Hagvöxturinn verði 3,2% í ár 30. nóvember 2011 15:04 Daníel Svavarsson. Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur á næstu árum muni fyrst og fremst byggja á fjárfestingu en ekki einkaneyslu eins og aðrir hafa lagt megináherslu á. Ársrit deildarinnar, Þjóðhagur, kom út í fyrsta sinn í dag. Í tilefni af útgáfunni stóð Landsbankinn fyrir opnum fundi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni "Fjárfesting; forsenda hagvaxtar næstu árin." Á fundinum kynnti Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, þjóðhagsspá bankans til næstu þriggja ára þar sem því er meðal annars spáð að hagvöxtur í ár verði um 3,2%. Að hans mati má vöxt landsframleiðslunnar á þessi ári einkum rekja til aukinnar einkaneyslu. Á næsta ári verður hagvöxtur minni, eða um 1,7% og að mati Hagfræðideildar bankans verður hann þá að mestu knúinn áfram af fjárfestingu sem leggur grunn að frekari vexti á komandi árum. „Á meðal þess sem einnig kemur fram í Þjóðhagi er að orðið hafi viðsnúningur í landsframleiðslu það sem af er þessu ári til hins betra. Þá er gert ráð fyrir í spánni að verðbólga hækki nokkuð í byrjun næsta árs og verði 5,75% að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi en hjaðni svo þegar líður á árið. Reiknað er með að stýrivextir haldist óbreyttir framan af árinu en hækki á ný undir árslok 2012,“ kemur fram í tilkynningu frá Landsbankinum. Á fundinum fjallaði Freyr Hermannsson, forstöðumaður erlendra viðskipta á Alþjóðasviði Seðlabankans, um gjaldeyrishöftin, áhrif þeirra á fjárfestingu og áætlun Seðlabankans um að afnema þau, áætlun sem bankinn nefnir Fjárfestingaleið. „Fram kom í máli Freys að nýir fjárfestar sem eru reiðubúnir að fjárfesta hérlendis hafi haft samband við Seðlabankann og lýst yfir áhuga sínum.“ „Að lokum ræddi Dr. Sigurður B. Stefánsson, Eignastýringu Landsbankans, um eignastýringu í ljósi gjaldeyrishafta og óróa á erlendum mörkuðum í erindi sínu. Sigurður greindi frá skuldastöðu helstu ríkja heims og fjallaði um fjárfestingar á Íslandi m.a. með tilliti til gjaldeyrishafta og fátæklegra fjárfestingakosta á innlendum markaði sem stendur.“ Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur á næstu árum muni fyrst og fremst byggja á fjárfestingu en ekki einkaneyslu eins og aðrir hafa lagt megináherslu á. Ársrit deildarinnar, Þjóðhagur, kom út í fyrsta sinn í dag. Í tilefni af útgáfunni stóð Landsbankinn fyrir opnum fundi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni "Fjárfesting; forsenda hagvaxtar næstu árin." Á fundinum kynnti Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, þjóðhagsspá bankans til næstu þriggja ára þar sem því er meðal annars spáð að hagvöxtur í ár verði um 3,2%. Að hans mati má vöxt landsframleiðslunnar á þessi ári einkum rekja til aukinnar einkaneyslu. Á næsta ári verður hagvöxtur minni, eða um 1,7% og að mati Hagfræðideildar bankans verður hann þá að mestu knúinn áfram af fjárfestingu sem leggur grunn að frekari vexti á komandi árum. „Á meðal þess sem einnig kemur fram í Þjóðhagi er að orðið hafi viðsnúningur í landsframleiðslu það sem af er þessu ári til hins betra. Þá er gert ráð fyrir í spánni að verðbólga hækki nokkuð í byrjun næsta árs og verði 5,75% að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi en hjaðni svo þegar líður á árið. Reiknað er með að stýrivextir haldist óbreyttir framan af árinu en hækki á ný undir árslok 2012,“ kemur fram í tilkynningu frá Landsbankinum. Á fundinum fjallaði Freyr Hermannsson, forstöðumaður erlendra viðskipta á Alþjóðasviði Seðlabankans, um gjaldeyrishöftin, áhrif þeirra á fjárfestingu og áætlun Seðlabankans um að afnema þau, áætlun sem bankinn nefnir Fjárfestingaleið. „Fram kom í máli Freys að nýir fjárfestar sem eru reiðubúnir að fjárfesta hérlendis hafi haft samband við Seðlabankann og lýst yfir áhuga sínum.“ „Að lokum ræddi Dr. Sigurður B. Stefánsson, Eignastýringu Landsbankans, um eignastýringu í ljósi gjaldeyrishafta og óróa á erlendum mörkuðum í erindi sínu. Sigurður greindi frá skuldastöðu helstu ríkja heims og fjallaði um fjárfestingar á Íslandi m.a. með tilliti til gjaldeyrishafta og fátæklegra fjárfestingakosta á innlendum markaði sem stendur.“
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira