Hagvöxturinn verði 3,2% í ár 30. nóvember 2011 15:04 Daníel Svavarsson. Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur á næstu árum muni fyrst og fremst byggja á fjárfestingu en ekki einkaneyslu eins og aðrir hafa lagt megináherslu á. Ársrit deildarinnar, Þjóðhagur, kom út í fyrsta sinn í dag. Í tilefni af útgáfunni stóð Landsbankinn fyrir opnum fundi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni "Fjárfesting; forsenda hagvaxtar næstu árin." Á fundinum kynnti Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, þjóðhagsspá bankans til næstu þriggja ára þar sem því er meðal annars spáð að hagvöxtur í ár verði um 3,2%. Að hans mati má vöxt landsframleiðslunnar á þessi ári einkum rekja til aukinnar einkaneyslu. Á næsta ári verður hagvöxtur minni, eða um 1,7% og að mati Hagfræðideildar bankans verður hann þá að mestu knúinn áfram af fjárfestingu sem leggur grunn að frekari vexti á komandi árum. „Á meðal þess sem einnig kemur fram í Þjóðhagi er að orðið hafi viðsnúningur í landsframleiðslu það sem af er þessu ári til hins betra. Þá er gert ráð fyrir í spánni að verðbólga hækki nokkuð í byrjun næsta árs og verði 5,75% að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi en hjaðni svo þegar líður á árið. Reiknað er með að stýrivextir haldist óbreyttir framan af árinu en hækki á ný undir árslok 2012,“ kemur fram í tilkynningu frá Landsbankinum. Á fundinum fjallaði Freyr Hermannsson, forstöðumaður erlendra viðskipta á Alþjóðasviði Seðlabankans, um gjaldeyrishöftin, áhrif þeirra á fjárfestingu og áætlun Seðlabankans um að afnema þau, áætlun sem bankinn nefnir Fjárfestingaleið. „Fram kom í máli Freys að nýir fjárfestar sem eru reiðubúnir að fjárfesta hérlendis hafi haft samband við Seðlabankann og lýst yfir áhuga sínum.“ „Að lokum ræddi Dr. Sigurður B. Stefánsson, Eignastýringu Landsbankans, um eignastýringu í ljósi gjaldeyrishafta og óróa á erlendum mörkuðum í erindi sínu. Sigurður greindi frá skuldastöðu helstu ríkja heims og fjallaði um fjárfestingar á Íslandi m.a. með tilliti til gjaldeyrishafta og fátæklegra fjárfestingakosta á innlendum markaði sem stendur.“ Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur á næstu árum muni fyrst og fremst byggja á fjárfestingu en ekki einkaneyslu eins og aðrir hafa lagt megináherslu á. Ársrit deildarinnar, Þjóðhagur, kom út í fyrsta sinn í dag. Í tilefni af útgáfunni stóð Landsbankinn fyrir opnum fundi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni "Fjárfesting; forsenda hagvaxtar næstu árin." Á fundinum kynnti Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, þjóðhagsspá bankans til næstu þriggja ára þar sem því er meðal annars spáð að hagvöxtur í ár verði um 3,2%. Að hans mati má vöxt landsframleiðslunnar á þessi ári einkum rekja til aukinnar einkaneyslu. Á næsta ári verður hagvöxtur minni, eða um 1,7% og að mati Hagfræðideildar bankans verður hann þá að mestu knúinn áfram af fjárfestingu sem leggur grunn að frekari vexti á komandi árum. „Á meðal þess sem einnig kemur fram í Þjóðhagi er að orðið hafi viðsnúningur í landsframleiðslu það sem af er þessu ári til hins betra. Þá er gert ráð fyrir í spánni að verðbólga hækki nokkuð í byrjun næsta árs og verði 5,75% að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi en hjaðni svo þegar líður á árið. Reiknað er með að stýrivextir haldist óbreyttir framan af árinu en hækki á ný undir árslok 2012,“ kemur fram í tilkynningu frá Landsbankinum. Á fundinum fjallaði Freyr Hermannsson, forstöðumaður erlendra viðskipta á Alþjóðasviði Seðlabankans, um gjaldeyrishöftin, áhrif þeirra á fjárfestingu og áætlun Seðlabankans um að afnema þau, áætlun sem bankinn nefnir Fjárfestingaleið. „Fram kom í máli Freys að nýir fjárfestar sem eru reiðubúnir að fjárfesta hérlendis hafi haft samband við Seðlabankann og lýst yfir áhuga sínum.“ „Að lokum ræddi Dr. Sigurður B. Stefánsson, Eignastýringu Landsbankans, um eignastýringu í ljósi gjaldeyrishafta og óróa á erlendum mörkuðum í erindi sínu. Sigurður greindi frá skuldastöðu helstu ríkja heims og fjallaði um fjárfestingar á Íslandi m.a. með tilliti til gjaldeyrishafta og fátæklegra fjárfestingakosta á innlendum markaði sem stendur.“
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent