Viðskipti innlent

Hlé á útgáfu Markaðarins

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Síðustu tvö blöð.
Síðustu tvö blöð.
Hlé verður gert á útgáfu Markaðarins, vikurits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, yfir sumarmánuðina.

Markaðurinn hóf göngu sína í júníbyrjun 2005 og hefur komið út óslitið síðan. Útgáfuhlé nú er gert í hagræðingarskyni vegna breyttra efnahagsaðstæðna og minna svigrúms en áður til að bregðast við sumarleyfum.

Eftir sem áður sinnir Fréttablaðið fréttum og annarri umfjöllun af vettvangi viðskipta og efnahagslífs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×