Fleiri fréttir Vöruskiptin hagstæð um 8,7 milljarða í júní Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní 2009 nam útflutningur tæpum 40,8 milljörðum króna og innflutningur 32,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní, voru því hagstæð um 8,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þá segir að vísbendingar séu um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og meira verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara en minni innflutning á eldsneyti í júní 2009 miðað við maí 2009. 2.7.2009 09:07 Stýrivextir óbreyttir í 12% Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%. 2.7.2009 09:01 Úrvalsvísitalan hækkar milli fjórðunga í fyrsta sinn síðan 2007 Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 21,3% á öðrum ársfjórðungi en líta þarf til baka til 2. ársfjórðungs 2007 til að sjá síðast hækkun milli ársfjórðunga. Á fyrsta ársfjórðungi lækkaði úrvalsvísitalan um nærri 40% þannig að á fyrri árshelmingi lækkaði hún um fjórðung. 2.7.2009 08:53 AGS: Stýrivextir eiga að vera óbreyttir Seðlabankinn ætti að hafa stuðning við krónuna að leiðarljósi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðun klukkan níu í dag. Þetta segir Franek Rozwadowski talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í viðtali við Bloomberg fréttaveituna. Hann segir að tilmæli sjóðsins séu þau að nota eigi gengi krónunnar til þess að halda verðbólgunni niðri. Þetta túlkar Bloomberg á þann veg að stýrivextir eigi að vera óbreyttir að mati AGS. 2.7.2009 08:13 Íslandsbanki umsvifamestur á skuldabréfamarkaði Íslandsbanki er sá kauphallaraðili sem er með mesta veltu á skuldabréfamarkaði kauphöllinni fyrstu sex mánuðum ársins með samtals um 27,6% hlutdeild. Samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni var markaðshlutdeild MP Banka 27,2%. 2.7.2009 08:10 Yfir 300 læknar með hærri laun en forsætisráðherra Nær 340 læknar á launaskrá hins opinbera eru með hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Það er 935.000 kr. á mánuði í laun. Ef laun þessara lækna væru lækkuð niður í laun forsætisráðherra mætti spara 1,5 milljarð kr. á hverju ári. 1.7.2009 19:58 Svíar lána okkur mest Norðurlandaþjóða Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur íslenska ríkið tekið að láni jafnvirði 2,5 milljarða Bandaríkjadala hjá Svíum, Norðmönnum, Dönum og Finnum. Lánið jafngildir tæpum 318 milljörðum króna. 1.7.2009 16:30 Peningaþvottur í knattspyrnunni? Knattspyrna er langvinsælasta íþrótt í heimi. Nú er talin hætta á að glæpamenn nýti hana í öðrum tilgangi en þeim sem til er ætlast. Talið er að glæpamenn sem stunda peningaþvætti, kaupi knattspyrnulið, flytji leikmenn á milli liða og veðji á úrslit knattspyrnuleikja. 1.7.2009 15:36 Mentor náði góðum samningi í Svíþjóð Mentor skrifaði í vikunni undir samning við Örebro í Svíþjóð um að innleiða tölvukerfið InfoMentor í alla grunnskóla sveitarfélagsins. Um er að ræða 47 grunnskóla með rúmlega 15.000 nemendum og 1.000 kennurum. Þetta er stærsti samningur sem Mentor hefur gert enn Örebro er sjöunda stærsta sveitarfélag Svíþjóðar. 1.7.2009 16:03 Hagdeild ASÍ birtir svarta efnahagsspá Nú gengur yfir mesta samdráttarskeið í íslensku efnahagslífi á síðari tímum. Framundan eru tvö erfið ár þar sem landsframleiðsla dregst mikið saman og lífskjör rýrna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá Hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2012. 1.7.2009 14:59 Vextir af norrænu lánunum eru 3,85% Vextir af lánum þeim sem hin Norðurlöndin ætla að veita Íslandi eru 3,85% eins og staðan er í dag. 1.7.2009 13:48 Förum ekki undir kostnaðarverð segir forstjóri VALITOR Eins og kom fram á Vísi fyrir stundu fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá samkeppnisaðilanum, Borgun. Ekkert til í þessu, segir Forstjóri VALITOR. 