Viðskipti innlent

AGS: Stýrivextir eiga að vera óbreyttir

Fulltrúar AGS, Franek Rozwadowski ásamt Mark Flanagan.
Fulltrúar AGS, Franek Rozwadowski ásamt Mark Flanagan.

Seðlabankinn ætti að hafa stuðning við krónuna að leiðarljósi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðun klukkan níu í dag. Þetta segir Franek Rozwadowski talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í viðtali við Bloomberg fréttaveituna. Hann segir að tilmæli sjóðsins séu þau að nota eigi gengi krónunnar til þess að halda verðbólgunni niðri. Þetta túlkar Bloomberg á þann veg að stýrivextir eigi að vera óbreyttir að mati AGS.

„Það á að hafa gengi gjaldmiðilsins í huga þegar kemur að peningastefnunni og vaxtastefnan er ekki undanskilin þar, segir Rozwadowski. Vaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt klukkan níu en síðar í dag mun peningastefnunefnd færa rök fyrir ákvörðuninni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×