Viðskipti innlent

20 ár of stuttur samningstími

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik J. Arngrímsson er framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson er framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslensra útvegsmanna, er ósáttur við kvótafrumvarpið sem birt var á vef sjávarútvegsráðuneytisins í gær. Ástæðurnar eru margvíslegar.

Á vef LÍÚ bendir Friðrik meðal annars á of stuttan samningstíma, ekki nægjanlega skýr ákvæði um framlengingu samningstíma, tillögur um að allt of stór hluti aflaheimilda verði tekinn framhjá aflahlutdeild til pólitískrar úthlutunar og yfirvofandi ofurskattlagning með lamandi áhrifum á sjávarútvegsfyrirtæki.

Friðrik segir að 20 ár séu allt of stuttur samningstími. Hann bendir á að á síðasta vetri hafi komið fram frumvarp um styttingu afnotatíma orkufyrirtækja sem nýta vatn og jarðhita annars vegar í 30 ár og hinsvegar í 40 ár, en það hafi ekki orðið að lögum vegna andspyrnu sem það mætti. „Útvegsmenn eiga ríkari rétt en þeir sem nýta vatns- og jarðhitaréttindi í eigu ríkisins enda hafa þeir keypt stærstan hluta aflaheimilda en jafnframt skapað sér og Íslandi rétt með veiðum úr deilistofnum," segir Friðrik á vef LÍÚ.  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×