1.7.2009 13:05 Samkeppniseftirlitið fór í húsleit hjá VALITOR Í morgun fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR að Laugavegi 77 í Reykjavík og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá keppinautnum Borgun um meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. 1.7.2009 12:18 Landsvirkjun þarf að greiða 32 milljarða í ár og á næsta ári Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg þarf Landsvirkjun að standa skil á ríflega 250 milljónum dollara eða tæpum 32 milljörðum kr. á þessu og næsta ári í afborganir af lánum og skuldabréfum, og að auki greiða vexti. 1.7.2009 11:58 Nauðasamningar og afskráning hjá Eimskip Eimskip lagði fram beiðni um heimild til nauðasamningsumleitana hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Áform þessa efnis voru kynnt á aðalfundi félagsins í gær, 30. júní 2009. 1.7.2009 11:25 Norðurlönd ganga frá neyðarlánum til Íslands Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland skrifuðu undir lán sín til Íslands í dag en í heildina nema þessi lán tæpum 1,8 milljarði evra eða um 360 milljörðum kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka Noregs (Norges Bank) og norska fjármálaráðuneytinu. 1.7.2009 10:22 Spáir óbreyttum stýrivöxtum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birtir ákvörðun um stýrivexti á fimmtudag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að nefndin ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%. 1.7.2009 09:52 WSJ: Yucaipa bara á höttunum eftir frystigeymslu Eimskips Blaðið The Wall Street Journal (WSJ) fjallar um kaup eignarhaldsfélagsins Yucaipa á 32% hlut í nýju Eimskipi og segir að þar sé félagið bara á höttunum eftir kæli- og frystigeymslunum Versacold Atlas í Kanada með þessum kaupum. 1.7.2009 09:23 Verðmæti framleiðsluvara jókst um 160 milljarða milli ára Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008 var 545 milljarðar króna sem er aukning um rúma 160 milljarða króna frá árinu 2007 og 10,6% aukning að raungildi. 1.7.2009 09:02 Kaupþingsforstjórar með kúlulán Kaupþingsforstjórarnir fyrrverandi, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, voru árið 2006 með lán hjá Kaupþingi upp á samtals 5,4 milljarða króna. 1.7.2009 08:18 Hlé á útgáfu Markaðarins Hlé verður gert á útgáfu Markaðarins, vikurits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, yfir sumarmánuðina. 1.7.2009 06:00 "Lífsnauðsynlegt skref" segir forstjóri Eimskips „Ég tel þetta vera lífsnauðsynlegt skref í ferli sem miðar að endurreisn Eimskips og að drög að nauðasamningum bjóði upp á bestu fáanlegu útkomu fyrir alla lánardrottna samstæðunnar,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips um þær aðgerðir sem kynntar voru rétt áðan. 30.6.2009 16:48 Nýtt Eimskip stofnað - verður 32% í eigu erlends félags Eimskip áformar að stofna nýtt fjárhagslega öflugt flutninga- og vörustjórnunarfyrirtæki. Nýtt og endurreist félag verður að fullu í eigu lánardrottna Eimskips. Meðal þeirra er bandaríska fjárfestingarfélagið The Yucaipa Companies með um 32% eignarhlut sem jafnframt leggur félaginu til 15 milljónir evra. 30.6.2009 16:36 Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar lækkuð Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar vegna erlendra skuldbindinga úr BBB-(athugunarlisti) í BB (stöðugar horfur). Lánshæfi á innlendum skuldbindingum lækkar einnig í BB (stöðugar horfur). 30.6.2009 16:09 Helgi Sigurðsson hættur hjá Nýja Kaupþingi Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Nýja Kaupþings, hefur sagt starfi sínu lausi frá og með deginum í dag. Ákvörðunin kemur í kjölfar umfjöllunar um aðkomu Helga að kaupréttarsamningum starfsmanna gamla Kaupþings. 30.6.2009 15:54 Alcoa neitar spákaupmennsku með krónuna Alcoa Fjarðarál sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um gjaldeyrisviðskipti fyrirtæksins á alþjóðlegum mörkuðum. 