Viðskipti innlent

Ísland víkur sér undan EES og OECD

Við setningu reglna Seðlabankans um gjaldeyrishöft þurftu stjórnvöld að víkja sér undan tvennum alþjóðlegum skuldbindingum. Annars vegar samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og hins vegar skuldbindandi samþykktum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

Aðildarríkjum EES-samningsins er óheimilt að hefta flutning fjármagns innan EES svæðisins. Heimild er til að víkja frá þessu ákvæði til að bregðast við erfiðleikum eða röskun á fjármagnsmarkaði.

Samþykktir OECD kveða á um að heimila beri gjaldeyrisyfirfærslur vegna viðskipta og afnema á þeim allar hömlur. Skapist alvarlegar aðstæður vegna þess að gjaldeyrisreglur hafa verið rýmkaðar er heimilt að endurvekja fyrri höft.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×