Fleiri fréttir Vísitala byggingarkostnaðar hækkar áfram Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2009 er 495,3 stig sem er hækkun um 0,65% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í október 2009. 21.9.2009 09:11 Kæra stjórnendur lífeyrissjóða vegna venslatengsla Tveir stjórnarmenn í VR kæra á morgun stjórn og stjórnendur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna til Fjármálaeftirlitsins vegna brota á samþykktum sjóðsins og lögum um lífeyrissjóði samkvæmt kvöldfréttum RÚV. 20.9.2009 19:22 Ástþór Magnússon: Vill kaupa gullforða Seðlabanka Íslands „Við erum í þeim bissniss að kaupa gull af fólki,“ segir Ástþór Magnússon, eigandi Goldbank á Spáni en hann sendi seðlabankastjóranum Má Guðmundssyni bréf í dag þar sem hann býðst til þess að kaupa gullforða bankans. Um er að ræða tvö tonn af gulli sem íslenski Seðlabankinn á. 20.9.2009 14:00 Íslendingar treysta RÚV best Um 75% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 (37,2%). 20.9.2009 13:17 Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. 19.9.2009 18:40 Almenni lífeyrissjóðurinn: Það var slæm hugmynd að fjárfesta í Baugi Almenni lífeyrissjóðurinn, sem rekinn var af Glitni, stóð fyrir rúmum þriðjungi af heildarlánum lífeyrissjóða til Baugs. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að með hliðsjón af því hversu illa fyrirtækin í landinu standi sé ljóst að skuldabréfakaup í Baugi hafi ekki verið góður kostur. 19.9.2009 18:51 Hafnfirðingar tapa milljörðum vegna lóða Hundrað fyrirtæki hafa skilað inn lóðum sínum í Hafnarfirði. Kostnaður bæjarins vegna lóðaskila undanfarna mánuði og uppbyggingar á ónýttum svæðum nemur um 10 milljörðum. 19.9.2009 18:44 Icelandair: Á þriðja tug uppsagna dregnar til baka „Við vorum búnir að gera áætlun fyrir veturinn en svo kemur í ljós að það horfir betur við en við töldum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en flugfélagið ákvað að draga uppsagnir 24 flugmanna til baka nú á dögunum. 19.9.2009 15:07 Norskur fjárfestir kaupir hlut í MP Banka Norski fjárfestirinn Endre Røsjø og MP Banki hf. hafa náð samkomulagi um að Røsjø eignist hlut í bankanum að loknum fyrirhuguðum hluthafafundi í næsta mánuði og verði þar með virkur hluthafi við framtíðarþróun bankans. 18.9.2009 21:05 Milljarða lán Milestone til Wernersbræðra einskis virði Sex milljarða króna lán Milestone til Karls og Steingríms Wernerssona, fyrrverandi eigenda félagsins, er einskis virði í bókum þess. Lánið var veitt til félags í eigu bræðranna og var meðal annars notað til að kaupa systur þeirra út úr Milestone. 18.9.2009 18:41 Seðlabankinn styrkir eftirlit með gjaldeyrisreglum Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að endurskipuleggja og efla starfsemi gjaldeyriseftirlits innan bankans. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að markmiðið með þeim breytingum sé að styrkja eftirlit með gildandi gjaldeyrishöftum. Gjaldeyriseftirlitið verður hér eftir sjálfstæð eining innan Seðlabankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra. 18.9.2009 14:56 Milestone úrskurðað gjaldþrota Stjórn Milestone ehf. hefur óskað eftir eftir því að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á ósk félagsins og kveðið upp úrskurð um að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. 