Fleiri fréttir Yfirlýsingar Davíðs sagðar geta grafið undan málssókn íslenskra stjórnvalda Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðlabanakastjóra um að hann viti hvað hafi ráðið afstöðu Breta þegar þeir ákváðu að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi hafa nú ratað í erlenda miðla og eru taldar geta styrkt þá ákvörðun Breta að beita lögunum. 24.11.2008 00:01 Sigurður undirbýr tilboð í Kaupþing í Lúxemborg Fyrrum stjórnarformaður Kaupþings er meðal þeirra sem undirbúa nú tilboð í Kaupþing í Lúxemborg. Skilanefnd bankans hefur borist fjölda tilboða í dótturfélagið. Engin rannsókn hefur farið fram á starfsemi Kaupþings banka í Luxemborg. 23.11.2008 18:31 Enginn kannst við leynifélagið Stím Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. 23.11.2008 19:15 Undrast ákvörðun þýskra yfirvalda varðandi Kaupþing Edge Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar gamla Kaupþings, segir það koma flatt upp á sig að þýsk yfirvöld ætli að lána tryggingasjóði innistæðueigenda á Íslandi þrjú hundruð og átta milljónir evra, nærri fimmtíu og fimm milljarða króna, svo greiða megi út innistæður viðskiptavina Kaupþings Edge í Þýskalandi. 23.11.2008 17:13 Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. 23.11.2008 12:26 Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22.11.2008 19:50 Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22.11.2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22.11.2008 18:52 Velta á faseignamarkaði dregst saman Enn dregst velta á fasteignamarkaði saman. Á ársgrundvelli hefur veltan dregist saman um 84%. Þrjátíu og fimm kaupsamningum var þinglýst í vikunni sem leið. 22.11.2008 15:02 Stuðningur Seðlabanka Evrópu hefði styrkt Ísland þegar bankarnir féllu Íslendingar tóku upp mikið af regluverki Evrópusambandsins samhliða samningnum um evrópska efnahagssvæðið en um leið hafi þjóðin ekki haft sama öryggisnet og aðrar Evrópuþjóðir. Þetta sagði Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Björn Inga Hrafnsson í Markaðanum fyrir háegi. 22.11.2008 11:25 Heildarendurskoðun banka í gangi Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd um heildarendurskoðun á bankamarkaði. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gærmorgun. Meðal annars skoðar nefndin reglur um viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki, veðsetning hluta í fjármálafyrirtækjum, eignarhald, stórar áhættuskuldbindingar og krosseignatengsl. 22.11.2008 06:00 Ríkið gæti orðið stærsti hluthafi Byrs Imon, félag Magnúsar Ármanns, keypti bréf í Landsbankanum af bankanum sjálfum fyrir níu milljarða stuttu fyrir þjóðnýtingu.Tæplega átta prósenta hlutur Imons í Byr gæti verið í uppnámi vegna viðskiptanna. 21.11.2008 18:30 Fjörutíu milljarða tap Orkuveitunnar Orkuveita Reykjavíkur tapaði nærri 40 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt árshlutauppgjöri sem samþykkt var af stjórn fyrirtækisins í dag. Skýrist þessi niðurstaða alfarið af 64 prósent gengisfalli íslensku krónunnar. 21.11.2008 17:17 Rólegur dagur í kauphöllinni Fremur rólegur dagur í kauphöllinni í dag olli því að úrvalsvísitalan varð nær óbreytt frá í gær, endaði í 635 stigum sem er 0,05% hækkun. 21.11.2008 16:44 Forstjóri FIH kannast ekkert við yfirtöku á Kaupþingi Lars Johansen forstjóri FIH bankans segir í samtali við Business.dk að hann kannist ekkert við hugmyndir um að FIH yfirtaki gamla Kaupþing. 21.11.2008 15:17 Skilanefnd Landsbankans fundar með kröfuhöfum Skilanefnd Landsbankans hefur haldið fyrsta fund sinn með fulltrúum kröfuhafa í þrotabú bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lárus Finnbogason, formaður skilanefndarinnar, hefur sent frá sér. 21.11.2008 14:13 Gæti verið jákvætt ef útlendingar eignuðust Kaupþing „Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um það hvernig hægt er að koma Kaupþingi fyrir í framtíðinni. Það gæti meðal annars haft jákvæð áhrif á það hvernig innflæði fjármagns og fjármögnun kaupþings væri ef að eigandinn væri útlendur,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um að FIH bankinn eignist mögulega hlut í Kaupþingi. 21.11.2008 11:33 Uppsagnir mun fleiri en sést á atvinnuleysistölum Uppsagnir á starfsmönnum eru mun fleiri en sést á atvinnuleysistölum. Greining Glitnis bendir á að samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunnar hefur útlendingum sem starfa á Íslandi fækkað um 5-6.000 frá því í júlí s.l. 21.11.2008 10:24 Bakkavör hækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 1,94 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það féll um 17,6 prósent í gær og endaði í lægsta gengi frá upphafi. 21.11.2008 10:15 Lítllega dregur úr hagnaði Atlantic Airways Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hagnaðist um13,7 milljónir danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir rúmum 320 milljónum íslenskra á núverandi gengi krónu. 21.11.2008 09:24 Hagar kaupa verslanir BT Hagar keyptu í dag allar eignir BT verslananna sem voru í eigu Árdagurs sem fór fram á gjaldþrotaskipti 12. nóvember. 20.11.2008 21:54 Tilboðum um gjaldeyriskaup rignir yfir útflytjendur Tilboðum um gjaldeyriskaup rignir yfir útflytjendur á sjávarafurðum um kaup á gjaldeyri og þá yfirleitt á hærra verði en viðkomandi gjaldeyrir er skráður á hjá Seðlabankanum. 20.11.2008 16:22 365 verður Íslensk afþreying Á hluthafafundi 365 hf. sem haldinn var í dag var samþykkt samhljóða að breyta nafni félagsins í Íslensk afþreying hf. Björn Sigurðsson fyrrum forstjóri Senu verður forstjóri hins nýja fyrirtækis. Fjölmiðlahluti 365 hf. hefur nú verið skilin frá öðrum einingum fyrirtækisins og verður Ari forstjóri þess. 20.11.2008 17:53 Aflaverð HB Granda á síld og makríl 1,6 milljarður kr. Alls veiddu skip HB Granda rúmlega 50 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld og makríl á árinu og nemur aflaverðmætið um 1,6 milljarði króna. 20.11.2008 16:39 Slæmur dagur í kauphöllinni Dagurinn var slæmur í kauphöllinni eins og raunar í kauphöllum bæði vestanhafs og austan. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,4% og stendur í 632 stigum. 20.11.2008 15:57 Flot krónunnar gæti skapað öldu af gjaldþrotum Poul Thomsen, aðstoðarforstjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), segir að flot krónunnar gæti skapað öldu af gjaldþrotum fyrirtækja og heimila, það er þeirra sem eru með mikið af lánum í erlendum myntum. 20.11.2008 14:32 Ráða nýjan framkvæmdastjóra gamla Glitnis Skilanefnd Glitnis banka hf. hefur ráðið Kristján Þ. Davíðsson sem framkvæmdastjóra gamla Glitnis. 20.11.2008 13:02 Öskurreiðir yfir því hvernig valið var í störf hjá endurreistu Sterling Sjö hundruð fyrrverandi starfsmenn Sterling-flugfélagsins eru öskureiðir yfir því hvernig þeir voru valdir sem fá störf hjá endurreistu félaginu. Engin barnshafandi kona heldur vinnunni. 20.11.2008 12:26 Telur hömlur á fjármagnsflutninga gilda fram á næsta ár Greining Glitnis telur að hömlur verði á fjármagnsflutninga frá landinu fram á næsta ár þótt krónan verði sett á flot á ný. 20.11.2008 12:10 Fitch heldur lánshæfiseinkunn ríkissjóðs óbreyttri Fitch Ratings heldur lánshæfiseinkunn ríkissjóðs óbreyttri í BBB- með neikvæðum horfum , Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fitch. 20.11.2008 12:02 Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. 20.11.2008 10:57 IMF boðar að áfram verði takmarkanir á útflæði gjaldeyris Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) boðar að áfram verði takmarkanir á útflæði gjaldeyris í náinni framtíð og aðhaldssama gjaldeyrisstefnu. Þetta á að draga úr falli krónunnar þegar hún verður sett á flot á næstunni. 20.11.2008 10:39 Eimskip hækkar en langmest viðskipti með Össur Gengi bréfa í Eimskipafélaginu er það eina sem hefur hækkað í dag, eða um 0,75 prósent. Önnur hafa lækkað á sama tíma. Mest er fall Bakkavarar, sem hefur farið niður um 4,8 prósent. Gengi bréfa í félaginu stendur í 2,38 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. 20.11.2008 10:23 Microsoft festir gengi krónunnar í 120 fyrir evruna Microsoft Íslandi hefur náð samkomulagi við höfuðstöðvar Microsoft um að öll viðskipti íslenskra fyrirtækja og almennings við Microsoft muni miðast við að gengi evrunnar sé 120 kr. 20.11.2008 09:54 Segir heildarlánin til Íslands nema 1.400 milljörðum kr. Martti Hetemaki aðstoðarfjármálaráðherra Finnlands segir að heildarlánin til Íslands muni nema 1.400 milljörðum kr. eða 10.2 milljörðum dollara. Þetta kemur´fram í samtali Reuters fréttastofunnar við ráðherrann. 