30.6.2009 15:15 Tap Eimskips 38,5 milljarðar á öðrum ársfjórðungi Tap Eimskips eftir skatta var 214,5 milljónir evra, eða 38,5 milljarðar kr. á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 100,8 milljóna evra tap á sama tímabili í fyrra. 30.6.2009 17:02 Nýjar reglur hjá Seðlabankanum Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurskoðun á reglum um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands. Nýjar reglur munu taka gildi á morgun en tilgangur með endurskoðun reglnanna er að skýra betur þá fyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitir fjármálafyrirtækjum. 30.6.2009 16:45 Töluverð velta með hlutbréf í kauphöllinni Dagurinn hefur verið með líflegra móti á hlutabréfamarkaðinum í kauphöllinni. Viðskipti með tvö félög hafa farið yfir 100 milljónir kr. á hvoru um sig. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,4% og stendur í 265 stigum. 30.6.2009 15:21 Exista íhugar lögsókn eftir úrskurð fyrirtækjaskrár Exista ætlar í framhaldi af úrskurði fyrirtækjaskrár ríkisskattsstjóra um ólögmæta hlutafjárhækkun félagsins að fara yfir réttarstöðu sína og áskilur sér allan rétt í þeim efnum. 30.6.2009 14:40 Minni útgáfa íbúðabréfa í ár en áætlað var Líklegt er að útgáfa íbúðabréfa reynist talsvert minni á þessu ári en áætlun Íbúðalánasjóðs (ÍLS) frá apríl síðastliðnum gerði ráð fyrir. Sjóðurinn sendi í morgun frá sér tilkynningu um að ekki yrði farið í frekari útgáfu íbúðabréfa á öðrum ársfjórðungi, enda verður botninn sleginn í fjórðunginn í lok dagsins í dag. 30.6.2009 13:52 Unga fólkið bætist í hóp svartsýnna landsmanna Væntingar neytenda drógust saman í júní annan mánuðinn í röð. Mælist Væntingavísitala Capacent Gallup sem birt var í morgun nú 12% lægri en hún var í fyrri mánuði og stendur í 26,4 stigum. Vísitalan mælir væntingar neytanda til efnahags- og atvinnulífsins. Væntingar ungs fólks dragast mikið saman. 30.6.2009 13:28 Tölvupóstkerfi Seðlabankans komið í lag á ný Tölvupóstkerfi Seðlabankans er komið í lag á ný en það varð óaðgengilegt um tíma í gærdag. 30.6.2009 13:20 Lárus hættir í skilanefnd Landsbankans Lárus Finnbogason hefur látið af störfum í Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. að eigin ósk. Lárus hefur um tæplega níu mánaða skeið gegnt formennsku í nefndinni. 30.6.2009 13:17 Aflaheimildir notaðar sem skiptimynt í braski útgerða Núverandi handhafar aflaheimilda geta hagnast gríðarlega á því að hafa heimildir í vannýttum tegundum eins og t.d. úthafsrækju undir höndum til þess að geta leigt út aðrar og dýrari tegundir, t.d. í þorski og ýsu, til kvótalítilla útgerða, þ.e. svokallaðra leiguliða. 30.6.2009 12:29 Byr leggur niður póst, kúnnar spara 12.000 krónur Frá og með mánaðamótunum júlí – ágúst hættir Byr sparisjóður að senda út með pósti yfirlit reikninga og kreditkorta ásamt greiðsluseðlum lána og kreditkorta. Viðskiptavinir Byrs fá eftir sem áður öll yfirlit rafrænt í gegnum heimabankann sinn. 30.6.2009 12:05 Pistill: Lánshæfismat bankanna mjög lélegt næstu árin Frétt um að matsfyrirtækið Moody´s segi neikvæðar horfur hjá íslensku bönkunum kemur ekki á óvart og raunar má gefa sér að lánshæfismat þeirra verði mjög lélegt a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Það er ef slíkt mat verður á annað borð gefið út á þessu tímabili. Því muni bankarnir ekki eiga neina möguleika á að afla sér lánsfjár á erlendum mörkuðum frekar en ríkissjóður. 30.6.2009 11:20 Er hægt að bjarga Íslandi? Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. 30.6.2009 11:16 Lengstu ríkis/íbúðabréfin falla töluvert í verði Lengstu flokkar ríkisbréfa og íbúðabréfa hafa fallið töluvert í verði undanfarna sjö daga. Þannig hafa lengstu ríkisbréfin (RB19 og RB25) fallið um 3,4-3,5% og lengstu íbúðabréfin (HFF34 og HFF44) um 4-4,2%. 30.6.2009 10:17 Moody´s: Neikvæðar horfur fyrir íslenska bankakerfið Matsfyrirtækið Moody´s segir að horfurnar fyrir íslenska bankakerfið séu áfram neikvæðar hvað varðar lánshæfi þeirra í grundvallaratriðum. Þetta sé einkum vegna þess mikla verkefnis sem er framundan við að endurbyggja bankakerfið. 