Viðskipti innlent

Vextir af norrænu lánunum eru 3,85%

Vextir af lánum þeim sem hin Norðurlöndin ætla að veita Íslandi eru 3,85% eins og staðan er í dag.

Þetta var upplýst á alþingi í dag eftir fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni þingmanni Framsóknarflokksins um vextina.

Vextirnir eru breytilegir og saman standa af millibankavöxtum (Euribor) hverju sinni og vaxtaálagi sem nemur 2,75%.

Eins og kunnugt er af fréttum nema lánin samtals tæpum 320 milljörðum kr. eru til 12 ára og afborgunarlaus fyrstu fimm árin.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×