Viðskipti innlent

SPRON uppfylllir ekki kröfur um eiginfjárhlutfall banka

SPRON uppfyllir ekki lengur alþjóðlegar kröfur um eiginfjárhlutfall banka. Forstjóri SPRON segir unnið að endurskipulagningu í samstarfi við Fjármálaeftirlitið.

Í október gerði SPRON Fjármálaeftirlitinu grein fyrir því að eiginfjárhlutfall bankans hefði lækkað töluvert í kjölfar hruns viðskiptabankanna og myndi fara undir lögbundið lágmark. Sé eiginfjárhlutfall undir 8% missir viðkomandi banki bankaleyfið. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir að í kjölfarið hafi verið farið í endurskipulagningu til að hægt verði að uppfylla öll skilyrði.

Endurskipulagningin felst m.a. í því að kostnaður verður skorinn niður auk þess sem til greina kemur að auka hlutafé. Guðmundur er bjartsýnn á að það takist þrátt fyrir erfitt árferði en þörfin fyrir nýtt eigið fé hefur ekki verið metin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×