Viðskipti innlent

"Lífsnauðsynlegt skref" segir forstjóri Eimskips

„Ég tel þetta vera lífsnauðsynlegt skref í ferli sem miðar að endurreisn Eimskips og að drög að nauðasamningum bjóði upp á bestu fáanlegu útkomu fyrir alla lánardrottna samstæðunnar," segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips um þær aðgerðir sem kynntar voru rétt áðan.

„Ég vona að lánardrottnar okkar verði á sama máli og greiði atkvæði með þessum drögum sem munu gefa Eimskip fjárhagslegan styrk til að takast á við efnahagslega erfiðleika og leggja grundvöll að virðisaukningu í framtíðinni."

Gylfi segir einnig í tilkynningu um málið að það er sér sérstök ánægja að tilkynna aðild Yucaipa að Eimskip því hann telur að stuðningur erlends fjárfestingarsjóðs við íslenskt fyrirtæki sé mjög jákvætt skref fyrir hagkerfi landsins í heild og sýni að erlendir fjárfestar eru reiðubúnir að fjárfesta á Íslandi.

„Yucaipa er ekki einungis fjárfestir heldur samstarfsaðili sem mun leggja til rekstrarlega sérþekkingu og valkosti við stefnumótun fyrir endurreista starfsemi okkar," segir Gísli. „Við hlökkum til að kanna valkosti fyrir Eimskip og önnur félög í eignasafni Yucaipa til að virkja augljós tækifæri til samvinnu milli þeirra í sambandi við kæligeymslu- og frystigámarekstur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×