Viðskipti innlent

Ríkissjóður með 200 milljarða kröfu í Sparisjóðabankann

Slitastjórn Sparisjóðabankans hefur að svo stöddu hafnað 200 milljarða kr. kröfu ríkissjóðs í þrotabú bankans. Krafa ríkissjóðs er tilkomin vegna svokallaðra „ástarbréfa" eða endurhverfra viðskipta Sparisjóðabankans við Seðlabankann en bankinn var hvað stórtækastur í þeim viðskiptum af öllum íslensku bönkunum fyrir hrun.

Í umfjöllun um málið í kvöldfréttum RUV kom fram að heildarupphæð lýstra krafna í þrotabúið nemur um 370 milljörðum kr. Samkvæmt kröfuskrá var 242 kröfum var lýst í þortabú Icebank eða Sparisjóðabanka Íslands. Heildarupphæð lýstra krafna er 368 milljarðar króna. Slitastjórn hefur þegar samþykkt rúmlega 81 milljarð kr.

Fyrrgreind krafa ríkissjóðs er sú stærsta í þrotabúið en Seðlabanki Íslands gerir kröfu upp á rúma 24 milljarða kr. en þeirri kröfu hefur einnig verið hafnað að svo stöddu.

Þá gerir Fjármálaeftirlitið kröfu í þrotabú Icebank upp á rúmar 26 milljónir kr. Stærsti hlutinn er vegna starfsemi skilanefndar bankans en kröfunni hefur verið hafnað.

Fimmtán lífeyrissjóðir kröfu í búið upp á samtals tæpa tvo milljarða kr. Stærstu kröfuna úr þeirra hópi á Sameinaði lífeyrissjóðurinn upp á rúmar 517 milljónir kr. Flestum kröfum lífeyrissjóðanna hefur verið hafnað að svo stöddu.

Landsbankinn gerir 12 milljarða kr. kröfu í þrotabú Icebank. Þeirri kröfu var hafnað á þeirri forsendu að Landsbankinn skuldi Sparisjóðabankanum mun hærri fjárhæð en sem þessu nemur. Slitastjórn Sparisjóðabankans fundar með kröfuhöfum á morgun, föstudag, að því er fram kom í frétt RUV.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×