Viðskipti innlent

Nýtt eldgos norðan heiða

Rúnar Friðriksson og Alfreð Pálsson skrifa hér undir samninga um átöppun við Agnesi Sigurðardóttur og Ólaf Ólafsson hjá Bruggsmiðjunni Kalda.
Rúnar Friðriksson og Alfreð Pálsson skrifa hér undir samninga um átöppun við Agnesi Sigurðardóttur og Ólaf Ólafsson hjá Bruggsmiðjunni Kalda.
Heimamenn á Akureyri hafa hafið framleiðslu á vodkagosinu Volcanic Energy. Fyrirtækið Eldfjallabrugg stendur að framleiðslunni og er meginmarkmið þess að vera leiðandi á sviði alco-pops drykkja, sem eru einnig nefndir gosbjór.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun. Í samstarfi við Bruggsmiðjuna Kalda á Árskógströnd verður vodkagosið tappað á flöskur norðan heiða og er stefnt á að drykkurinn verði kominn í sölu hjá ÁTVR á næstunni.

Framkvæmdastjóri Eldfjallabruggs er Alfreð Pálsson og sölustjóri og stjórnarformaður er Rúnar Friðriksson. Ragnar Tryggvason hefur eftirlit með framleiðslunni en hann hefur áratuga reynslu af framleiðslu slíkra drykkja víða um heim.

Til að byrja með mun fyrirtækið framleiða þrjár tegundir af vodkagosi en til stendur einnig að fara af stað með framleiðslu á vodka og gini innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×