Fleiri fréttir Kröfuhafar Straums stofna nýjan banka Fari allt að óskum munu kröfuhafar Straums stofna fjárfestingabanka undir nýju nafni snemma næsta vor. Ætlunin er að skipta Straumi upp í tvennt, annarsvegar eignarhaldsfélag sem færi með eignir og skuldir Straums fyrir kröfuhafanna og hinsvegar fyrrgreindan banka. 8.12.2009 12:27 Fjárfesting í íbúðarhúsnæði minnkaði um 57% milli ára Fjárfesting í íbúðarhúsnæði dróst saman um 57% á milli þriðja ársfjórðungs í ár og sama tíma í fyrra. Er þetta mesti samdráttur í íbúðarfjárfestingu yfir eitt ár sem mælst hefur frá því að ársfjórðungslegir þjóðhagsreikningar hófust árið 1998. 8.12.2009 11:23 Heildarútlán ÍLS jukust um 34% milli mánaða Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,4 milljörðum króna í nóvember. Þar af voru tæpir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og rúmar 900 milljónir vegna annarra lána. Heildarútlán sjóðsins jukust því um tæp 34% frá fyrra mánuði, sem aðallega skýrist vegna aukningar á lánum til leiguíbúðafélaga þar sem almenn útlán drógust saman um tæplega 5%. 8.12.2009 10:30 Lífeyrissjóðirnir: Framtakssjóður Íslands stofnaður í dag Fjárfestingarsjóður lífeyrissjóðanna verður stofnaður í dag og mun bera heitið Framtalssjóður Íslands. Stofnfundurinn verður haldinn í Reykjavík og eftir hann verður efnt til blaðamannafundar þar sem sjóðurinn verður kynntur sem og fyrsta stjórn hans. 8.12.2009 10:19 Laun hækka um 0,7% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,7% hærri á þriðja ársfjórðungi 2009 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,8% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,4%. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 2,1%, þar af um 0,8% á almennum vinnumarkaði og um 4,9% hjá opinberum starfsmönnum. 8.12.2009 08:41 Greining: Um 7,5% samdráttur í landsframleiðslu á árinu Greining Arion banka telur að samdráttur í landsframleiðslu landsins í heild á þessu ári muni nema um 7,5%. Eins og fram kom í fréttum í gærdag dróst landsframleiðsla á fyrstu þremur fjórðungum ársins saman um 6% frá sama tímabili í fyrra. 8.12.2009 08:22 Straumur: Kröfuhafar hittast á Hilton í dag Breska blaðið The Guardian segir frá því í dag að kröfuhafar í Straumi ætli að hittast á Hilton hótelinu í Reykjavík til þess að ræða meðal annars um framtíð West Ham United, breska fótboltaliðsins sem komst í eigu Straums í kjölfar þess að aðaleigandinn Björgólfur Guðmundsson missti það. 8.12.2009 07:39 Bolli í Sautján með í kaupum á Árvakri Athafnamaðurinn Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við verslunina Sautján, hefur bæst í eigendahóp Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Að sögn Óskars Magnússonar, útgáfustjóra Árvakurs og stjórnarformanns, má segja að Bolli komi inn í eigendahópinn í stað Gísla Baldurs Garðarssonar lögmanns. 8.12.2009 06:00 Gjaldskrá Landsvirkjunar - 4,4% hækkun um áramótin Orkumál Heildsöluverð raforku frá Landsvirkjun mun hækka um 4,4 prósent um áramótin. Hækkunin byggir á ákvæðum í langtímasamningum um breytingar í samræmi við hækkandi verðlag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Á grundvelli sömu ákvæða hækkaði Landsvirkjun raforkuverð um 7,5 prósent í júlí síðastliðnum. Þá hafði vísitala neysluverðs hækkað um 11,9 prósent, og er því Landsvirkjun nú að hækka um það sem upp á vantaði í 11,9 prósenta hækkunina, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.- bj 8.12.2009 05:00 Afskrifaði lán til einstaklinga og fyrirtækja um rúm 8% Íslandsbanki afskrifaði lán til einstaklinga og fyrirtækja um rúm 8% á síðasta ársfjórðungi árið 2008. Alls nam virðisrýrnun útlána um fjörutíu og sjö milljörðum króna. 