30.6.2009 09:28 Vöruskiptin 65,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra Fyrstu fimm mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 171,1 milljarð króna en inn fyrir 146,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 24,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 41,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 65,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 30.6.2009 09:09 Starfsfólki skilanefnda fjölgar Skilanefndir tveggja af viðskiptabönkunum þremur eru með samtals 187 starfsmenn í vinnu, auk þess að ráða verktaka tímabundið til ákveðinna verkefna. Starfsmönnunum hefur fjölgað talsvert undanfarna mánuði, að því er fram kemur í svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. 30.6.2009 06:00 deCode snýr aftur með trompi Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa í samvinnu við sérfræðinga frá Danmörku og Hollandi uppgötvað fylgni á milli nýrnasteina og beinþynningar. Niðurstöður benda til að 60 prósent manna séu með erfðaefni sem auki líkurnar á að þeir fái nýrnasteina um 65 prósent. Líkur eru sömuleiðis á að genið valdi beinþynningu í mjöðm og mjóbaki kvenna. 30.6.2009 06:00 Einkabankaþjónusta Nordea best „Við fengum vinnu hér úti einfaldlega af því að við erum íslenskir bankamenn," segir Sveinn Helgason, starfsmaður norræna risabankans Nordea í Lúxemborg. Hann vinnur nú að því ásamt Herði Guðmundssyni að setja upp sérstaka deild fyrir íslenska viðskiptavini bankans. 30.6.2009 06:00 Betri tíð endurspeglast í löngum skuldabréfum Skuldabréfaútgáfa Lánasýslunnar er næstum jafn mikil nú og gert var ráð fyrir á árinu öllu. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum segir hinu opinbera hafa gengið vel að fjármagna sig með skuldabréfaútgáfu. 30.6.2009 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vöruskiptin hagstæð um 8,7 milljarða í júní Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní 2009 nam útflutningur tæpum 40,8 milljörðum króna og innflutningur 32,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní, voru því hagstæð um 8,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þá segir að vísbendingar séu um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og meira verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara en minni innflutning á eldsneyti í júní 2009 miðað við maí 2009. 2.7.2009 09:07
Stýrivextir óbreyttir í 12% Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%. 2.7.2009 09:01
Úrvalsvísitalan hækkar milli fjórðunga í fyrsta sinn síðan 2007 Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 21,3% á öðrum ársfjórðungi en líta þarf til baka til 2. ársfjórðungs 2007 til að sjá síðast hækkun milli ársfjórðunga. Á fyrsta ársfjórðungi lækkaði úrvalsvísitalan um nærri 40% þannig að á fyrri árshelmingi lækkaði hún um fjórðung. 2.7.2009 08:53
AGS: Stýrivextir eiga að vera óbreyttir Seðlabankinn ætti að hafa stuðning við krónuna að leiðarljósi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðun klukkan níu í dag. Þetta segir Franek Rozwadowski talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í viðtali við Bloomberg fréttaveituna. Hann segir að tilmæli sjóðsins séu þau að nota eigi gengi krónunnar til þess að halda verðbólgunni niðri. Þetta túlkar Bloomberg á þann veg að stýrivextir eigi að vera óbreyttir að mati AGS. 2.7.2009 08:13
Íslandsbanki umsvifamestur á skuldabréfamarkaði Íslandsbanki er sá kauphallaraðili sem er með mesta veltu á skuldabréfamarkaði kauphöllinni fyrstu sex mánuðum ársins með samtals um 27,6% hlutdeild. Samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni var markaðshlutdeild MP Banka 27,2%. 2.7.2009 08:10
