Viðskipti innlent

Íslandsbanki umsvifamestur á skuldabréfamarkaði

Íslandsbanki er sá kauphallaraðili sem er með mesta veltu á skuldabréfamarkaði kauphöllinni fyrstu sex mánuðum ársins með samtals um 27,6% hlutdeild. Samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni var markaðshlutdeild MP Banka 27,2%.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að áhugi fjárfesta á skuldabréfum hefur aukist til muna undanfarna mánuði en alls námu viðskipti með skuldabréfa rúmlega 2.300 milljörðum króna á tímabilinu.

Hlutdeild Íslandsbanka í viðskiptum með skuldabréf hefur aukist jafnt og þétt það sem af er ári og endurspeglar það aukið traust sem fjárfestar sýna bankanum. Með aukinni veltu getur bankinn boðið viðskiptavinum sínum betri kjör og þjónustu á skuldabréfamarkaðnum.

Næst á eftir Íslandsbanka og MP Banka koma Nýja Kaupþing með 14,9% og Landsbankinn með 11,9%. Hlutdeild Íslandsbanka á skuldabréfamarkaðnum árið 2008 var 19,2% og hefur því aukist umtalsvert.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×