Viðskipti innlent

Rannsókn sérstaks: Íslandsbankamenn sendir í frí

Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka.
Forsvarsmenn Íslandsbanka segjast ekki geta tjáð sig um um rannsókn Sérstaks saksóknara á falli Glitnis Banka og skýrslutökur saksóknara yfir núverandi starfsmönnum bankans.

Í tilkynningu frá bankanum segir að samkvæmt verklagsreglum fari viðkomandi aðilar í leyfi á meðan staða þeirra er metin og mál þeirra skýrast. „Rétt er að benda á að þær gera ráð fyrir því að yfirstjórn bankans geti á einhverjum tímapunkti endurskoðað stöðu einstakra starfsmanna," segir ennfremur í tilkynningunni.

Þá segir að bankinn hafi hvatt starfsmenn til þess að sýna rannsóknaraðilum fullt samstarf og aðstoðað eftir fremsta megni við að varpa ljósi á þau mál sem þeir hafa til rannsóknar. „Rétt er að benda á að eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa samtals um 300 manns fengið réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsóknir Sérstaks saksóknara, sem hefur gefið það út opinberlega að frekar fleiri en færri hljóti þá stöðu. Þetta eru fordæmalausar aðstæður á Íslandi og því rétt að hafa í huga þá réttarfarsreglu að einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð."


Tengdar fréttir

Handtökur hjá sérstökum saksóknara

Fulltrúar frá embætti sérstaks saksóknara handtóku og færðu menn til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á meintri markaðsmisnotkun hjá Glitni nú eftir hádegið. Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×