Yfir 300 læknar með hærri laun en forsætisráðherra Nær 340 læknar á launaskrá hins opinbera eru með hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Það er 935.000 kr. á mánuði í laun. Ef laun þessara lækna væru lækkuð niður í laun forsætisráðherra mætti spara 1,5 milljarð kr. á hverju ári. 1.7.2009 19:58
Svíar lána okkur mest Norðurlandaþjóða Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur íslenska ríkið tekið að láni jafnvirði 2,5 milljarða Bandaríkjadala hjá Svíum, Norðmönnum, Dönum og Finnum. Lánið jafngildir tæpum 318 milljörðum króna. 1.7.2009 16:30
Peningaþvottur í knattspyrnunni? Knattspyrna er langvinsælasta íþrótt í heimi. Nú er talin hætta á að glæpamenn nýti hana í öðrum tilgangi en þeim sem til er ætlast. Talið er að glæpamenn sem stunda peningaþvætti, kaupi knattspyrnulið, flytji leikmenn á milli liða og veðji á úrslit knattspyrnuleikja. 1.7.2009 15:36
Mentor náði góðum samningi í Svíþjóð Mentor skrifaði í vikunni undir samning við Örebro í Svíþjóð um að innleiða tölvukerfið InfoMentor í alla grunnskóla sveitarfélagsins. Um er að ræða 47 grunnskóla með rúmlega 15.000 nemendum og 1.000 kennurum. Þetta er stærsti samningur sem Mentor hefur gert enn Örebro er sjöunda stærsta sveitarfélag Svíþjóðar. 1.7.2009 16:03
Hagdeild ASÍ birtir svarta efnahagsspá Nú gengur yfir mesta samdráttarskeið í íslensku efnahagslífi á síðari tímum. Framundan eru tvö erfið ár þar sem landsframleiðsla dregst mikið saman og lífskjör rýrna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá Hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2012. 1.7.2009 14:59
Vextir af norrænu lánunum eru 3,85% Vextir af lánum þeim sem hin Norðurlöndin ætla að veita Íslandi eru 3,85% eins og staðan er í dag. 1.7.2009 13:48
Förum ekki undir kostnaðarverð segir forstjóri VALITOR Eins og kom fram á Vísi fyrir stundu fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá samkeppnisaðilanum, Borgun. Ekkert til í þessu, segir Forstjóri VALITOR. 1.7.2009 13:05
Samkeppniseftirlitið fór í húsleit hjá VALITOR Í morgun fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR að Laugavegi 77 í Reykjavík og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá keppinautnum Borgun um meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. 1.7.2009 12:18
Landsvirkjun þarf að greiða 32 milljarða í ár og á næsta ári Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg þarf Landsvirkjun að standa skil á ríflega 250 milljónum dollara eða tæpum 32 milljörðum kr. á þessu og næsta ári í afborganir af lánum og skuldabréfum, og að auki greiða vexti. 1.7.2009 11:58
Nauðasamningar og afskráning hjá Eimskip Eimskip lagði fram beiðni um heimild til nauðasamningsumleitana hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Áform þessa efnis voru kynnt á aðalfundi félagsins í gær, 30. júní 2009. 1.7.2009 11:25
Norðurlönd ganga frá neyðarlánum til Íslands Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland skrifuðu undir lán sín til Íslands í dag en í heildina nema þessi lán tæpum 1,8 milljarði evra eða um 360 milljörðum kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka Noregs (Norges Bank) og norska fjármálaráðuneytinu. 1.7.2009 10:22
Spáir óbreyttum stýrivöxtum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birtir ákvörðun um stýrivexti á fimmtudag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að nefndin ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%. 1.7.2009 09:52
WSJ: Yucaipa bara á höttunum eftir frystigeymslu Eimskips Blaðið The Wall Street Journal (WSJ) fjallar um kaup eignarhaldsfélagsins Yucaipa á 32% hlut í nýju Eimskipi og segir að þar sé félagið bara á höttunum eftir kæli- og frystigeymslunum Versacold Atlas í Kanada með þessum kaupum. 1.7.2009 09:23
Verðmæti framleiðsluvara jókst um 160 milljarða milli ára Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008 var 545 milljarðar króna sem er aukning um rúma 160 milljarða króna frá árinu 2007 og 10,6% aukning að raungildi. 1.7.2009 09:02