7.12.2009 18:37 Endurskipulagning sparisjóðanna á áætlun Fjármálaráðuneytið vinnur nú að því í samráði við efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið að leiða fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna til lykta og nýtur sérfræðiaðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Oliver Wyman við úrlausn þess verkefnis. Gengur sú vinna samkvæmt áætlun, að fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Að mati Sambands íslenskra sparisjóða eru sparisjóðirnir þjóðhagslega mikilvægir. 7.12.2009 17:56 Íslandsbanki birtir uppgjör fyrstu mánaða eftir hrun Íslandsbanki birti í dag uppgjör tímabilsins 15. október 2008 til 31. desember 2008, þegar bankinn hét raunar enn Glitnir. Í uppgjörinu kemur fram að hagnaður eftir skatta nam 2,356 milljörðum á tímabilinu og tekjuskattur er áætlaður 364 milljónir. Hreinar vaxtatekjur námu 13,8 milljörðum og hreinar þóknanatekjur 1,6 milljörðum. Stór hluti vaxtatekna á tímabilinu er tilkominn vegna verðtryggðra eigna umfram verðtryggðar skuldir en verðbólga á tímabilinu var 4,83%. 7.12.2009 17:51 Marel lækkaði um 1,12% í dag Marel lækkaði um 1,12% í viðskiptum dagsins, en viðskipti með bréf í félaginu námu tæpum 53 milljónum króna. Viðskipti með bréf í Össuri námu rétt rúmum 500 þúsund krónum. 7.12.2009 17:25 Heildarvelta nemur 2,63 milljörðum Heildarvelta skuldabréfa á markaðnum í dag nam 2,63 milljörðum króna. Þar af 0,43 milljarðar með verðtryggð íbúðabréf en 2,19 milljarðar með óverðtryggð ríkisbréf. 7.12.2009 17:16 OR: Skuldirnar hafa fjórfaldast á kjörtímabilinu Meirihlutinn í Orkuveitu Reykjavíkur framlengdi í dag samning við Norðurál vegna álvers í Helguvík á fundi stjórnar í dag. Af því tilefni endurflutti Sigurún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar bókun sem hún lagði fram í stjórninni árið 2006. 7.12.2009 15:58 Dagatal Eimskips komið út Dagatal Eimskips kom fyrst út árið 1928 og hefur verið prentað á hverju ári síðan, ef undanskilin eru tvö ár. Hið fyrra var í lok seinni heimsstyrjaldarinnar þegar skortur á aðföngum hamlaði útgáfu, en seinna skiptið var á sjöunda áratug síðustu aldar, án þess að vitað sé um ástæðu. 7.12.2009 13:20 Gengið frá samkomulagi við stórnotendur raforku Fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra, annars vegar, og Samtök atvinnulífsins og stórnotendur raforku, hins vegar, undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um ráðstafanir til að mæta erfiðri stöðu ríkisstjóðs og til að stuðla að auknum fjárfestingum í atvinnulífinu. 7.12.2009 12:28 Erlendum skuldum OR breytt eða samningar gerðir í evrum Lagt hefur verið til í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að erlendum lánum orkuveitunnar verði breytt eða að orkusölusamningar verði gerðir í evrum. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði þetta til á síðasta stjórnarfundi, en afgreiðslu málsins var frestað. 7.12.2009 12:11 Reiknar með óbreyttum stýrivöxtum á fimmtudag Greining Íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd ákveði að halda vöxtum bankans óbreyttum að þessu sinni. Næsta vaxtaákvörðun nefndarinnar er á fimmtudaginn kemur. 7.12.2009 12:02 Áhrif kreppunnar vægari hér en flestir bjuggust við Í heild virðast áhrif kreppunnar hér á landi enn sem komið er öllu vægari en flestir höfðu búist við. Samdráttur landsframleiðslunnar (VLF) á fyrstu 9 mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra var 6%, og virðist líklegast að samdráttur á árinu í heild verði nokkru minni en þau 8,5% sem Seðlabankinn spáði í síðasta mánuði. 7.12.2009 11:56 Stjórn HS Orku vill auka hlutafé um milljarð Stjórn HS Orku vill fá heimild til að auka hlutafé félagsins um einn milljarð kr. að nafnverði. Hefur stjórnin ákveðið að boða til hluthafafundar mánudaginn 14. desember 2009 kl. 10:00 í Eldborg í Svartsengi. 