Viðskipti innlent

Forstjóri Byrs tekur leyfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnar Z Guðjónsson.
Ragnar Z Guðjónsson.
Ragnar Z Guðjónsson hefur ákveðið að láta tímabundið af störfum sem sparisjóðsstjóri Byrs. Eins og kunnugt er fóru fulltrúar embættis sérstaks saksóknara inn í höfuðstöðvar Byrs og óskuðu eftir aðgangi að gögnum vegna rannsóknar á lánaveitingum Byrs til Exeter Holdings og tengdra fjármálagerninga. Þá var Ragnar kallaður til skýrslutöku.

Í yfirlýsingu frá Ragnari segist hann vonast til þess að leyfi hans frá störfum geti orðið til þess að skapa frið um störf sparisjóðsins og orðið til þess að eyða allri mögulegri tortryggni vegna þessa máls. Hann segir að störf sín fyrir Byr hafi í einu og öllu verið í samræmi við lög, enda hafi hann unnið af metnaði og bestu samvisku fyrir sparisjóðinn. Þá segir Ragnar að stjórn Byrs hafi óskað eftir því við sig að hann sinni áfram verkefnum sem tengjast fjárhagslegri endurreisn sparisjóðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×