Kaupþingsforstjórar með kúlulán Kaupþingsforstjórarnir fyrrverandi, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, voru árið 2006 með lán hjá Kaupþingi upp á samtals 5,4 milljarða króna. 1.7.2009 08:18
Hlé á útgáfu Markaðarins Hlé verður gert á útgáfu Markaðarins, vikurits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, yfir sumarmánuðina. 1.7.2009 06:00
"Lífsnauðsynlegt skref" segir forstjóri Eimskips „Ég tel þetta vera lífsnauðsynlegt skref í ferli sem miðar að endurreisn Eimskips og að drög að nauðasamningum bjóði upp á bestu fáanlegu útkomu fyrir alla lánardrottna samstæðunnar,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips um þær aðgerðir sem kynntar voru rétt áðan. 30.6.2009 16:48
Nýtt Eimskip stofnað - verður 32% í eigu erlends félags Eimskip áformar að stofna nýtt fjárhagslega öflugt flutninga- og vörustjórnunarfyrirtæki. Nýtt og endurreist félag verður að fullu í eigu lánardrottna Eimskips. Meðal þeirra er bandaríska fjárfestingarfélagið The Yucaipa Companies með um 32% eignarhlut sem jafnframt leggur félaginu til 15 milljónir evra. 30.6.2009 16:36
Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar lækkuð Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar vegna erlendra skuldbindinga úr BBB-(athugunarlisti) í BB (stöðugar horfur). Lánshæfi á innlendum skuldbindingum lækkar einnig í BB (stöðugar horfur). 30.6.2009 16:09
Helgi Sigurðsson hættur hjá Nýja Kaupþingi Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Nýja Kaupþings, hefur sagt starfi sínu lausi frá og með deginum í dag. Ákvörðunin kemur í kjölfar umfjöllunar um aðkomu Helga að kaupréttarsamningum starfsmanna gamla Kaupþings. 30.6.2009 15:54
Alcoa neitar spákaupmennsku með krónuna Alcoa Fjarðarál sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um gjaldeyrisviðskipti fyrirtæksins á alþjóðlegum mörkuðum. 30.6.2009 15:15
Tap Eimskips 38,5 milljarðar á öðrum ársfjórðungi Tap Eimskips eftir skatta var 214,5 milljónir evra, eða 38,5 milljarðar kr. á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 100,8 milljóna evra tap á sama tímabili í fyrra. 30.6.2009 17:02
Nýjar reglur hjá Seðlabankanum Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurskoðun á reglum um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands. Nýjar reglur munu taka gildi á morgun en tilgangur með endurskoðun reglnanna er að skýra betur þá fyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitir fjármálafyrirtækjum. 30.6.2009 16:45
Töluverð velta með hlutbréf í kauphöllinni Dagurinn hefur verið með líflegra móti á hlutabréfamarkaðinum í kauphöllinni. Viðskipti með tvö félög hafa farið yfir 100 milljónir kr. á hvoru um sig. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,4% og stendur í 265 stigum. 30.6.2009 15:21
Exista íhugar lögsókn eftir úrskurð fyrirtækjaskrár Exista ætlar í framhaldi af úrskurði fyrirtækjaskrár ríkisskattsstjóra um ólögmæta hlutafjárhækkun félagsins að fara yfir réttarstöðu sína og áskilur sér allan rétt í þeim efnum. 30.6.2009 14:40
Minni útgáfa íbúðabréfa í ár en áætlað var Líklegt er að útgáfa íbúðabréfa reynist talsvert minni á þessu ári en áætlun Íbúðalánasjóðs (ÍLS) frá apríl síðastliðnum gerði ráð fyrir. Sjóðurinn sendi í morgun frá sér tilkynningu um að ekki yrði farið í frekari útgáfu íbúðabréfa á öðrum ársfjórðungi, enda verður botninn sleginn í fjórðunginn í lok dagsins í dag. 30.6.2009 13:52
Unga fólkið bætist í hóp svartsýnna landsmanna Væntingar neytenda drógust saman í júní annan mánuðinn í röð. Mælist Væntingavísitala Capacent Gallup sem birt var í morgun nú 12% lægri en hún var í fyrri mánuði og stendur í 26,4 stigum. Vísitalan mælir væntingar neytanda til efnahags- og atvinnulífsins. Væntingar ungs fólks dragast mikið saman. 30.6.2009 13:28