7.12.2009 11:33 Millibankamarkaður með krónur sýnir lífsmark Millibankamarkaður með krónur hefur sýnt lífsmark í október og nóvember samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Frá maí hafði markaðurinn hinsvegar alveg legið niðri. 7.12.2009 11:26 Íslendingar að baki stærsta fraktflugsverkefni Noregs Íslenska fraktflugfélagið Sundt Atlanta Skybridge hefur hafið umfangsmikla fraktflutninga frá Noregi en gert er ráð fyrir að flugvélar félagsins fljúgi tvisvar í viku á milli Gardermoen flugvallar við Osló til New York og Miami með stoppi í Amsterdam á heimleiðinni. 7.12.2009 11:06 Rösjö stofnar vogunarsjóð til fjárfestinga á Íslandi Norski fjármálamaðurinn Endre Rösjö hefur stofnað vogunarsjóð í samstarfi við annan norskan fjárfesti en ætlunin er að nota sjóðinn m.a. til fjárfestinga á Íslandi. 7.12.2009 10:04 Eigið fé OR gæti þurrkast út vegna stöðutöku með krónunni Skuldastaða Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vægast sagt illa út. Fyrirtækið hefur tekið mjög stóra stöðu með krónunni gegnum erlendar lántökur og hefur goldið þess. OR mun vitaskuld hagnast ef krónan styrkist á nýjan leik en að sama skapi myndi u.þ.b. 20% gengisveiking fara langt með að þurrka út eigið fé Orkuveitunnar ef gengisvarnir eru engar. 7.12.2009 09:44 Hagstofan: Skuldir ríkisins 94,6% af landsframleiðslu Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.419 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs eða sem nam 94,6% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 722 milljörðum króna á 3. ársfjórðungi 2008 eða sem svarar 48,9% af landsframleiðslu. 7.12.2009 09:05 Landsframleiðsla dróst saman um 5,7% á þriðja ársfjórðungi Landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi þessa árs er talin hafa dregist saman um 5,7% að raungildi miðað við annan fjórðung, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 7.12.2009 09:03 Byr: Endurskipulagning er vel á veg komin Fjárhagsleg endurskipulagning Byrs sparisjóðs er vel á veg komin og hafa kröfuhafar, innlendir og erlendir, skrifað undir bindandi samkomulag þar um. Samningar eru nú á lokastigi og er einungis beðið eftir umsögn opinberra aðila. 7.12.2009 09:01 Grunnfé Seðlabankans lækkaði um rúm 11 milljarða Grunnfé Seðlabanka Íslands í lok nóvember hefur lækkað talsvert frá birtingu í september eða um rúmlega 11 milljarða kr. en þá var útreikningi á grunnfé breytt og liðum fækkað sem ranglega voru þar undir. 7.12.2009 08:33 Byr verður trauðla bjargað Ekki liggur enn fyrir hvort ríkið leggur sparisjóðunum til eiginfjárframlag líkt og þeim stendur til boða samkvæmt neyðarlögunum. 7.12.2009 06:00 Haldið í sólarhring vegna gruns um efnahagsbrot Dæmi eru um að sérstakur saksóknari handtaki menn á leið til vinnu og færi þá til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn mála. Einum var haldið í sólarhring og hann yfirheyrður vegna rannsóknar á lánveitingu Byrs til Exeter. 6.12.2009 19:02 90 milljónir í aðkeypta lögfræðiþjónustu Ráðuneytin hafa keypt þjónustu lögfræðinga út í bæ fyrir tæpar níutíu milljónir króna það sem af er ári - þótt að minnsta kosti á sjöunda tug lögfræðinga séu starfsmenn ráðuneytanna. Alls hafa ráðuneytin keypt ráðgjöf fyrir um hundrað og níutíu milljónir króna á árinu. 6.12.2009 18:44 Finnur Ingólfsson: Kannast ekki við falsað skjal Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, segir að Þorsteinn Ingason hafi á umliðnum árum sent honum fjöldann af bréfum skýrslum og sms skilaboðum þar sem Þorsteinn hafi beðið hann um aðstoð í yfir 20 ára baráttu sinni við Kaupþing um að fá bætur frá bankanum. 6.12.2009 12:46 Óttast svipuhögg ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan óttast að fjárlaganefnd Alþingis þurfi að sitja undir svipuhöggum ríkisstjórnarinnar til að flýta fyrir afgreiðslu Icesave málsins. Nefndinni er ætlað að fara yfir fjölmörg álitamál á stuttum tíma. 5.12.2009 18:43 Segir skuldaúrræði bankanna sjónhverfingar Skuldaúrræði bankanna eru talnaleikfimi, sem eiga að fá fólk til að trúa því að greiðslubyrðin sé að lækka. En hún er ekki að lækka eins mikið og gefið er í skyn, segir Marinó G. Njálsson hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og telur að líkja megi úrræðunum við sjónhverfingar. 5.12.2009 18:35 Finnur Sveinbjörnsson: Bönkum mun fækka í tvo Bankastjóri Arion Banka telur óhjákvæmilegt að bönkum á Íslandi fækki niður í tvo. "Það er klárlega offramboð á bankaþjónustu hér á landi, svona ef maður lítur á alþjóðlega mælikvarða á borð við fjölda íbúa á hvert útibú, fjölda bankastarfsmanna á hverja þúsund íbúa og þar fram eftir götunum. Allir mælikvarðar sýna sama offramboðið," sagði Finnur í viðtali við Fréttablaðið í dag. 5.12.2009 11:08 Ísland fær alls enga sérmeðferð hjá NIB Tilkynning Norræna fjárfestingarbankans á hærri vaxtakjörum á nokkrum íslenskum lánum er í fullu samræmi við reglur bankans, segir Johnny Åkerholm, forstjóri bankans. Hann segir Íslendinga fá sömu meðferð hjá bankanum og aðra. 5.12.2009 06:00 Móðurfélag Norðuráls hækkaði um 7,19% Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 7,19% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en viðskipti með hluti í félaginu námu tæpum fjórum milljónum króna. Össur hækkaði um 1,49%. Marel lækkaði hins vegar um 1,42% en viðskipti með hlut í félaginu námu um 66 milljónum króna. 4.12.2009 17:10 Velta á skuldabréfamarkaði áfram góð Velta á skuldabréfamarkaði var áfram góð í dag og mikil eftirspurn eftir verðtryggðum bréfum – sérstaklega HFF 14 sem er yfirleitt frekar veltulítill flokkur. Mjög mikil velta einnig með RB 25 eða 5 milljarðar í dag. 4.12.2009 17:03 Höfuðstóll erlendra íbúðalána lækkar allt að 30% hjá Arion Höfuðstóll erlendra íbúðalána getur lækkað um allt að 30 prósent samkvæmt nýju skuldaúrræðum Arion bankans. Ekki verður krafist uppboða vegna vangoldinna húsnæðislána til loka árins 2010, óháð því hvort um er að ræða innlend eða erlend lán. 4.12.2009 15:39 MP Banki flytur í nýjar höfuðstöðvar í Ármúla MP Banki mun flytja höfuðstöðvar sínar úr Skipholti 50d í Ármúla 13a á nýju ári en í Ármúla 13a voru áður höfuðstöðvar SPRON. Aukin starfsemi og vöxtur bankans kalla á stækkun húsnæðis. Starfsemi MP Banka hefur vaxið og dafnað á árinu 2009 ekki síst með tilkomu alhliða viðskiptabankaþjónustu og rekstri útibúsins í Borgartúni 26. 4.12.2009 14:55 Innflutningur á nautakjöti minnkar um 68% í ár Það sem af er ári, janúar-október, hefur nautakjötsinnflutningur dregist mjög mikið saman m.v. sama tímabil í fyrra. Alls nemur innflutningurinn 101,9 tonnum, á móti 316,3 tonnum á sama tímabili í fyrra. Samdrátturinn er 68%. 4.12.2009 14:42 Greiðsluskjól Frjálsa fyrir einstaklinga með erlend lán „Frjálsi fjárfestingarbankinn er stoltur af að kynna viðskiptavinum sínum skuldbreytingarlausn sem tekur bæði á vanda vegna höfuðstóls erlendra lána og aukins greiðsluþunga eftir fall íslensku krónunnar," segir í tilkynningu frá bankanum um málið. 4.12.2009 14:29 Bjarni Hrafn tekur við starfi framkvæmdastjóra Terra Nova Bjarni Hrafn Ingólfsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Terra Nova. Terra Nova er eitt allra stærsta fyrirtækið í móttöku erlendra ferðamanna til Íslands og hefur verið leiðandi á því sviði í yfir þrjá áratugi. 4.12.2009 12:53 Erlendir ferðamenn eyða helmingi fleiri krónum en í fyrra Þegar litið er á þjónustutekjur af erlendum ferðamönnum, og þær bornar saman við fjölda erlendra gesta, kemur í ljós að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs hefur hver erlendur ferðamaður eytt á þessum tíma að jafnaði helmingi meira hér á landi í krónum talið en á sama tíma í fyrra. 4.12.2009 12:45 Sjá næstu 50 fréttir