18.9.2009 14:37 Sjávarútvegurinn á góðri siglingu í kreppunni Sjávarútvegur má nokkuð vel við una þegar litið er á umsvif útflutningsfyrirtækja landsins. Velta í fiskveiðum jókst um 11% að nafnvirði frá maí og júní í fyrra til sama tímabils í ár. 18.9.2009 13:13 Seðlabankinn styrkir gengi krónu með inngripum í morgun Krónan hefur sótt í sig veðrið í morgun eftir veikingu gærdagsins og skrifast styrkingin á inngrip Seðlabankans. Nemur styrking dagsins 0,6% það sem af er degi. 18.9.2009 12:38 SI: Vinnubrögð stjórnvalda valda töfum og tjóni Samtök iðnðarins (SI) gagnrýna harðlega vinnubrögð stjórnvalda í samskiptum við erlenda fjárfesta og uppbyggingu iðnaðar sem reiðir sig á nýtingu orkuauðlinda. Stjórnvöld eru ekki samstiga og senda frá sér misvísandi skilaboð. 18.9.2009 12:01 Vilja setja 150 milljónir í atvinnulíf Suðurnesja Næstkomandi fimmtudag 24. september verður aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja haldinn í Reykjanesbæ. Á fundinum verður afgreidd tillaga fráfarandi stjórnar um að félagið leggi til allt að 150 milljónir króna til eflingar atvinnulífs á Suðurnesjum. 18.9.2009 11:04 Greining: Ársverðbólgan verður 8% næstu sex mánuði Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir 4% hækkun verðlags næstu 6 mánuði, þ.e. mánuðina ágúst 2009 til febrúar 2010. Verðbólgan verður því ríflega 8% á ársgrundvelli á þessu tímabili gangi spáin eftir. 18.9.2009 10:19 Íslenskar vísitölur horfnar af heimskortinu FTSE, sem heldur utan um hlutabréfavísitölur heimsins, hefur ákveðið að hætta að birta þær íslensku í daglegum gögnum sínum. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Ísland segir í frétt um málið í viðskiptablaðinu Financial Times. 18.9.2009 08:28 Íslandssjóðir stofna nýjan verðbréfasjóð Íslandssjóðir hafa sett nýjan verðbréfasjóð á markað, Veltusafn, sem hentar vel til sparnaðar í skemmri tíma. Markmið sjóðsins er að nýta tækifæri á markaði með virkri stýringu innlána, víxla og ríkisskuldabréfa en á sama tíma að skila jafnri og stöðugri ávöxtun. 18.9.2009 08:15 Velta fyrirtækja hefur minnkað um 17,6% að raunvirðim milli ára Velta fyrirtækja hér á landi dróst saman um 7,7% að nafnvirði og 17,6% að raunvirði á milli ára samkvæmt gögnum sem Hagstofan vinnur upp úr virðisaukaskattsskýrslum fyrir tímabilið maí til júní. 18.9.2009 08:07 Fyrrverandi og núverandi ríkisskattstjóri rífast fyrir dómi Skúli Eggert Þórðarsson, ríkisskattstjóri, og Garðar Valdimarsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, takast nú á fyrir dómstólum, um túlkun skattalaga. Deilt er um hvort fyrrverandi forstjóri Straums eigi að greiða tekjuskatt vegna söluréttarsamnings, eða einungis fjármangstekjuskatt. 17.9.2009 18:41 Aðstoðarbankastjóri Kaupþings endurskoðaði aflandsfélög Kaupþing stofnaði og sá um endurskoðun á fjölmörgum félögum í skattaparadísum í gegnum endurskoðunarfyrirtæki á bresku jómfrúareyjunum. Fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Kaupþings, sem ekki er endurskoðandi, sá einnig um endurskoðun. 17.9.2009 18:09 Ágætur dagur í kauphöllinni Það var grænt á flestum tölum í kauphöllinni í dag og hækkaði úrvalsvísitalan OMX16 um 1,25%. Stendur vísitalan í rúmum 809 stigum. 17.9.2009 15:48 Nýtt verksmiðjuhús HB Granda tekur á sig mynd Nýtt verksmiðjuhús HB Granda á Vopnafirði, sem hýsa mun fiskmjölsverksmiðju félagsins, er nú sem óðast að taka á sig mynd. 17.9.2009 15:29 Aðgerðir gegn eftirliti bíða niðurstöðu rannsóknarnefndar Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að hugsanlegar aðgerðir, eins og til dæmis málsóknir, gegn eftirlitsaðilum vegna vinnubragða þeirra í aðdragenda efnahagshrunsins í haust munu bíða eftir niðurstöðum frá rannsóknarnefnd Alþings. 17.9.2009 15:11 Byr kominn með sjálfstæða erlenda greiðslumiðlun Nú hefur Byr opnað reikninga erlendis í öllum helstu myntum, það er evrum, pundum, dollurum, norskum, sænskum og dönskum krónum, svissneskum frönkum og jenum, og er því kominn með sjálfstæða greiðslumiðlun fyrir erlend viðskipti. 17.9.2009 13:48 Lúxushús við Holmen bitbein hjá þrotabúi Baugs Meðal þeirra eigna sem þrotabú Baugs og Gaumur eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu bítast nú um er lúxushús við Holmen í hjarta Kaupmannahafnar. Húsið er til sölu hjá fasteignasölunni Nybolig og er verðmiðinn 15 milljónir danskra kr. eða rúmlega 360 milljónir kr. 17.9.2009 13:41 Icelandair opnar nýjar höfuðstöðvar í Boston Nýjar höfuðstöðvar Icelandair í Vesturheimi eru formlega teknar í notkun í dag í Boston að viðstöddum fulltrúum borgar- og flugvallaryfirvalda auk lykilfólks úr flug- og ferðaþjónustunni í Massachusettsfylki. Hlutverk skrifstofunnar í Boston er að stýra markaðs- og sölustarfi Icelandair í Bandaríkjunum og Kanada og þar starfa um 25 manns. 17.9.2009 12:47 Dollarinn hefur lækkað nokkuð gagnvart krónunni Bandaríkjadollar hefur lækkað um tæpar 3 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði undanfarnar tvær vikur. Á sama tíma hefur verð evru hækkað um 2 kr. Gengi evru gagnvart dollara hefur hækkað mikið undanfarið og náði í morgun sínu hæsta gildi undanfarið ár, þegar evran var seld á 1,477 dollara. 17.9.2009 12:35 Verðbólgan á Íslandi margföld á við Evrópuríki Verðbólgan á Íslandi mældist 16,0% í ágúst og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Að meðaltali er verðbólgan nú um 0,6% meðal ríkja EES en -0,2% meðal ríkja evru svæðisins. 17.9.2009 12:09 Góður árangur hjá Mannviti í Ungverjalandi Verkfræðistofan Mannvit lauk því að bora fyrstu holuna í bænum Szentlörinc í suðvesturhluta Ungverjalands í síðustu viku. Holan er 1.820 metra djúp og fyrstu prófanir og mælingar á eiginleikum borholunnar gefa til kynna góðan árangur. 17.9.2009 11:52 Rekstri Verðbréfunar hf. verður hætt Stjórn Verðbréfunar hf. samþykkti á fundi sínum þann 16. september 2009 samkomulag við NBI hf. um kaup á útistandandi skuldabréfum Verðbréfunar hf. á uppgreiðsluvirði safnbréfanna. Rekstri Verðbréfunar hf. verður því hætt. 17.9.2009 11:05 Exista ræður erlendan ráðgjafa í endurskipulagningu Exista hefur ráðið til sín ráðgjafarfyrirtækið Talbot Hughes McKillop sem munu leiða vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu Exista og samningaviðræður við bæði innlenda og erlenda lánveitendur félagsins. 17.9.2009 10:57 FME: Almannahagsmunir geta réttlætt brot á þagnarskyldu Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur Fjármálaeftirlitsins (FME) leggur áherslu á að eftirlitið viðurkennir að í ákveðnum tilvikum geta almannahagsmunir réttlætt það að þagnarskyldum upplýsingum væri miðlað og að þegar svo háttaði til ættu þeir sem það gerðu ekki að hljóta refsingu. 17.9.2009 08:52 Skuldatryggingaálag ríkissjóðs vel undir 400 punktum Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hefur stöðugt lækkað undanfarna mánuði og er nú komið niður í tæpa 376 punkta. Hefur álagið ekki verið lægra í meir en eitt ár eða síðan síðasta sumar. 17.9.2009 08:05 Nauðsynleg aðgerð til bjargar Bakkavör Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir að kaup bræðranna á hlut Exista í Bakkavör hafi verið nauðsynleg til að bjarga Bakkavör. Ljóst sé að Exista fari í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða jafnvel gjaldþrot á næstu vikum 16.9.2009 18:41 Mun líklega verða stærsti eigandi Alfesca á ný Ólafur Ólafsson mun að öllum líkindum tryggja sér vel yfir helmingshlut í Alfesca og verða stærsti eigandi félagsins á nýjan leik. Slíkt mun Ólafur gera í gegnum nýtt félag sem hann stofnaði í byrjun árs. 16.9.2009 18:27 Þrotabú Fons ætlar ekki að rifta Iceland Express-viðskiptum Þrotabú Fons hyggst ekki rifta 300 milljóna króna hlutafjáraukningu í Iceland Express í nóvember á síðasta ári. Aukningin varð til þess að hlutur Fons í flugfélaginu minnkaði úr 99 prósentum í 7,9 prósent. Þetta kom fram á sérstökum fundi með kröfuhöfum þrotabús Fons í dag. 16.9.2009 16:50 Gengi Century Aluminium hækkar áfram Gengi hluta í Century Aluminium hækkaði um 5% í kauphöllinni í dag og er félagið þá komið í efsta sæti hvað varðar hækkun frá áramótum en hún nemur nú 32%. 16.9.2009 15:58 Eignir tryggingarfélaga hækkuðu um tæpan hálfan milljarð Heildareignir tryggingarfélaganna námu 121,8 milljarða kr. í lok júlí og hækkuðu um 478 milljónir kr. milli mánaða. 16.9.2009 15:38 Ísland var í 16. sæti yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðirnar Ísland var í 16. sæti listans yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðir heims árið 2006 með heildarafla upp á 1,35 milljónir tonna. 16.9.2009 15:26 Royal Court á Guernsey heimilar málsókn gegn neyðarlögunum Umsjónarmenn þrotabús Landsbankans á Guernsey, sem eru frá Deloitte, munu hefja málsókn fyrir íslenskum dómstóli gegn neyðarlögunum fari svo að þeim takist ekki að hámarka endurheimtur fyrir innistæðueigendur bankans á eyjunni. The Royal Court á Guernsey, æðsti dómstóll eyjunnar, hefur nú heimilað umsjónarmönnunum slíka málsókn. 16.9.2009 13:54 Vöruinnflutningur 44% minni en á sama tíma í fyrra Vöruinnflutningur var 44% minni að magni til á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma skrapp vöruútflutningur saman um tæp 4%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendi frá sér í morgun. 16.9.2009 12:59 Magma vill stærri hlut í Hs Orku Magma Energy stefnir á að eignast fimmtíu prósenta hlut í HS orku. Þessa sagði Ross Beaty, forstjóri fyrirtækisins, á símafundi vegna þriggja mánaða uppgjörs félagsins í gær. Magma á nú 43 prósenta hlut í félaginu. Beaty sagðist vinna að því hörðum höndum að auka hlut Magma í HS orku enn frekar. 16.9.2009 12:22 Spá óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 24. september næstkomandi. Vísar Greining til þess að í yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans 13. ágúst síðastliðinn segi að sterkari króna sé forsenda áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds. 16.9.2009 12:20 Sjá næstu 50 fréttir
