Viðskipti innlent

Nauðasamningar og afskráning hjá Eimskip

Eimskip lagði fram beiðni um heimild til nauðasamningsumleitana hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Áform þessa efnis voru kynnt á aðalfundi félagsins í gær, 30. júní 2009.

Í tilkynningu segir jafnframt að félagið óskaði jafnframt í morgun eftir því við kauphöllina að hlutabréf og aðrir fjármálagerningar félagsins verði teknar úr viðskiptum í kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi. Hluthafar Eimskips eru í dag 20.000 talsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×