Kröfuhafar Straums stofna nýjan banka Fari allt að óskum munu kröfuhafar Straums stofna fjárfestingabanka undir nýju nafni snemma næsta vor. Ætlunin er að skipta Straumi upp í tvennt, annarsvegar eignarhaldsfélag sem færi með eignir og skuldir Straums fyrir kröfuhafanna og hinsvegar fyrrgreindan banka. 8.12.2009 12:27
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði minnkaði um 57% milli ára Fjárfesting í íbúðarhúsnæði dróst saman um 57% á milli þriðja ársfjórðungs í ár og sama tíma í fyrra. Er þetta mesti samdráttur í íbúðarfjárfestingu yfir eitt ár sem mælst hefur frá því að ársfjórðungslegir þjóðhagsreikningar hófust árið 1998. 8.12.2009 11:23
Heildarútlán ÍLS jukust um 34% milli mánaða Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,4 milljörðum króna í nóvember. Þar af voru tæpir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og rúmar 900 milljónir vegna annarra lána. Heildarútlán sjóðsins jukust því um tæp 34% frá fyrra mánuði, sem aðallega skýrist vegna aukningar á lánum til leiguíbúðafélaga þar sem almenn útlán drógust saman um tæplega 5%. 8.12.2009 10:30
Lífeyrissjóðirnir: Framtakssjóður Íslands stofnaður í dag Fjárfestingarsjóður lífeyrissjóðanna verður stofnaður í dag og mun bera heitið Framtalssjóður Íslands. Stofnfundurinn verður haldinn í Reykjavík og eftir hann verður efnt til blaðamannafundar þar sem sjóðurinn verður kynntur sem og fyrsta stjórn hans. 8.12.2009 10:19
Laun hækka um 0,7% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,7% hærri á þriðja ársfjórðungi 2009 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,8% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,4%. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 2,1%, þar af um 0,8% á almennum vinnumarkaði og um 4,9% hjá opinberum starfsmönnum. 8.12.2009 08:41
Greining: Um 7,5% samdráttur í landsframleiðslu á árinu Greining Arion banka telur að samdráttur í landsframleiðslu landsins í heild á þessu ári muni nema um 7,5%. Eins og fram kom í fréttum í gærdag dróst landsframleiðsla á fyrstu þremur fjórðungum ársins saman um 6% frá sama tímabili í fyrra. 8.12.2009 08:22
Straumur: Kröfuhafar hittast á Hilton í dag Breska blaðið The Guardian segir frá því í dag að kröfuhafar í Straumi ætli að hittast á Hilton hótelinu í Reykjavík til þess að ræða meðal annars um framtíð West Ham United, breska fótboltaliðsins sem komst í eigu Straums í kjölfar þess að aðaleigandinn Björgólfur Guðmundsson missti það. 8.12.2009 07:39
Bolli í Sautján með í kaupum á Árvakri Athafnamaðurinn Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við verslunina Sautján, hefur bæst í eigendahóp Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Að sögn Óskars Magnússonar, útgáfustjóra Árvakurs og stjórnarformanns, má segja að Bolli komi inn í eigendahópinn í stað Gísla Baldurs Garðarssonar lögmanns. 8.12.2009 06:00
Gjaldskrá Landsvirkjunar - 4,4% hækkun um áramótin Orkumál Heildsöluverð raforku frá Landsvirkjun mun hækka um 4,4 prósent um áramótin. Hækkunin byggir á ákvæðum í langtímasamningum um breytingar í samræmi við hækkandi verðlag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun. Á grundvelli sömu ákvæða hækkaði Landsvirkjun raforkuverð um 7,5 prósent í júlí síðastliðnum. Þá hafði vísitala neysluverðs hækkað um 11,9 prósent, og er því Landsvirkjun nú að hækka um það sem upp á vantaði í 11,9 prósenta hækkunina, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.- bj 8.12.2009 05:00
Afskrifaði lán til einstaklinga og fyrirtækja um rúm 8% Íslandsbanki afskrifaði lán til einstaklinga og fyrirtækja um rúm 8% á síðasta ársfjórðungi árið 2008. Alls nam virðisrýrnun útlána um fjörutíu og sjö milljörðum króna. 7.12.2009 18:37
