Pistill: Lánshæfismat bankanna mjög lélegt næstu árin Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 30. júní 2009 11:20 Frétt um að matsfyrirtækið Moody´s segi neikvæðar horfur hjá íslensku bönkunum kemur ekki á óvart og raunar má gefa sér að lánshæfismat þeirra verði mjög lélegt a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Það er ef slíkt mat verður á annað borð gefið út á þessu tímabili. Því muni bankarnir ekki eiga neina möguleika á að afla sér lánsfjár á erlendum mörkuðum frekar en ríkissjóður. Það er enginn möguleiki á að lánshæfismat bankanna verði hærra en ríkissjóðs en sem kunnugt er stendur það í BBB- sem er einu stigi frá svokallaðri rusl eða „junk" einkunn. Þetta er vegna reglna hjá matsfyrirtækjum um að lánshæfi banka og fjármálastofnanna er aldrei metið hærra en lánshæfi ríkissjóðs þess lands sem þessar stofnanir tilheyra. Raunar eru allar líkur á að ekkert lánshæfismat verði gefið út fyrir íslensku bankana næstu misserin. Viðkomandi banki þarf að sækja sérstaklega um slíkt mat til matsfyrirtækjanna og borga fyrir það. Það er því engin akkur í því fyrir bankanna að sækjast eftir slíku mati ef niðurstaðan er fyrirfram gefin, það er svipað mat og ríkissjóður hefur nú. Raunar geta matsfyrirtækin sjálf ákveðið að gefa út lánshæfismat en slíkt er afar sjaldgæft. Lánsfé ríkissjóðs kemur nú frá alþjóðlegum stofnunum og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndunum auk Póllands. Svo verður þar til einhver stöðugleiki er kominn á íslenska efnahagskerfið en erfitt er að spá um hvenær slíkt verður. Endurreisn bankakerfisins er lykilþáttur í þessu sambandi en hún virðist ætla að flækjast endalaust fyrir þeim sem eru að vinna í málinu. Fjármálaeftirlitið hefur gefið enn einn lokafrest á endurreisninni, nú til 17. júlí, en það virðist vera borin von að sá frestur standi. Á meðan er flest annað í limbói þótt fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segi nú að önnur greiðslan frá sjóðnum komi í ágúst. Verði endurreisnin ekki orðin að veruleika þá mun sú greiðsla frestast áfram en hún átti að koma í febrúar s.l. Í umræðunni um endurreisn bankanna hafa margir gælt við þann draum að erlendir bankar, einn eða fleiri, sem eru kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna, yfirtaki einn þeirra eða verði a.m.k. kjölfestueigandi í honum með þriðjung hlutafjár eða meir. Þetta gæti leitt til þess að erlent lánsfé fengist inn í hagkerfið eftir eðlilegum leiðum. Lánshæfismat þess banka væri væntanlega í takt við matið á móðurbankanum enda litið á hann sem dótturfélag. Það er hinsvegar ekkert í spilunum í augnablikinu sem bendir til að neinn af þeim erlendu bönkum sem eru stórir kröfuhafar í fyrrgreind þrotabú hafi áhuga á að yfirtaka eða eiga ráðandi hlut í íslenskum banka. Það lítur því út fyrir að bankakerfið, þótt allt gangi upp við endurreisn þess, muni áfram verða útilokað frá erlendu lánsfé um langan tíma og upp á ríkissjóð komið með fjármögnun sína. Aðgangur að erlendu lánsfé mun að líkindum opnast smá saman að nokkrum árum liðnum eftir því sem stöðugleiki myndast í íslenskum efnahagsmálum og bankarnir geta sýnt fram á arðsaman rekstur og traustan efnahag. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Frétt um að matsfyrirtækið Moody´s segi neikvæðar horfur hjá íslensku bönkunum kemur ekki á óvart og raunar má gefa sér að lánshæfismat þeirra verði mjög lélegt a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Það er ef slíkt mat verður á annað borð gefið út á þessu tímabili. Því muni bankarnir ekki eiga neina möguleika á að afla sér lánsfjár á erlendum mörkuðum frekar en ríkissjóður. Það er enginn möguleiki á að lánshæfismat bankanna verði hærra en ríkissjóðs en sem kunnugt er stendur það í BBB- sem er einu stigi frá svokallaðri rusl eða „junk" einkunn. Þetta er vegna reglna hjá matsfyrirtækjum um að lánshæfi banka og fjármálastofnanna er aldrei metið hærra en lánshæfi ríkissjóðs þess lands sem þessar stofnanir tilheyra. Raunar eru allar líkur á að ekkert lánshæfismat verði gefið út fyrir íslensku bankana næstu misserin. Viðkomandi banki þarf að sækja sérstaklega um slíkt mat til matsfyrirtækjanna og borga fyrir það. Það er því engin akkur í því fyrir bankanna að sækjast eftir slíku mati ef niðurstaðan er fyrirfram gefin, það er svipað mat og ríkissjóður hefur nú. Raunar geta matsfyrirtækin sjálf ákveðið að gefa út lánshæfismat en slíkt er afar sjaldgæft. Lánsfé ríkissjóðs kemur nú frá alþjóðlegum stofnunum og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndunum auk Póllands. Svo verður þar til einhver stöðugleiki er kominn á íslenska efnahagskerfið en erfitt er að spá um hvenær slíkt verður. Endurreisn bankakerfisins er lykilþáttur í þessu sambandi en hún virðist ætla að flækjast endalaust fyrir þeim sem eru að vinna í málinu. Fjármálaeftirlitið hefur gefið enn einn lokafrest á endurreisninni, nú til 17. júlí, en það virðist vera borin von að sá frestur standi. Á meðan er flest annað í limbói þótt fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segi nú að önnur greiðslan frá sjóðnum komi í ágúst. Verði endurreisnin ekki orðin að veruleika þá mun sú greiðsla frestast áfram en hún átti að koma í febrúar s.l. Í umræðunni um endurreisn bankanna hafa margir gælt við þann draum að erlendir bankar, einn eða fleiri, sem eru kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna, yfirtaki einn þeirra eða verði a.m.k. kjölfestueigandi í honum með þriðjung hlutafjár eða meir. Þetta gæti leitt til þess að erlent lánsfé fengist inn í hagkerfið eftir eðlilegum leiðum. Lánshæfismat þess banka væri væntanlega í takt við matið á móðurbankanum enda litið á hann sem dótturfélag. Það er hinsvegar ekkert í spilunum í augnablikinu sem bendir til að neinn af þeim erlendu bönkum sem eru stórir kröfuhafar í fyrrgreind þrotabú hafi áhuga á að yfirtaka eða eiga ráðandi hlut í íslenskum banka. Það lítur því út fyrir að bankakerfið, þótt allt gangi upp við endurreisn þess, muni áfram verða útilokað frá erlendu lánsfé um langan tíma og upp á ríkissjóð komið með fjármögnun sína. Aðgangur að erlendu lánsfé mun að líkindum opnast smá saman að nokkrum árum liðnum eftir því sem stöðugleiki myndast í íslenskum efnahagsmálum og bankarnir geta sýnt fram á arðsaman rekstur og traustan efnahag.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira