Viðskipti innlent

ÍLS heldur óbreyttum vöxtum á yfirteknum skuldabréfum

Stjórn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) hefur nú samþykkt að réttur til að breyta vöxtum skuldabréfa sem sjóðurinn hefur keypt eða yfirtekið af öðrum fjármálastofnunum skuli ekki nýttur í fyrsta sinn sem slíkur réttur myndast.

Í tilkynningu segir að vextir af þessum skuldabréfum verða því óbreyttir a.m.k. næstu fimm árin. Hefðbundin lán Íbúðalánasjóðs eru hinsvegar með föstum vöxtum.

Íbúðalánasjóður hefur á undanförnum mánuðum keypt eða yfirtekið skuldabréfasöfn af nokkrum bönkum og sparisjóðum. Hluti þessara lána ber breytilega vexti sem að jafnaði er heimilt að endurskoða á 5 ára fresti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×