Fleiri fréttir

Vilja miða við sölugengi kröfuhafa

„Eftir breytinguna getur viðskiptavinur okkar greitt upp lánið nánast fyrirvaralaust en áður þurfti að bíða í allt að sólarhring eftir viðmiðunargengi frá Seðlabankanum,“ segir Hans A. Hjartarson, sérfræðingur hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, um skilmálabreytingar sem bankinn gerir kröfu um að viðskiptavinir hans, sem vilja frysta afborganir lána í erlendri mynt, undirgangist.

Viðskiptablaðið selt til Mylluseturs

Nýtt útgáfufélag, Myllusetur ehf, hefur keypt Viðskiptablaðið og hyggst gefa það út sem vikublað. Þetta kemur fram á Eyjunni í kvöld. Skráður eigandi Myllyseturs er Haraldur Johannessen, ritstjóri blaðsins en Eyjan segir að athafnamaðurinn Róbert Wessman sé á meðal eigenda. Viðskiptablaðið var í eigu dótturfélags Exista.

Kaldbakur fær ekki Tryggingamiðstöðina

Landsbankinn hefur ákveðið að samþykkja ekki tilboð Kaldbaks í Tryggingamiðstöðina. Þetta kom fram í fréttum RÚV klukkan tíu. Fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Stoðir, sem eiga Tryggingamiðstöðina hafi tekið tilboði Kaldbaks en þó með fyrirvara um samþykki Landsbankans. Bankinn hafi hins vegar hafnað tilboðinu í kvöld.

Hlutur Kaupþings í Storebrand til sölu

Hlutur gamla Kaupþings í norska tryggingafélaginu Storebrand hefur verið boðinn til sölu og var það gert í dag eftir lokun markaða í Noregi. Sölunni á að ljúka fyrir opnun markaða á morgun.

Atorka rauk upp í örlitlum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 78 prósent í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 6.611 krónur standa á bak við hækkunina. Þá hækkaði gengi hlutabréfa í Century Aluminum um 11,5 prósent, Bakkavör um 1,66 prósent og Marel Food Systems um 0,26 prósent.

Töluvert harðnar á dalnum hjá ríkissjóði

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri um 24,2 milljarðar kr., sem er 31,8 milljarða kr. lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra.

Greining Glitnis segir að krónan sé í rauninni fljótandi.

Greining Glitnis segir að krónan sé í rauninni fljótandi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um gjaldeyrismálin og þróunin á þeim markaði frá því að bankarnir hrundu í upphafi október.

Exista tapaði tæpum 13 milljörðum á þriðja fjórðungi

Exista tapaði 87,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 7,4 milljónum evra. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings. Eign félagsins í bankanum gufaði upp nokkrum dögum síðar þegar ríkið tók hann yfir í kjölfar ríkisvæðingar Glitnis um mánaðamótin september-október.

Þriggja ára samstarfsamningur Háskóla Íslands og Símans

Í dag undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, samstarfssamning til þriggja ára. Hann felur í sér umfangsmikið samstarf, m.a. á sviði rannsókna og nýsköpunar.

Bakkavör hreyfist eitt í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,83 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hreyfingin í Kauphöllinni það sem af er dags.

Lækka laun og fækka skipum

Hf. Eimskipafélag Íslands hefur gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða í ljósi efnahagsaðstæðna, sem meðal annars koma fram í verulegum samdrætti á innflutningi til landsins.

AGS spáir hagvexti á ný eftir tveggja ára efnahagskreppu

Í nýbirtum skjölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er efnahagsspá til ársins 2013. Spáð er samdrætti til tveggja ára, hámarki atvinnuleysis í 6,9 prósentum árið 2010 og að verðbólga hjaðni hratt, verði 3,0 prósent 2010.

Trú á krónuna ræður úrslitum

Trúverðugleiki peningamálastefnu Seðlabankans og gengi krónunnar ræður úrslitum um hvernig tekst til við að tryggja hér stöðugleika á ný, segir í áliti starfshóps AGS.

Enn rýkur álfélagið upp

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 14,54 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Bréfin hafa rokið upp um tæp 46 prósent frá því á föstudag í síðustu viku.

Spron breytir einhliða erlendum lánum stærstu viðskiptavina sinna

Á undanförnum vikum hefur Spron verið að bregðast við gengishruni íslensku krónunnar. Erlendum lánum stærstu viðskiptavina bankans hefur verið breytt einhliða í íslenskar krónur. Bankinn fer fram á frekari tryggingar í þeim tilvikum þar sem það er hægt, en reynir að koma á móts við þá sem ekki geta lagt þær fram.

Innovit og Fulltingi gera samstarfssamning

Innovit – nýsköpunar‐ og frumkvöðlasetur hefur undirritað samstarfssamning við Fulltingi – lögfræðiþjónustu, sem tryggja mun aðgengi frumkvöðla og sprotafyrirtækja að lögfræðiþjónustu hjá lögmönnum stofunnar.

SmartMedia opnar söluskrifstofu í Danmörku

Fyrr í þessari viku opnaði SmartMedia ehf söluskrifstofu í Óðinsvéum og mun skrifstofan sjá um sölu og markaðssetningu á vörum og þjónustu SmartMedia í Danmörku.