Endurskipulagning sparisjóðanna á áætlun Fjármálaráðuneytið vinnur nú að því í samráði við efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið að leiða fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna til lykta og nýtur sérfræðiaðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Oliver Wyman við úrlausn þess verkefnis. Gengur sú vinna samkvæmt áætlun, að fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Að mati Sambands íslenskra sparisjóða eru sparisjóðirnir þjóðhagslega mikilvægir. 7.12.2009 17:56
Íslandsbanki birtir uppgjör fyrstu mánaða eftir hrun Íslandsbanki birti í dag uppgjör tímabilsins 15. október 2008 til 31. desember 2008, þegar bankinn hét raunar enn Glitnir. Í uppgjörinu kemur fram að hagnaður eftir skatta nam 2,356 milljörðum á tímabilinu og tekjuskattur er áætlaður 364 milljónir. Hreinar vaxtatekjur námu 13,8 milljörðum og hreinar þóknanatekjur 1,6 milljörðum. Stór hluti vaxtatekna á tímabilinu er tilkominn vegna verðtryggðra eigna umfram verðtryggðar skuldir en verðbólga á tímabilinu var 4,83%. 7.12.2009 17:51
Marel lækkaði um 1,12% í dag Marel lækkaði um 1,12% í viðskiptum dagsins, en viðskipti með bréf í félaginu námu tæpum 53 milljónum króna. Viðskipti með bréf í Össuri námu rétt rúmum 500 þúsund krónum. 7.12.2009 17:25
Heildarvelta nemur 2,63 milljörðum Heildarvelta skuldabréfa á markaðnum í dag nam 2,63 milljörðum króna. Þar af 0,43 milljarðar með verðtryggð íbúðabréf en 2,19 milljarðar með óverðtryggð ríkisbréf. 7.12.2009 17:16
OR: Skuldirnar hafa fjórfaldast á kjörtímabilinu Meirihlutinn í Orkuveitu Reykjavíkur framlengdi í dag samning við Norðurál vegna álvers í Helguvík á fundi stjórnar í dag. Af því tilefni endurflutti Sigurún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar bókun sem hún lagði fram í stjórninni árið 2006. 7.12.2009 15:58
Dagatal Eimskips komið út Dagatal Eimskips kom fyrst út árið 1928 og hefur verið prentað á hverju ári síðan, ef undanskilin eru tvö ár. Hið fyrra var í lok seinni heimsstyrjaldarinnar þegar skortur á aðföngum hamlaði útgáfu, en seinna skiptið var á sjöunda áratug síðustu aldar, án þess að vitað sé um ástæðu. 7.12.2009 13:20
Gengið frá samkomulagi við stórnotendur raforku Fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra, annars vegar, og Samtök atvinnulífsins og stórnotendur raforku, hins vegar, undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um ráðstafanir til að mæta erfiðri stöðu ríkisstjóðs og til að stuðla að auknum fjárfestingum í atvinnulífinu. 7.12.2009 12:28
Erlendum skuldum OR breytt eða samningar gerðir í evrum Lagt hefur verið til í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að erlendum lánum orkuveitunnar verði breytt eða að orkusölusamningar verði gerðir í evrum. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði þetta til á síðasta stjórnarfundi, en afgreiðslu málsins var frestað. 7.12.2009 12:11
Reiknar með óbreyttum stýrivöxtum á fimmtudag Greining Íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd ákveði að halda vöxtum bankans óbreyttum að þessu sinni. Næsta vaxtaákvörðun nefndarinnar er á fimmtudaginn kemur. 7.12.2009 12:02
Áhrif kreppunnar vægari hér en flestir bjuggust við Í heild virðast áhrif kreppunnar hér á landi enn sem komið er öllu vægari en flestir höfðu búist við. Samdráttur landsframleiðslunnar (VLF) á fyrstu 9 mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra var 6%, og virðist líklegast að samdráttur á árinu í heild verði nokkru minni en þau 8,5% sem Seðlabankinn spáði í síðasta mánuði. 7.12.2009 11:56
Stjórn HS Orku vill auka hlutafé um milljarð Stjórn HS Orku vill fá heimild til að auka hlutafé félagsins um einn milljarð kr. að nafnverði. Hefur stjórnin ákveðið að boða til hluthafafundar mánudaginn 14. desember 2009 kl. 10:00 í Eldborg í Svartsengi. 7.12.2009 11:33
