyrir 810 milljónir eftir hrun Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða 405 milljónir króna. 28. nóvember 2011 09:32 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri hjá smásölurisanum Högum, er með þriggja ára uppsagnarfrest hjá fyrirtækinu, samkvæmt skráningarlýsingu fyrir félagið sem birt var í dag. Útboð á 20 til 30% hlut í Högum fer fram í byrjun næsta mánaðar. Það verður ekki annað sagt en að stjórnendur smásölurisans Haga, sem m.a. rekur bæði Bónus og Hagkaup, njóti góðra kjara samkvæmt upplýsingum úr skráningarlýsingu félagsins, sem birt var í morgun. Þar kemur m.a. fram að einn framkvæmdastjóra hjá félaginu, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, sé með 36 mánaða uppsagnarfrest, eða sem jafngildir þremur árum. Aðrir stjórnendur eru hins vegar með mun styttri frest, eða sex til tólf mánuði. Fimm stjórnendur félagsins eiga 1,4 prósent af heildarhlutafé félagsins, sem er virði um 170 milljóna króna miðað við síðasta viðskiptagengi með bréf félagsins, en bréfin fengu þeir endurgjaldslaust frá Arion banka. Stjórnendurnir sem um ræðir eru Finnur Árnason, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana, og Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga. Í skráningarlýsingunni kemur fremur fram að greiddar hafi verið samtals ríflega 110 milljónir króna í maí 2010, til tveggja framkvæmdastjóra og fjögurra millistjórnenda, á grundvelli kaupréttar- og sölusamninga sem gerðir voru árið 2007. Þar af námu greiðslur til Gunnars Inga Sigurðssonar 46 milljónum og greiðslur Lárusar Óskarssonar 27,6 milljónum. Sá eini sem er meðal æðstu stjórnenda félagsins sem ekki á bréf í félaginu er fjármálastjórinn Guðrún Eva Gunnarsdóttir, en hún er jafnframt regluvörður félagsins. Útboð Haga, þar sem 20 til 30 prósent af heildarhlutafé verður selt, fer fram 5. til 8. desember nk. en rekstur félagsins hefur gengið vel undanfarin ár, að því er greint er frá í skráningarlýsingunni.
Tengdar fréttir Hagar keyptu í 365 fyrir 810 milljónir eftir hrun Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða 405 milljónir króna. 28. nóvember 2011 09:32 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Hagar keyptu í 365 fyrir 810 milljónir eftir hrun Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða 405 milljónir króna. 28. nóvember 2011 09:32