Viðskipti innlent

Bjartsýni eykst meðal Íslendinga

Íslendingar eru búnir að jafna sig á svartsýniskastinu sem var allsráðandi í októbermánuði ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í gær. Vísitalan hækkaði um 10 stig og mælist nú 62,9 stig.

Ekki aðeins eru landsmenn bjartsýnni en fyrir mánuði síðan heldur eru þeir einnig mun bjartsýnni  en í sama mánuði fyrir ári, en vísitalan er 12,3 stigum hærri en í nóvember í fyrra.

Eins og kunnugt er mælir vísitalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins og þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir, að því er segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×