Millibankamarkaður með krónur sýnir lífsmark Millibankamarkaður með krónur hefur sýnt lífsmark í október og nóvember samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Frá maí hafði markaðurinn hinsvegar alveg legið niðri. 7.12.2009 11:26
Íslendingar að baki stærsta fraktflugsverkefni Noregs Íslenska fraktflugfélagið Sundt Atlanta Skybridge hefur hafið umfangsmikla fraktflutninga frá Noregi en gert er ráð fyrir að flugvélar félagsins fljúgi tvisvar í viku á milli Gardermoen flugvallar við Osló til New York og Miami með stoppi í Amsterdam á heimleiðinni. 7.12.2009 11:06
Rösjö stofnar vogunarsjóð til fjárfestinga á Íslandi Norski fjármálamaðurinn Endre Rösjö hefur stofnað vogunarsjóð í samstarfi við annan norskan fjárfesti en ætlunin er að nota sjóðinn m.a. til fjárfestinga á Íslandi. 7.12.2009 10:04
Eigið fé OR gæti þurrkast út vegna stöðutöku með krónunni Skuldastaða Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vægast sagt illa út. Fyrirtækið hefur tekið mjög stóra stöðu með krónunni gegnum erlendar lántökur og hefur goldið þess. OR mun vitaskuld hagnast ef krónan styrkist á nýjan leik en að sama skapi myndi u.þ.b. 20% gengisveiking fara langt með að þurrka út eigið fé Orkuveitunnar ef gengisvarnir eru engar. 7.12.2009 09:44
Hagstofan: Skuldir ríkisins 94,6% af landsframleiðslu Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.419 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs eða sem nam 94,6% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 722 milljörðum króna á 3. ársfjórðungi 2008 eða sem svarar 48,9% af landsframleiðslu. 7.12.2009 09:05
Landsframleiðsla dróst saman um 5,7% á þriðja ársfjórðungi Landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi þessa árs er talin hafa dregist saman um 5,7% að raungildi miðað við annan fjórðung, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 7.12.2009 09:03
Byr: Endurskipulagning er vel á veg komin Fjárhagsleg endurskipulagning Byrs sparisjóðs er vel á veg komin og hafa kröfuhafar, innlendir og erlendir, skrifað undir bindandi samkomulag þar um. Samningar eru nú á lokastigi og er einungis beðið eftir umsögn opinberra aðila. 7.12.2009 09:01
Grunnfé Seðlabankans lækkaði um rúm 11 milljarða Grunnfé Seðlabanka Íslands í lok nóvember hefur lækkað talsvert frá birtingu í september eða um rúmlega 11 milljarða kr. en þá var útreikningi á grunnfé breytt og liðum fækkað sem ranglega voru þar undir. 7.12.2009 08:33
Byr verður trauðla bjargað Ekki liggur enn fyrir hvort ríkið leggur sparisjóðunum til eiginfjárframlag líkt og þeim stendur til boða samkvæmt neyðarlögunum. 7.12.2009 06:00
Haldið í sólarhring vegna gruns um efnahagsbrot Dæmi eru um að sérstakur saksóknari handtaki menn á leið til vinnu og færi þá til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn mála. Einum var haldið í sólarhring og hann yfirheyrður vegna rannsóknar á lánveitingu Byrs til Exeter. 6.12.2009 19:02
90 milljónir í aðkeypta lögfræðiþjónustu Ráðuneytin hafa keypt þjónustu lögfræðinga út í bæ fyrir tæpar níutíu milljónir króna það sem af er ári - þótt að minnsta kosti á sjöunda tug lögfræðinga séu starfsmenn ráðuneytanna. Alls hafa ráðuneytin keypt ráðgjöf fyrir um hundrað og níutíu milljónir króna á árinu. 6.12.2009 18:44
Finnur Ingólfsson: Kannast ekki við falsað skjal Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, segir að Þorsteinn Ingason hafi á umliðnum árum sent honum fjöldann af bréfum skýrslum og sms skilaboðum þar sem Þorsteinn hafi beðið hann um aðstoð í yfir 20 ára baráttu sinni við Kaupþing um að fá bætur frá bankanum. 6.12.2009 12:46
Óttast svipuhögg ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan óttast að fjárlaganefnd Alþingis þurfi að sitja undir svipuhöggum ríkisstjórnarinnar til að flýta fyrir afgreiðslu Icesave málsins. Nefndinni er ætlað að fara yfir fjölmörg álitamál á stuttum tíma. 5.12.2009 18:43