Ótímabær stýrivaxtalækkun myndi kosta enn meira atvinnuleysi

Seðlabankinn hefur nýtt sér hefðibundnar og óhefðibundnar aðferðir til að koma í veg fyrir að fjármagn flæði úr landi. Þegar peningamálastefnan er flókin þarf almenningi að berast sannfærandi upplýsingar um tilgang með stefnunni og útskýringar á því hvers vegna er nauðsynlegt að forðast ótímabærar vaxtalækkanir.

Straumur tapaði 27 milljörðum kr. í október

Tap Straums á þriðja ársfjórðungi nam 145,6 milljónum evra eftir skatta eða rúmum 26 milljörðum kr. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu varð tapið svo í október rúmlega 150 miljónir evra eða rúmlega 27 milljarðar kr. eftir að bankakerfi landsins hrundi.

Ekki mátti sekta Atorku

Kauphöllin mátti ekki veita Atorku Group opinbera áminningu og beita févíti haustið 2006, samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Hundruð milljarða lán í þagnargildi

Seðlabankastjóri, dómsmálaráðherra og formaður viðskiptanefndar Alþingis telja að bankaleynd eigi ekki við vegna gömlu bankanna. Útlán gömlu bankanna til eigenda sinna námu hundruðum milljarða króna. Ingimar Karl Helgason spurðist fyrir um málið.

Bankaleynd ekki aflétt

„Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins.“ Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum.

Fyrstu sektir gætu numið 500 milljónum

Reglugerð um skil og birtingu ársreikninga hefur tekið gildi. Ársreikningaskrá beitir sektum fyrir vanskil í fyrsta sinn. Í sumar áttu yfir tvö þúsund fyrirtæki eftir að skila reikningi.

Glitnir kærir til FME

„Nýi Glitnir hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um meint brot á þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyritæki,“ segir Tómas Sigurðsson, yfirlögfræðingur bankans.

Jón Ásgeir í norskum Brennipunkti í kvöld

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson var aðalumfjöllunarefni norska fréttaskýringaþáttarins Brennpunkt á NRK nú fyrir stundu. Í þættinum fór fréttamaðurinn Peter Svaar í gegnum feril Jóns Ásgeirs með spilum, playmobilkörlum og nokkrum viðmælendum.

Skilanefndin að ljúka rannsókn á milljarða millifærslum

Rannsókn á grunsamlegum millfærslum upp á hundrað milljarða króna af reikningum í Kaupþingi lýkur í þessari viku. Skilanefnd bankans mun skila Fjármálaeftirlitinu skýrslu um þetta mál og önnur strax í byrjun næstu viku.

Century Aluminum hækkar um 28% á fjórum dögum

Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 10,8 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, en það hefur rokið upp um 28 prósent síðustu fjóra viðskiptadaga.

EFTA í viðræður um fríverslun við Rússland

Á ráðherrafundi EFTA í dag lýstu ráðherrarnir því yfir að EFTA-ríkin væru reiðubúin til að hefja á seinni hluta næsta árs viðræður um fríverslunarsamning við Rússland.

Century Aluminum hækkar á ný

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 4,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í morgun. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um 12,95 prósent í gær. Þá hafa bréf Marel Food Systems hækkað um 0,89 prósent.

Hló þegar hann var spurður út í mögulega fjármálakreppu

Bandaríska fréttaveitan The Huffington Post segir frá því í dag þegar fjármálasérfræðingurinn og heimildamyndagerðarmaðurinn Max Keiser heimsótti Ísland í apríl í fyrra. Í ferðinni kynnti hann sér „íslenska efnahagsundrið“ eins og það var kallað og hitti meðal annars Ásgeir Jónsson, sem þá fór fyrir Greiningu Kaupþings.

Álfyrirtækið toppaði daginn í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,95 prósent í Kauphöllinni í dag eftir góða byrjun í morgunsárið. Önnur félög fóru úr lækkun í hækkun. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem fór upp um 2,21 prósent, Bakkavör fór upp um 1,91 prósent, Atlantic Petroleum um 1,72 prósent, Alfesca um 1,33 og Eimskips um 0,76 prósent.

Aðeins 2 milljónir evra seldar á gjaldeyrisuppboði SÍ í dag

Aðeins 2 milljónir evra voru seldar á gjaldeyrisuppboði Seðlabankans í dag. Ekki var öllum kaup- og sölutilboðum tekið. Þegar uppboðin fóru af stað þann 15. október voru 25 milljónir evra seldar en síðan hefur sú upphæð stöðugt farið lækkandi milli vikna en verðið í krónum stöðugt hækkað á móti.

Gamli Glitnir fær greiðslustöðvun eins og gamla Kaupþing

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni gamla Glitnis um greiðslustöðvun. Gildir hún til föstudagsins 13. febrúar á næsta ári. Fram kemur í tilkynningu frá skilanefnd Glitnis að nauðsynlegt hafi verið að stíga þetta skref til að tryggja jafnræði kröfuhafa, í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB.

Sjá næstu 50 fréttir