Fleiri fréttir

Stímfjárfestar tapa hundruðum milljóna

Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum.

Erlendir bankar vilja breyta skuldum í hlutafé hjá SPB

Erlendir bankar sem eru lánadrottnar Sparisjóðabankans (SPB) hafa sýnt því töluverðan áhuga að skuldum þeirra verði að einhverju marki breytt í hlutafé í SPB. Nú er að störfum sérstakur stýrihópur á vegum erlendu bankanna þar sem þetta er m.a. til umræðu.

Geir Haarde leitaði til Rússa um lán í byrjun ágúst

Samkvæmt frásögn í Fortune, sem birt er á vefsíðu CNNMoney.com, leitaði Geir Haarde til Rússa um lán í byrjun ágúst. Aðstoðarmaður Geirs fór þá til viðræðna við rússneska sendiherrann. Skilaboðin voru einföld: Bjargið okkur.

Tvöfaldur gjaldeyrismarkaður er nú staðreynd

Tvöfaldur gjaldeyrismarkaður er nú staðreynd því samhliða gjaldeyrisuppboðum Seðlabankans hefur myndast aðskilinn markaður m.a. í miðlarakerfi Reuters. Munur á gengi krónunnar á þessum tveimur mörkuðum er gífurlegur.

Erlendir kröfuhafar fái hlutafé í nýju bönkunum

Geir Haarde forsætisráðherra segir að eitt af þeim atriðum sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun var að erlendir kröfuhafar gæti breytt kröfum sínum í hlutafé í nýju bönkunum þremur.

Marel hækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,83 prósent, í stoðtækjaframleiðandanum Össur um 1,22 prósent og í Bakkavör 0,88 prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins.

Krónan yfir 250 stig í fyrsta sinn

Gengi krónunnar veiktist um fjögur prósent í gær. Ný gjaldeyrislög eru sögð draga úr líkum á hraðri og mikilli lækkun. Viðskiptin eru öll í Seðlabankanum.

Viðskiptaráðuneytið skoðar gjaldfellingu erlendra lána hjá SPRON

Líkt og Vísir hefur greint frá hefur Spron verið að gjaldfella erlend lán hjá stærstu viðskiptavinum bankans. Margir viðskiptavinir eru afar ósáttir við þessar aðgerðir og telur einn þeirra að verið sé að mismuna fyrirtækjum í landinu, eftir því hvar þau séu í viðskiptum. Forstjóri Spron segir bankann vera í þeirri stöðu að hafa ekki aðgang að erlendu fé og því neyðist hann til þess að umbreyta erlendum lánum í íslenskar krónur. Hann segist ekki hræddur við að missa stærstu viðskiptavini bankans.

Yfirlýsing vegna fréttaflutnings Stöðvar 2

Vegna fréttar um málefni Stíms ehf og gamla Glitnis banka hf. skal tekið fram að ekki er rétt það sem fram kom að Stím ehf. hafi keypt 0.87% í Glitni banka hf. fimm sinnum heldur er þarna um misskilningi fréttamanns að ræða sem var að skoða opinbera hluthafalista yfir 20 stærstu hluthafa bankans.

Kauphöllin tekur upp nýja vísitölu um áramótin

Kauphöllin mun frá og með 1. janúar 2009 hefja útreikning á nýrri hlutabréfavísitölu, OMXI6. Vísitalan mun innihalda þau sex félög sem tekin eru til viðskipta í kauphöllinni og hafa hvað mesta veltu og seljanleika.

Kauphöllin fundar með SÍ um færeysku félögin

Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að óskað verði eftir fundi með Seðlabankanum (SÍ) í vikunni vegna þess vanda sem færeysku félögin eru komin í sökum nýju gjaldeyrisreglnanna.

Nova eins árs í dag

Samskiptafyrirtækið Nova er eins árs í dag. ,,Óhætt er að segja að samkeppni á símamarkaði hafi sjaldan eða aldrei verið fjörugri," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Kauphallarmínus á mánudegi

Gengi hlutabréfa í Atorku Group féllu um 32,58 prósent í einum kaupum upp á rúmar 401 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Samkvæmt uppgjöri félagsins á föstudag tapaði Atorka 2,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi.

Mikið gert úr þætti Davíðs

Fjallað er um hrun íslenska fjármálakerfisins í nýjasta hefti bandaríska viðskiptatímaritsins Fortune. Blaðið gerir mikið úr þætti Davíðs Oddssonar í hruninu og lýsir honum sem gríðarlegum örlagavaldi í íslenskri samtímasögu.

Pétur segir Stím-málið kalla á reglubreytingar

Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum.

Árvakur og Nýi Glitnir sammælast um að leita lausna

Samkomulag hefur náðst milli Árakurs og Nýja Glitnis um að vinna að lausn sem tryggi Árvakri rekstrargrundvöll. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið fyrir vikulok. Gert er ráð fyrir að lausnin felist í því að núférandi hlutafé félagsins verði fært niður í núll, og félagið endurfjármagnað með nýju hlutafé. Árvakur hefur átt við alvarlegan lausafjárvanda að stríða og skuldir félagsins hækkað verulega með gengisfalli krónunnar.

FME vissi af kaupum Glitnis í Stím

Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím ehf. í nóvember á síðasta ári, en gerði engar athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningaskyldu til Kauphallar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skilanefnd Gamla Glitnis.

Segir Stím ekkert leynifélag

Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stíms sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umfjöllunar um félagið og hann. Hann segir félagið ekki leynifélag, og að afar frjálslega hafi verið farið með staðreyndir í umfjöllun um félagið og persónu sína.

