Viðskipti innlent

Verðbólguspár Seðlabankans langt frá raunveruleikanum

Greining Arion banka segir að verðbólguspár Seðlabanka Íslands það sem af er árinu hafi verið langt frá raunveruleikanum.

Í fyrstu tveimur spám sínum fyrrihluta ársins hafi Seðlabankinn stórlega vanmetið verðbólguna um mitt ár. Síðan hafi orðið umsnúningur þannig að í þriðju spánni ofmat bankinn verðbólguna á þriðja ársfjórðungi all hressilega eins og það er orðað í Markaðspunktum greiningarinnar.

Þá sé útlit fyrir að verðbólguspá bankans fyrir fjórða ársfjórðung sé alltof há. Til þess að spáin gangi eftir þarf vísitala neysluverðs að hækka um 1,34% í desember. Til samanburðar spáir greiningin því að hækkunin nemi 0,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×