Vísitala byggingarkostnaðar hækkar áfram Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2009 er 495,3 stig sem er hækkun um 0,65% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í október 2009. 21.9.2009 09:11
Kæra stjórnendur lífeyrissjóða vegna venslatengsla Tveir stjórnarmenn í VR kæra á morgun stjórn og stjórnendur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna til Fjármálaeftirlitsins vegna brota á samþykktum sjóðsins og lögum um lífeyrissjóði samkvæmt kvöldfréttum RÚV. 20.9.2009 19:22
Ástþór Magnússon: Vill kaupa gullforða Seðlabanka Íslands „Við erum í þeim bissniss að kaupa gull af fólki,“ segir Ástþór Magnússon, eigandi Goldbank á Spáni en hann sendi seðlabankastjóranum Má Guðmundssyni bréf í dag þar sem hann býðst til þess að kaupa gullforða bankans. Um er að ræða tvö tonn af gulli sem íslenski Seðlabankinn á. 20.9.2009 14:00
Íslendingar treysta RÚV best Um 75% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 (37,2%). 20.9.2009 13:17
Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. 19.9.2009 18:40
Almenni lífeyrissjóðurinn: Það var slæm hugmynd að fjárfesta í Baugi Almenni lífeyrissjóðurinn, sem rekinn var af Glitni, stóð fyrir rúmum þriðjungi af heildarlánum lífeyrissjóða til Baugs. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að með hliðsjón af því hversu illa fyrirtækin í landinu standi sé ljóst að skuldabréfakaup í Baugi hafi ekki verið góður kostur. 19.9.2009 18:51
Hafnfirðingar tapa milljörðum vegna lóða Hundrað fyrirtæki hafa skilað inn lóðum sínum í Hafnarfirði. Kostnaður bæjarins vegna lóðaskila undanfarna mánuði og uppbyggingar á ónýttum svæðum nemur um 10 milljörðum. 19.9.2009 18:44
Icelandair: Á þriðja tug uppsagna dregnar til baka „Við vorum búnir að gera áætlun fyrir veturinn en svo kemur í ljós að það horfir betur við en við töldum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en flugfélagið ákvað að draga uppsagnir 24 flugmanna til baka nú á dögunum. 19.9.2009 15:07
Norskur fjárfestir kaupir hlut í MP Banka Norski fjárfestirinn Endre Røsjø og MP Banki hf. hafa náð samkomulagi um að Røsjø eignist hlut í bankanum að loknum fyrirhuguðum hluthafafundi í næsta mánuði og verði þar með virkur hluthafi við framtíðarþróun bankans. 18.9.2009 21:05
Milljarða lán Milestone til Wernersbræðra einskis virði Sex milljarða króna lán Milestone til Karls og Steingríms Wernerssona, fyrrverandi eigenda félagsins, er einskis virði í bókum þess. Lánið var veitt til félags í eigu bræðranna og var meðal annars notað til að kaupa systur þeirra út úr Milestone. 18.9.2009 18:41
Seðlabankinn styrkir eftirlit með gjaldeyrisreglum Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að endurskipuleggja og efla starfsemi gjaldeyriseftirlits innan bankans. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að markmiðið með þeim breytingum sé að styrkja eftirlit með gildandi gjaldeyrishöftum. Gjaldeyriseftirlitið verður hér eftir sjálfstæð eining innan Seðlabankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra. 18.9.2009 14:56
Milestone úrskurðað gjaldþrota Stjórn Milestone ehf. hefur óskað eftir eftir því að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á ósk félagsins og kveðið upp úrskurð um að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. 18.9.2009 14:37
