Viðskipti innlent

Gengisvísitalan yfir 250 stig í fyrsta sinn

Gengisvísitalan fór yfir 250 stig í morgun í fyrsta sinn í sögunni. Raunar voru erlendir sérfræðingar búnir að spá því að þetta myndi gerast.

Gengisvístalan hækkaði um rúmlega 3% í morgun á fyrsta degi hálfflotsins eða flotinu á krónunni með akkeri.

Evran fór í 187 kr. á gjaldeyrismarkaði Seðlabankans í morgun í tæplega 1,8 milljóna evra viðskiptum. Ekki var öllum sölutilboðum tekið.

Dollarinn kostar nú 148 kr., pundið er komið í 223 kr. og danska krónan er komin yfir 25 kr..










Fleiri fréttir

Sjá meira


×