Viðskipti innlent

OECD: Raunveruleg hætta á djúpri kreppu í Evrópu

Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, er einn þeirra sem nú reynir að lágmarka tjónið vegna þess mikla skuldavanda sem einkennir fjárhag margra ríkja í Evrópu um þessar mundir.
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, er einn þeirra sem nú reynir að lágmarka tjónið vegna þess mikla skuldavanda sem einkennir fjárhag margra ríkja í Evrópu um þessar mundir.
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, segir raunverulega hættu vera á dýpri kreppu í Evrópu en til þessa hefur verið talið. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

OECD tiltekur sérstaklega í spá sinni að hætta sér á meiri slaka í breska hagkerfinu. Verðbólga þar mælist nú um 5% sem er það mesta í meira en 20 ár.

OECD hvetur til þess að Seðlabanki Evrópu grípi strax til aðgerða og komi aðgerðaráætlun sinni til framkvæmda til þess að lágmarka skaðann af þeim mikla skuldavanda mörg Evrópuríki og fjármálastofnanir í Evrópu, eru í.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×