Viðskipti innlent

Erlendum skuldum OR breytt eða samningar gerðir í evrum

Lagt hefur verið til í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að erlendum lánum orkuveitunnar verði breytt eða að orkusölusamningar verði gerðir í evrum. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði þetta til á síðasta stjórnarfundi, en afgreiðslu málsins var frestað.

Tilefnið er að lán Orkuveitunnar eru í óhagstæðum gjaldmiðlum, miðað við tekjustofna félagsins. Fram kemur í Markaðspunktum greiningar Arion banka, að um fjörutíu prósent tugmilljarða erlendra skulda Orkuveitunnar séu í evrum og um 30% í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Erlendar tekjur fyrirtækisinis, séu hins vegar í dollurum.

Bent er á það í Markaðspunktunum að þróun á gengi evru og dollar hafi verið Orkuveitunni mjög óhagstæð undanfarin misseri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×