Viðskipti innlent

Norðurlönd ganga frá neyðarlánum til Íslands

Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland skrifuðu undir lán sín til Íslands í dag en í heildina nema þessi lán tæpum 1,8 milljarði evra eða um 360 milljörðum kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka Noregs (Norges Bank) og norska fjármálaráðuneytinu.

Þessi lán Norðurlandanna nema fjórðungi af heildarlánunum í lánapakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) til Íslands sem nemur um 1.280 milljörðum kr. að því er segir á vefsíðunni e24.no.

Samkvæmt tilkynningunni er hluti Noregs í lánunum um 86 milljarðar kr. og er lánið veitt frá Noregs Bank til Seðlabanka Íslands en ríkissjóðir beggja landanna ábyrgjast það.

Lánið er til 12 ára og afborgunarlaust fyrstu fimm árin. Það mun verða íslenskum stjórnvöldum aðgengilegt í fjórum hlutum samhliða því að frekari lánagreiðslur berast frá AGS.

Tilkynning frá Seðlabanka Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×