Brúttóhagnaður Bakkavarar 9 milljarðar á 3. ársfjórðungi 26. nóvember 2009 08:10 Brúttóhagnaður (EBITDA) Bakkavarar jókst um 45% á þriðja ársfjórðungi og varð 9 milljarðar kr. samanborið við 6,2 milljarða kr. á sama ársfjórðungi 2008Hreinn hagnaður nam 838 milljónum kr. á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við tap að fjárhæð 11,2 milljarðar kr. á sama tímabili í fyrra og er því um verulegur viðsnúningur að ræða sem nemur 12 milljörðum krónaÞetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Þar segir að áframhaldandi aukning sé í sölu á ferskum tilbúnum matvælum félagsins í Bretlandi og nemur hún 7% í ársfjórðungnum. Aukninguna má einkum rekja til aukinnar sölu í flokki tilbúinna réttaHandbært fé frá rekstri fyrir skatta, vexti og einskiptiskostnað vegna hagræðingaraðgerða nánast tvöfaldast á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil árið 2008, eykst um 86% og nemur 13,3 milljörðum kr.„Uppgjör þriðja ársfjórðungs sýnir verulega bættan rekstrarárangur félagsins. EBITDA hagnaður jókst um 45% og við erum á góðri leið með að ná EBITDA markmiði okkar fyrir árið í heild. Sjóðstreymi hefur áfram styrkst verulega sem helst má rekja til bættrar afkomu og betri stýringar veltufjármuna. Aukin sala félagsins og meiri hagkvæmni í rekstri hafa skilað þessum árangri sem hefur náðst þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi, m.a. vegna aukins kostnaðar við markaðsstarf og áframhaldandi verðhækkana á hráefni," segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar í tilkynningunni.„Í Bretlandi hefur sala félagsins á ferskum tilbúnum matvælum haldið áfram að aukast og til dæmis jókst sala á tilbúnum réttum, einum af lykilvöruflokkum félagsins, um 13% á þriðja ársfjórðungi. Er þetta til marks um sterka stöðu félagsins í lykilvöruflokkum sínum.Ennfremur höfum við náð mikilvægum áfanga í samningaviðræðum við lánveitendur um endurfjármögnun móðurfélagsins. Við höfum átt í viðræðum við innlenda lánveitendur sem hafa yfir um 70% af skuldum móðurfélagsins að ráða og hafa þeir lýst yfir vilja til að framlengja gjalddaga skuldabréfaflokka og annarra lána félagsins til ársins 2014 en enn er unnið að útfærslu á kjörum ogskilmálum samkomulagsins. Við gerum ráð fyrir að niðurstaða verði tilkynnt innan skamms. Fyrr á þessu ári var gengið var frá endurfjármögnun rekstrarfélaga samstæðunnar fram í mars 2012.Við gerum ráð fyrir að viðskiptaumhverfið haldi áfram að vera krefjandi næstu misseri. Þrátt fyrir það erum við fullviss um að þær aðgerðir sem félagið hefur ráðist í, ásamt þeim vaxtarmöguleikum sem reksturinn býr yfir, muni skila enn betri afkomu á komandi árum." Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Brúttóhagnaður (EBITDA) Bakkavarar jókst um 45% á þriðja ársfjórðungi og varð 9 milljarðar kr. samanborið við 6,2 milljarða kr. á sama ársfjórðungi 2008Hreinn hagnaður nam 838 milljónum kr. á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við tap að fjárhæð 11,2 milljarðar kr. á sama tímabili í fyrra og er því um verulegur viðsnúningur að ræða sem nemur 12 milljörðum krónaÞetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Þar segir að áframhaldandi aukning sé í sölu á ferskum tilbúnum matvælum félagsins í Bretlandi og nemur hún 7% í ársfjórðungnum. Aukninguna má einkum rekja til aukinnar sölu í flokki tilbúinna réttaHandbært fé frá rekstri fyrir skatta, vexti og einskiptiskostnað vegna hagræðingaraðgerða nánast tvöfaldast á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil árið 2008, eykst um 86% og nemur 13,3 milljörðum kr.„Uppgjör þriðja ársfjórðungs sýnir verulega bættan rekstrarárangur félagsins. EBITDA hagnaður jókst um 45% og við erum á góðri leið með að ná EBITDA markmiði okkar fyrir árið í heild. Sjóðstreymi hefur áfram styrkst verulega sem helst má rekja til bættrar afkomu og betri stýringar veltufjármuna. Aukin sala félagsins og meiri hagkvæmni í rekstri hafa skilað þessum árangri sem hefur náðst þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi, m.a. vegna aukins kostnaðar við markaðsstarf og áframhaldandi verðhækkana á hráefni," segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar í tilkynningunni.„Í Bretlandi hefur sala félagsins á ferskum tilbúnum matvælum haldið áfram að aukast og til dæmis jókst sala á tilbúnum réttum, einum af lykilvöruflokkum félagsins, um 13% á þriðja ársfjórðungi. Er þetta til marks um sterka stöðu félagsins í lykilvöruflokkum sínum.Ennfremur höfum við náð mikilvægum áfanga í samningaviðræðum við lánveitendur um endurfjármögnun móðurfélagsins. Við höfum átt í viðræðum við innlenda lánveitendur sem hafa yfir um 70% af skuldum móðurfélagsins að ráða og hafa þeir lýst yfir vilja til að framlengja gjalddaga skuldabréfaflokka og annarra lána félagsins til ársins 2014 en enn er unnið að útfærslu á kjörum ogskilmálum samkomulagsins. Við gerum ráð fyrir að niðurstaða verði tilkynnt innan skamms. Fyrr á þessu ári var gengið var frá endurfjármögnun rekstrarfélaga samstæðunnar fram í mars 2012.Við gerum ráð fyrir að viðskiptaumhverfið haldi áfram að vera krefjandi næstu misseri. Þrátt fyrir það erum við fullviss um að þær aðgerðir sem félagið hefur ráðist í, ásamt þeim vaxtarmöguleikum sem reksturinn býr yfir, muni skila enn betri afkomu á komandi árum."
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira