Viðskipti innlent

Dregið á hluta norrænu lánanna fyrir jól

Seðlabankinn stefnir að því að draga á hluta þeirra lánalína sem nú hafa opnast frá Norðurlöndunum fyrir jól. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Grand Hótel í dag.

Hingað til hefur ekkert af því lánsfé sem Íslendingum hefur staðið til boða frá því samningar náðust um Icesave verið notað. Bankastjórinn tiltók ekki um hve háa upphæð verði að ræða en norrænu lánin svokölluðu nema um 1,8 milljörðum evra, eða rúmlega 330 milljörðum íslenskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×