Sjávarútvegurinn á góðri siglingu í kreppunni Sjávarútvegur má nokkuð vel við una þegar litið er á umsvif útflutningsfyrirtækja landsins. Velta í fiskveiðum jókst um 11% að nafnvirði frá maí og júní í fyrra til sama tímabils í ár. 18.9.2009 13:13
Seðlabankinn styrkir gengi krónu með inngripum í morgun Krónan hefur sótt í sig veðrið í morgun eftir veikingu gærdagsins og skrifast styrkingin á inngrip Seðlabankans. Nemur styrking dagsins 0,6% það sem af er degi. 18.9.2009 12:38
SI: Vinnubrögð stjórnvalda valda töfum og tjóni Samtök iðnðarins (SI) gagnrýna harðlega vinnubrögð stjórnvalda í samskiptum við erlenda fjárfesta og uppbyggingu iðnaðar sem reiðir sig á nýtingu orkuauðlinda. Stjórnvöld eru ekki samstiga og senda frá sér misvísandi skilaboð. 18.9.2009 12:01
Vilja setja 150 milljónir í atvinnulíf Suðurnesja Næstkomandi fimmtudag 24. september verður aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja haldinn í Reykjanesbæ. Á fundinum verður afgreidd tillaga fráfarandi stjórnar um að félagið leggi til allt að 150 milljónir króna til eflingar atvinnulífs á Suðurnesjum. 18.9.2009 11:04
Greining: Ársverðbólgan verður 8% næstu sex mánuði Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir 4% hækkun verðlags næstu 6 mánuði, þ.e. mánuðina ágúst 2009 til febrúar 2010. Verðbólgan verður því ríflega 8% á ársgrundvelli á þessu tímabili gangi spáin eftir. 18.9.2009 10:19
Íslenskar vísitölur horfnar af heimskortinu FTSE, sem heldur utan um hlutabréfavísitölur heimsins, hefur ákveðið að hætta að birta þær íslensku í daglegum gögnum sínum. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Ísland segir í frétt um málið í viðskiptablaðinu Financial Times. 18.9.2009 08:28
Íslandssjóðir stofna nýjan verðbréfasjóð Íslandssjóðir hafa sett nýjan verðbréfasjóð á markað, Veltusafn, sem hentar vel til sparnaðar í skemmri tíma. Markmið sjóðsins er að nýta tækifæri á markaði með virkri stýringu innlána, víxla og ríkisskuldabréfa en á sama tíma að skila jafnri og stöðugri ávöxtun. 18.9.2009 08:15
Velta fyrirtækja hefur minnkað um 17,6% að raunvirðim milli ára Velta fyrirtækja hér á landi dróst saman um 7,7% að nafnvirði og 17,6% að raunvirði á milli ára samkvæmt gögnum sem Hagstofan vinnur upp úr virðisaukaskattsskýrslum fyrir tímabilið maí til júní. 18.9.2009 08:07
Fyrrverandi og núverandi ríkisskattstjóri rífast fyrir dómi Skúli Eggert Þórðarsson, ríkisskattstjóri, og Garðar Valdimarsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, takast nú á fyrir dómstólum, um túlkun skattalaga. Deilt er um hvort fyrrverandi forstjóri Straums eigi að greiða tekjuskatt vegna söluréttarsamnings, eða einungis fjármangstekjuskatt. 17.9.2009 18:41
Aðstoðarbankastjóri Kaupþings endurskoðaði aflandsfélög Kaupþing stofnaði og sá um endurskoðun á fjölmörgum félögum í skattaparadísum í gegnum endurskoðunarfyrirtæki á bresku jómfrúareyjunum. Fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Kaupþings, sem ekki er endurskoðandi, sá einnig um endurskoðun. 17.9.2009 18:09
Ágætur dagur í kauphöllinni Það var grænt á flestum tölum í kauphöllinni í dag og hækkaði úrvalsvísitalan OMX16 um 1,25%. Stendur vísitalan í rúmum 809 stigum. 17.9.2009 15:48