Lítil hreyfing á fasteignamarkaði

Þrjátíu og einum kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni sem leið samkvæmt tölum fasteignamats ríkisins. Á sama tíma í fyrra voru þeir 173 talsins. Heildarvelta var 984 milljónir króna en í fyrra nam veltan rétt rúmum sex milljörðum. Á Akureyri var 6 kaupsamningum þinglýst í vikunni en í fyrra þeir voru þeir 15. Heildarvelta var 142 milljónir króna og dregst saman um rúmar 250 milljónir milli ára.

Höftin lama Kauphöllina

„Gjaldeyrishöftin eru högg fyrir Kauphöllina og stefna hlutabréfamarkaði í tvísýnu,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands.

Beðið verður með sölu

"Komi upp aðstæður þar sem sala ákveðinna eigna reynist nauðsynleg verður efnt til formlegs söluferlis,“ segir í svari skilanefndar gamla Glitnis, við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvernig staðið verði að sölu eigna bankans.

Síðustu gjaldeyrishöft stóðu í sextíu ár

Gjaldeyrishöft og skilaskylda á erlendum gjaldeyri voru tekin upp í síðustu heimskreppu sem tímabundin ráðstöfun til varnar krónunni og gjaldeyrisstöðu Landsbankans, sem þá var seðlabanki landsins. Höftin voru þó ekki að fullu afnumin fyrr en 60 árum síðar.

Ísland víkur sér undan EES og OECD

Við setningu reglna Seðlabankans um gjaldeyrishöft þurftu stjórnvöld að víkja sér undan tvennum alþjóðlegum skuldbindingum. Annars vegar samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og hins vegar skuldbindandi samþykktum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

Yfirmenn peningamarkaðssjóða hætta

Landsbankinn hefur fallist á beiðni Stefáns H. Stefánssonar, framkvæmdastjóra eignastýringarsviðs og stjórnarformanns Landsvaka, og Sigurðar Óla Hákonarsonar, framkvæmdastjóra Landsvaka, um að þeir láti af störfum hjá bankanum.

SÍS samþykkir að rannsaka Gift

Aðalfundur SÍS vill að óháðir aðilar kanni hvers vegna Gift tapaði milljörðum króna. SÍS vill líka láta rannsaka lögmæti slita Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga.

Opna verslun í kreppunni

„Því er ekki að neita að við stöldruðum aðeins við með þessi áform okkar þegar fjármálakreppan skall á,“ segir Jón Erlendsson, framkvæmdastjóri ZO-ON, í tilkynningu um opnun nýrrar verslunar fyrirtækisins í Kringlunni í dag.

Hvað eru þessir menn að tala um? - Seðlabankinn varpar ljósi á málið

Seðlabankinn hefur tekið sig til og birt færslu á heimasíðu sinni þar sem farið er yfir þau hugtök sem mest eru í umræðunni þessa dagana og þau útskýrð. Þarna geta allir sem áhuga hafa á því að vita hvað nýjar reglur um gjaldeyrismál þýða í raun og veru og hvaða áhrif þær hafa á fólk.

Atorka: Tap móðurfélags 6,3 milljarðar

Atorka Group hefur birt uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Ef litið er til móðurfélagsreiknings töpuðust 2,3 milljarðar á fjórðungnum efitr skatta en á fyrstu níu mánuðum ársins nam tapið 6,3 milljörðum. Tap samstæðunnar er mun meira, en á þriðja ársfjórðungi var tapið 2,7 milljarðar eftir skatta og 11,4 milljarðar fyrstu níu mánuðina. Heildareignir móðurfélagsins voru 58,2 milljarðar í lok september og eigið fé 14,6 milljarðar. Eiginfjárhlutfall á sama tíma var 25,1 prósent.

Fyrstu viðbrögð erlendra aðila jákvæð

Beat Siegenthaler sérfræðingur hjá TD Securities í London, en fyrirtækið hefur verið umfangsmikið í viðskiptum við Ísland, er nokkuð jákvæður á aðgerðir Íslendinga er varða lokun á útflæði gjaldeyris. Hann segist búast við því að algjör lokun standi stutt yfir og að á næstu vikum og mánuðum verði krónubréfaeigendum gert kleift að losna úr stöðum sínum. Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi Siegenthalers sem birt er á heimasíðu TD Securities.

Krónubréfaeigendur verða skildir eftir á köldum klaka

Seðlabanki Íslands ætlar að loka á útstreymi gjaldeyris varðandi krónubréf sem koma á gjalddaga á næsta ári. Eigendur bréfanna munu því verða skildir eftir á köldum klaka og óvíst hvenær þeir muni losna úr stöðum sínum.

Rekstur Spalar úr hagnaði í tap

Tap Spalar eftir skatta fyrir síðasta rekstarár sem lauk 30. september 2008 nam kr. 366 milljónum kr. Til samanburðar nam hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra 282 milljónum kr..

Tap SPRON nam 3 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðung

Tap SPRON eftir skatta nam 3,1 milljarði kr. á þriðja ársfjórðungi en allar skráðar eignir eru færðar á markaðsvirði. Áframhaldandi neikvæð þróun á hlutabréfamarkaði á þriðja ársfjórðungi olli gengistapi sem nam 3.465 milljónum króna.

Ekki reknir frá Landsbankanum

Atli Atlason framkvæmdarstjóri starfsmannasviðs Landsbankans segir að yfirmenn peningamarkaðssjóða bankans hafi ekki verið reknir. Vísir greindi frá því fyrr í dag að þeim hefði verið sagt upp störfum.

Sjá næstu 50 fréttir