Viðskipti innlent

Mentor náði góðum samningi í Svíþjóð

Mentor skrifaði í vikunni undir samning við Örebro í Svíþjóð um að innleiða tölvukerfið InfoMentor í alla grunnskóla sveitarfélagsins. Um er að ræða 47 grunnskóla með rúmlega 15.000 nemendum og 1.000 kennurum. Þetta er stærsti samningur sem Mentor hefur gert enn Örebro er sjöunda stærsta sveitarfélag Svíþjóðar.

Í tilkynningu segir að Mentor er þekkingarfyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að veita skólum þekkingu og þjónustu til aukins árangurs. Erlendis er það þekkt undir vörumerkinu InfoMentor.

Árið 2007 sameinaðist Mentor sænska fyrirtækinu P.O.D.B og hefur sú sameining gengið mjög vel. Mentor er nú kominn með rúmlega 10% markaðhlutdeild á sænska grunnskólamarkaðinum.

Hjá Mentor vinna 26 starfsmenn þar sem helmingur er staðsettur á Íslandi og helmingur í Svíþjóð. Öll hönnun og þróun Mentorkerfisins fer fram hérlendis en sænska fyrirtækið sér um sölu, ráðgjöf og innleiðingu kerfisins í Svíþjóð.

Mentor er í eigu frumkvöðla en auk þess er Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hluthafi í fyrirtækinu. Mentor hefur fengið styrki frá Tækniþróunarsjóði til nýsköpunar sem skipt hefur gríðarlegu máli fyrir fyrirtækið. Mentor stefnir að því að verða í fremstu röð fyrirtækja á sviði upplýsingakerfa fyrir skóla í Evrópu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×