Nýtt verksmiðjuhús HB Granda tekur á sig mynd Nýtt verksmiðjuhús HB Granda á Vopnafirði, sem hýsa mun fiskmjölsverksmiðju félagsins, er nú sem óðast að taka á sig mynd. 17.9.2009 15:29
Aðgerðir gegn eftirliti bíða niðurstöðu rannsóknarnefndar Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að hugsanlegar aðgerðir, eins og til dæmis málsóknir, gegn eftirlitsaðilum vegna vinnubragða þeirra í aðdragenda efnahagshrunsins í haust munu bíða eftir niðurstöðum frá rannsóknarnefnd Alþings. 17.9.2009 15:11
Byr kominn með sjálfstæða erlenda greiðslumiðlun Nú hefur Byr opnað reikninga erlendis í öllum helstu myntum, það er evrum, pundum, dollurum, norskum, sænskum og dönskum krónum, svissneskum frönkum og jenum, og er því kominn með sjálfstæða greiðslumiðlun fyrir erlend viðskipti. 17.9.2009 13:48
Lúxushús við Holmen bitbein hjá þrotabúi Baugs Meðal þeirra eigna sem þrotabú Baugs og Gaumur eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu bítast nú um er lúxushús við Holmen í hjarta Kaupmannahafnar. Húsið er til sölu hjá fasteignasölunni Nybolig og er verðmiðinn 15 milljónir danskra kr. eða rúmlega 360 milljónir kr. 17.9.2009 13:41
Icelandair opnar nýjar höfuðstöðvar í Boston Nýjar höfuðstöðvar Icelandair í Vesturheimi eru formlega teknar í notkun í dag í Boston að viðstöddum fulltrúum borgar- og flugvallaryfirvalda auk lykilfólks úr flug- og ferðaþjónustunni í Massachusettsfylki. Hlutverk skrifstofunnar í Boston er að stýra markaðs- og sölustarfi Icelandair í Bandaríkjunum og Kanada og þar starfa um 25 manns. 17.9.2009 12:47
Dollarinn hefur lækkað nokkuð gagnvart krónunni Bandaríkjadollar hefur lækkað um tæpar 3 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði undanfarnar tvær vikur. Á sama tíma hefur verð evru hækkað um 2 kr. Gengi evru gagnvart dollara hefur hækkað mikið undanfarið og náði í morgun sínu hæsta gildi undanfarið ár, þegar evran var seld á 1,477 dollara. 17.9.2009 12:35
Verðbólgan á Íslandi margföld á við Evrópuríki Verðbólgan á Íslandi mældist 16,0% í ágúst og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Að meðaltali er verðbólgan nú um 0,6% meðal ríkja EES en -0,2% meðal ríkja evru svæðisins. 17.9.2009 12:09
Góður árangur hjá Mannviti í Ungverjalandi Verkfræðistofan Mannvit lauk því að bora fyrstu holuna í bænum Szentlörinc í suðvesturhluta Ungverjalands í síðustu viku. Holan er 1.820 metra djúp og fyrstu prófanir og mælingar á eiginleikum borholunnar gefa til kynna góðan árangur. 17.9.2009 11:52
Rekstri Verðbréfunar hf. verður hætt Stjórn Verðbréfunar hf. samþykkti á fundi sínum þann 16. september 2009 samkomulag við NBI hf. um kaup á útistandandi skuldabréfum Verðbréfunar hf. á uppgreiðsluvirði safnbréfanna. Rekstri Verðbréfunar hf. verður því hætt. 17.9.2009 11:05
Exista ræður erlendan ráðgjafa í endurskipulagningu Exista hefur ráðið til sín ráðgjafarfyrirtækið Talbot Hughes McKillop sem munu leiða vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu Exista og samningaviðræður við bæði innlenda og erlenda lánveitendur félagsins. 17.9.2009 10:57
FME: Almannahagsmunir geta réttlætt brot á þagnarskyldu Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur Fjármálaeftirlitsins (FME) leggur áherslu á að eftirlitið viðurkennir að í ákveðnum tilvikum geta almannahagsmunir réttlætt það að þagnarskyldum upplýsingum væri miðlað og að þegar svo háttaði til ættu þeir sem það gerðu ekki að hljóta refsingu. 17.9.2009 08:52
