Viðskipti innlent

Stjórn HS Orku vill auka hlutafé um milljarð

Stjórn HS Orku vill fá heimild til að auka hlutafé félagsins um einn milljarð kr. að nafnverði. Hefur stjórnin ákveðið að boða til hluthafafundar mánudaginn 14. desember 2009 kl. 10:00 í Eldborg í Svartsengi.

Í tilkynningu segir að á dagskrá fundarins verði breytingar á á samþykktum félagsins þannig að fækkað verði í stjórn úr 7 mönnum í 5 og frestur til að nýta forkaupsrétt styttur úr tveimur mánuðum í einn.

Þá óskar stjórn eftir heimild til þess að auka hlutafé félagsins um allt að einum milljarði kr. að nafnvirði með áskrift nýrra hluta og að stjórnin ákveði útboðsgengi og greiðslukjör.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×