Viðskipti innlent

Opna verslun í kreppunni

Eins gott er að vera sæmilega búinn þegar kólnar.
Eins gott er að vera sæmilega búinn þegar kólnar. MYND/Valli

„Því er ekki að neita að við stöldruðum aðeins við með þessi áform okkar þegar fjármálakreppan skall á," segir Jón Erlendsson, framkvæmdastjóri ZO-ON, í tilkynningu um opnun nýrrar verslunar fyrirtækisins í Kringlunni í dag.

Niðurstöðuna segir hann samt hafa verið að sóknarfæri væru í þrengingunum og að vel rekin fyrirtæki fái hér þrifist áfram. Verslunin sem um ræðir er sérverslun með útivistarfatnað og vörur.

ZO-ON er jafnframt í útrás, en nýlega opnaði svonefnd „búð í búð" með vörur fyrirtækisins í Grimstad í Noregi. Fyrirhugað er að opna tvær til þrjá sambærilegar verslanir í Noregi. - óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×