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs vel undir 400 punktum Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hefur stöðugt lækkað undanfarna mánuði og er nú komið niður í tæpa 376 punkta. Hefur álagið ekki verið lægra í meir en eitt ár eða síðan síðasta sumar. 17.9.2009 08:05
Nauðsynleg aðgerð til bjargar Bakkavör Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir að kaup bræðranna á hlut Exista í Bakkavör hafi verið nauðsynleg til að bjarga Bakkavör. Ljóst sé að Exista fari í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða jafnvel gjaldþrot á næstu vikum 16.9.2009 18:41
Mun líklega verða stærsti eigandi Alfesca á ný Ólafur Ólafsson mun að öllum líkindum tryggja sér vel yfir helmingshlut í Alfesca og verða stærsti eigandi félagsins á nýjan leik. Slíkt mun Ólafur gera í gegnum nýtt félag sem hann stofnaði í byrjun árs. 16.9.2009 18:27
Þrotabú Fons ætlar ekki að rifta Iceland Express-viðskiptum Þrotabú Fons hyggst ekki rifta 300 milljóna króna hlutafjáraukningu í Iceland Express í nóvember á síðasta ári. Aukningin varð til þess að hlutur Fons í flugfélaginu minnkaði úr 99 prósentum í 7,9 prósent. Þetta kom fram á sérstökum fundi með kröfuhöfum þrotabús Fons í dag. 16.9.2009 16:50
Gengi Century Aluminium hækkar áfram Gengi hluta í Century Aluminium hækkaði um 5% í kauphöllinni í dag og er félagið þá komið í efsta sæti hvað varðar hækkun frá áramótum en hún nemur nú 32%. 16.9.2009 15:58
Eignir tryggingarfélaga hækkuðu um tæpan hálfan milljarð Heildareignir tryggingarfélaganna námu 121,8 milljarða kr. í lok júlí og hækkuðu um 478 milljónir kr. milli mánaða. 16.9.2009 15:38
Ísland var í 16. sæti yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðirnar Ísland var í 16. sæti listans yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðir heims árið 2006 með heildarafla upp á 1,35 milljónir tonna. 16.9.2009 15:26
Royal Court á Guernsey heimilar málsókn gegn neyðarlögunum Umsjónarmenn þrotabús Landsbankans á Guernsey, sem eru frá Deloitte, munu hefja málsókn fyrir íslenskum dómstóli gegn neyðarlögunum fari svo að þeim takist ekki að hámarka endurheimtur fyrir innistæðueigendur bankans á eyjunni. The Royal Court á Guernsey, æðsti dómstóll eyjunnar, hefur nú heimilað umsjónarmönnunum slíka málsókn. 16.9.2009 13:54
Vöruinnflutningur 44% minni en á sama tíma í fyrra Vöruinnflutningur var 44% minni að magni til á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma skrapp vöruútflutningur saman um tæp 4%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan sendi frá sér í morgun. 16.9.2009 12:59
Magma vill stærri hlut í Hs Orku Magma Energy stefnir á að eignast fimmtíu prósenta hlut í HS orku. Þessa sagði Ross Beaty, forstjóri fyrirtækisins, á símafundi vegna þriggja mánaða uppgjörs félagsins í gær. Magma á nú 43 prósenta hlut í félaginu. Beaty sagðist vinna að því hörðum höndum að auka hlut Magma í HS orku enn frekar. 16.9.2009 12:22
Spá óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 24. september næstkomandi. Vísar Greining til þess að í yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans 13. ágúst síðastliðinn segi að sterkari króna sé forsenda áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds. 16.9.2009 12:20