Viðskipti innlent

Dómstóll í Delaware staðfestir greiðslustöðvun deCODE

Dómstóll í Delaware staðfesti í dag beiðni deCODE um greiðslustöðvun samkvæmt 11. Kafla í bandarísku gjaldþrotalöggjöfinni.

Í frétt um málið á PRNewswire segir að með þessu geti deCODE haldið áfram starfsemi sinni án truflana. deCODE hefur þar að auki fengið leyfi dómstólsins fyrir fjármögnun af hálfu Saga Investments. Sem kunnugt er af fréttum festi Saga Investmensts kaup á Íslenskri erfðagreiningu fyrir 1,7 milljarð kr. fyrr í mánuðinum.

Saga Investments hefur jafnframt lagt deCODE til rekstrarfé meðan á dómsmálinu í Delaware stendur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×