Segir skuldaúrræði bankanna sjónhverfingar Skuldaúrræði bankanna eru talnaleikfimi, sem eiga að fá fólk til að trúa því að greiðslubyrðin sé að lækka. En hún er ekki að lækka eins mikið og gefið er í skyn, segir Marinó G. Njálsson hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og telur að líkja megi úrræðunum við sjónhverfingar. 5.12.2009 18:35
Finnur Sveinbjörnsson: Bönkum mun fækka í tvo Bankastjóri Arion Banka telur óhjákvæmilegt að bönkum á Íslandi fækki niður í tvo. "Það er klárlega offramboð á bankaþjónustu hér á landi, svona ef maður lítur á alþjóðlega mælikvarða á borð við fjölda íbúa á hvert útibú, fjölda bankastarfsmanna á hverja þúsund íbúa og þar fram eftir götunum. Allir mælikvarðar sýna sama offramboðið," sagði Finnur í viðtali við Fréttablaðið í dag. 5.12.2009 11:08
Ísland fær alls enga sérmeðferð hjá NIB Tilkynning Norræna fjárfestingarbankans á hærri vaxtakjörum á nokkrum íslenskum lánum er í fullu samræmi við reglur bankans, segir Johnny Åkerholm, forstjóri bankans. Hann segir Íslendinga fá sömu meðferð hjá bankanum og aðra. 5.12.2009 06:00
Móðurfélag Norðuráls hækkaði um 7,19% Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 7,19% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en viðskipti með hluti í félaginu námu tæpum fjórum milljónum króna. Össur hækkaði um 1,49%. Marel lækkaði hins vegar um 1,42% en viðskipti með hlut í félaginu námu um 66 milljónum króna. 4.12.2009 17:10
Velta á skuldabréfamarkaði áfram góð Velta á skuldabréfamarkaði var áfram góð í dag og mikil eftirspurn eftir verðtryggðum bréfum – sérstaklega HFF 14 sem er yfirleitt frekar veltulítill flokkur. Mjög mikil velta einnig með RB 25 eða 5 milljarðar í dag. 4.12.2009 17:03
Höfuðstóll erlendra íbúðalána lækkar allt að 30% hjá Arion Höfuðstóll erlendra íbúðalána getur lækkað um allt að 30 prósent samkvæmt nýju skuldaúrræðum Arion bankans. Ekki verður krafist uppboða vegna vangoldinna húsnæðislána til loka árins 2010, óháð því hvort um er að ræða innlend eða erlend lán. 4.12.2009 15:39
MP Banki flytur í nýjar höfuðstöðvar í Ármúla MP Banki mun flytja höfuðstöðvar sínar úr Skipholti 50d í Ármúla 13a á nýju ári en í Ármúla 13a voru áður höfuðstöðvar SPRON. Aukin starfsemi og vöxtur bankans kalla á stækkun húsnæðis. Starfsemi MP Banka hefur vaxið og dafnað á árinu 2009 ekki síst með tilkomu alhliða viðskiptabankaþjónustu og rekstri útibúsins í Borgartúni 26. 4.12.2009 14:55
Innflutningur á nautakjöti minnkar um 68% í ár Það sem af er ári, janúar-október, hefur nautakjötsinnflutningur dregist mjög mikið saman m.v. sama tímabil í fyrra. Alls nemur innflutningurinn 101,9 tonnum, á móti 316,3 tonnum á sama tímabili í fyrra. Samdrátturinn er 68%. 4.12.2009 14:42
Greiðsluskjól Frjálsa fyrir einstaklinga með erlend lán „Frjálsi fjárfestingarbankinn er stoltur af að kynna viðskiptavinum sínum skuldbreytingarlausn sem tekur bæði á vanda vegna höfuðstóls erlendra lána og aukins greiðsluþunga eftir fall íslensku krónunnar," segir í tilkynningu frá bankanum um málið. 4.12.2009 14:29
Bjarni Hrafn tekur við starfi framkvæmdastjóra Terra Nova Bjarni Hrafn Ingólfsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Terra Nova. Terra Nova er eitt allra stærsta fyrirtækið í móttöku erlendra ferðamanna til Íslands og hefur verið leiðandi á því sviði í yfir þrjá áratugi. 4.12.2009 12:53
Erlendir ferðamenn eyða helmingi fleiri krónum en í fyrra Þegar litið er á þjónustutekjur af erlendum ferðamönnum, og þær bornar saman við fjölda erlendra gesta, kemur í ljós að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs hefur hver erlendur ferðamaður eytt á þessum tíma að jafnaði helmingi meira hér á landi í krónum talið en á sama tíma í fyrra. 4.12.2009 12:45