Viðskipti innlent

Yfirlýsing vegna fréttaflutnings Stöðvar 2

Vegna fréttar um málefni Stíms ehf og gamla Glitnis banka hf. skal tekið fram að ekki er rétt það sem fram kom að Stím ehf. hafi keypt 0.87% í Glitni banka hf. fimm sinnum heldur er þarna um misskilningi fréttamanns að ræða sem var að skoða opinbera hluthafalista yfir 20 stærstu hluthafa bankans.

Þar kemur fram að Stím ehf. fór inn og út af hluthafalistanum eftir því hve hlutur annarra hluthafa í bankanum jókst eða minnkaði hverju sinni. Í þessum fréttaflutningi er því um alvarleg mistök fréttastofu Stöðvar 2 að ræða.

Kristinn Arnar Stefánsson,

Regluvörður gamla Glitnis banka hf.

---

Frétt Stöðvar 2 var sett inn á Vísi fyrir stundu en hefur nú verið tekin út. Fréttastofa Stöðvar 2 harmar þessi mistök og biður hlutaðeigenda afsökunar.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×