Tölvupóstkerfi Seðlabankans komið í lag á ný Tölvupóstkerfi Seðlabankans er komið í lag á ný en það varð óaðgengilegt um tíma í gærdag. 30.6.2009 13:20
Lárus hættir í skilanefnd Landsbankans Lárus Finnbogason hefur látið af störfum í Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. að eigin ósk. Lárus hefur um tæplega níu mánaða skeið gegnt formennsku í nefndinni. 30.6.2009 13:17
Aflaheimildir notaðar sem skiptimynt í braski útgerða Núverandi handhafar aflaheimilda geta hagnast gríðarlega á því að hafa heimildir í vannýttum tegundum eins og t.d. úthafsrækju undir höndum til þess að geta leigt út aðrar og dýrari tegundir, t.d. í þorski og ýsu, til kvótalítilla útgerða, þ.e. svokallaðra leiguliða. 30.6.2009 12:29
Byr leggur niður póst, kúnnar spara 12.000 krónur Frá og með mánaðamótunum júlí – ágúst hættir Byr sparisjóður að senda út með pósti yfirlit reikninga og kreditkorta ásamt greiðsluseðlum lána og kreditkorta. Viðskiptavinir Byrs fá eftir sem áður öll yfirlit rafrænt í gegnum heimabankann sinn. 30.6.2009 12:05
Pistill: Lánshæfismat bankanna mjög lélegt næstu árin Frétt um að matsfyrirtækið Moody´s segi neikvæðar horfur hjá íslensku bönkunum kemur ekki á óvart og raunar má gefa sér að lánshæfismat þeirra verði mjög lélegt a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Það er ef slíkt mat verður á annað borð gefið út á þessu tímabili. Því muni bankarnir ekki eiga neina möguleika á að afla sér lánsfjár á erlendum mörkuðum frekar en ríkissjóður. 30.6.2009 11:20
Er hægt að bjarga Íslandi? Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. 30.6.2009 11:16
Lengstu ríkis/íbúðabréfin falla töluvert í verði Lengstu flokkar ríkisbréfa og íbúðabréfa hafa fallið töluvert í verði undanfarna sjö daga. Þannig hafa lengstu ríkisbréfin (RB19 og RB25) fallið um 3,4-3,5% og lengstu íbúðabréfin (HFF34 og HFF44) um 4-4,2%. 30.6.2009 10:17
Moody´s: Neikvæðar horfur fyrir íslenska bankakerfið Matsfyrirtækið Moody´s segir að horfurnar fyrir íslenska bankakerfið séu áfram neikvæðar hvað varðar lánshæfi þeirra í grundvallaratriðum. Þetta sé einkum vegna þess mikla verkefnis sem er framundan við að endurbyggja bankakerfið. 30.6.2009 09:28
Vöruskiptin 65,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra Fyrstu fimm mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 171,1 milljarð króna en inn fyrir 146,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 24,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 41,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 65,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 30.6.2009 09:09
Starfsfólki skilanefnda fjölgar Skilanefndir tveggja af viðskiptabönkunum þremur eru með samtals 187 starfsmenn í vinnu, auk þess að ráða verktaka tímabundið til ákveðinna verkefna. Starfsmönnunum hefur fjölgað talsvert undanfarna mánuði, að því er fram kemur í svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. 30.6.2009 06:00
deCode snýr aftur með trompi Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa í samvinnu við sérfræðinga frá Danmörku og Hollandi uppgötvað fylgni á milli nýrnasteina og beinþynningar. Niðurstöður benda til að 60 prósent manna séu með erfðaefni sem auki líkurnar á að þeir fái nýrnasteina um 65 prósent. Líkur eru sömuleiðis á að genið valdi beinþynningu í mjöðm og mjóbaki kvenna. 30.6.2009 06:00
Einkabankaþjónusta Nordea best „Við fengum vinnu hér úti einfaldlega af því að við erum íslenskir bankamenn," segir Sveinn Helgason, starfsmaður norræna risabankans Nordea í Lúxemborg. Hann vinnur nú að því ásamt Herði Guðmundssyni að setja upp sérstaka deild fyrir íslenska viðskiptavini bankans. 30.6.2009 06:00
Betri tíð endurspeglast í löngum skuldabréfum Skuldabréfaútgáfa Lánasýslunnar er næstum jafn mikil nú og gert var ráð fyrir á árinu öllu. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum segir hinu opinbera hafa gengið vel að fjármagna sig með skuldabréfaútgáfu. 30.6.2009 04:00