Viðskipti innlent

Erlendir bankar vilja breyta skuldum í hlutafé hjá SPB

Erlendir bankar sem eru lánadrottnar Sparisjóðabankans (SPB) hafa sýnt því töluverðan áhuga að skuldum þeirra verði að einhverju marki breytt í hlutafé í SPB. Nú er að störfum sérstakur stýrihópur á vegum erlendu bankanna þar sem þetta er m.a. til umræðu.

Agnar Hansson forstjóri SBP segir að fyrir utan fyrrgreindan stýrihóp komi einnig vinnuhópur á vegum stjórnvalda að málinu. Agnar segir að góður skriður sé á málinu þessa stundina.

Eins og kunnugt er af fréttum hefur SPB frest fram til 10. desember að leggja fram viðbótartryggingar vegna veða til Seðlabankans upp á rúmlega 60 milljarða kr..

Aðspurður um áhuga erlendu bankanna á að breyta skuldum í hlutafé segir Agnar að þetta sé ein þeirra hugmynda sem eru ofarlega á blaði í fyrrgreindum stýrihópi.

"Það hafa þó engar ákveðnar ákvarðanir verið teknar hvað þetta varðar," segir Agnar. "Ég er hinsvegar hóflega bjartsýnn á að málið í heild verði komið á það góðan skrið núna 10. desember að við getum fengið viðbótarfrest ef á þarf að halda."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×