Viðskipti innlent

FME vissi af kaupum Glitnis í Stím

Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím ehf. í nóvember á síðasta ári, en gerði engar athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningaskyldu til Kauphallar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skilanefnd Gamla Glitnis.

Vilhjálur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta sagði í Fréttablaðinu í dag Augljóst að reglur Kauphallar Íslands hafi verið þverbrotnar þegar ekki var tilkynnt um 16,4 milljarða króna kaup Stíms á hlutabréfum í Glitni. Augljóst sé að tilgangurinn hafi verið að hafa áhrif á markaðinn og fegra stöðu Glitnis.

Fram hefur komið að athugun FME á tilkynningaskyldu vegna viðskipta Stíms sé lokið, og að eftirlitið telji ekki hafa verið brotið gegn þeim reglum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×