20.11.2008 09:04 Alfesca rauk upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Alfesca rauk upp um 12,68 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féllu önnur eða stóðu í stað. 19.11.2008 16:38 Segir aðra öldu fjármálakreppunnar að skella á Íslandi Viðskiptablaðið Financial Times (FT) segir að Ísland sé nú að undirbúa sig fyrir aðra öldu fjármálakreppunnar sem þegar hefur lagt bankakerfi landsins í rúst. Um er að ræða að hundruðir milljarða kr. munu flæða út úr landinu um leið og krónan fer á flot aftur. 19.11.2008 16:05 Milestone ræðir við Glitni um endurskipulagningu félagsins Milestone á nú í viðræðum við Glitni um fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. 19.11.2008 13:55 Steingrímur vildi fara í leyniferð til Noregs að leita að láni Steingrímur J. Sigfússon formaður VG bauð Geir Haarde forsætisráðherra upp á það í byrjun október að fara í leyniferð til Noregs að leita hófanna um lán til Íslands. Þetta kemur fram í umfjöllun Austurgluggans um stjórnmálafund sem Steingrímur hélt á Egilsstöðum í gærkvöldi. 19.11.2008 13:36 Vilja setja krónuna strax á flot Hagfræðingar vara við þeim áformum stjórnvalda að nota væntanleg gjaldeyrislán til að styrkja gengi krónunnar. Vænlegra væri að setja hana strax á flot og að ef til vill sé lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum óþarft. 19.11.2008 11:57 Enn frestar Seðlabankinn útboði á ríkisbréfum Seðlabankinn tilkynnti í morgun að útboði ríkisbréfa, sem fyrirhugað var að halda á morgun, hefði verið frestað. Er þetta annað útboðið í röð sem frestað er, en samkvæmt áætlun átti að gefa út nýtt 2ja ára ríkisbréf að nafnvirði 6 milljarða kr. í nóvembermánuði. 19.11.2008 11:31 Seðlabankinn á að hætta að niðurgreiða gjaldeyri fyrir útlendinga Seðlabanki Íslands á að hætta að niðurgreiða gjaldeyri fyrir útlendinga eins og hann gerir nú og gefa gengi krónunnar frjálst. Þetta er hagkvæmast fyrir þjóðina í núverandi stöðu. 19.11.2008 10:39 Marel hækkar eitt í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,94 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfing dagsins. Þrenn viðskipti hafa verið á hlutabréfamarkaði í dag, ein í Marel og rest í Bakkavör og Eimskip upp á 1,1 milljón króna. 19.11.2008 10:16 Banakahólfið: Beðið eftir jólunum „Svartsýnin er víða í því óvenjulega ástandi sem nú ríkir. Það sést á breyttum neysluvenjum fólks sem velur af kostgæfni hvað það snæðir, sérstaklega um hátíðir,“ segir Xavier Govare, forstjóri Alfesca. 19.11.2008 06:00 Bankahólfið: Í vist hins opinbera Eins og fram hefur komið hefur sænska ríkið tekið yfir fjárfestingarbankann Carnegie, sem að hluta var í eigu Íslendinga. Mikael Ericson, sem settist í forstjórastólinn í sumar, var sæmilega sáttur þrátt fyrir allt þegar Markaðurinn heyrði í honum, enda kominn í faðm sænska ríkisins. Óvíst er þó hvort honum líki vistin. 19.11.2008 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Yfirlýsingar Davíðs sagðar geta grafið undan málssókn íslenskra stjórnvalda Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðlabanakastjóra um að hann viti hvað hafi ráðið afstöðu Breta þegar þeir ákváðu að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi hafa nú ratað í erlenda miðla og eru taldar geta styrkt þá ákvörðun Breta að beita lögunum. 24.11.2008 00:01
Sigurður undirbýr tilboð í Kaupþing í Lúxemborg Fyrrum stjórnarformaður Kaupþings er meðal þeirra sem undirbúa nú tilboð í Kaupþing í Lúxemborg. Skilanefnd bankans hefur borist fjölda tilboða í dótturfélagið. Engin rannsókn hefur farið fram á starfsemi Kaupþings banka í Luxemborg. 23.11.2008 18:31
Enginn kannst við leynifélagið Stím Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. 23.11.2008 19:15
Undrast ákvörðun þýskra yfirvalda varðandi Kaupþing Edge Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar gamla Kaupþings, segir það koma flatt upp á sig að þýsk yfirvöld ætli að lána tryggingasjóði innistæðueigenda á Íslandi þrjú hundruð og átta milljónir evra, nærri fimmtíu og fimm milljarða króna, svo greiða megi út innistæður viðskiptavina Kaupþings Edge í Þýskalandi. 23.11.2008 17:13
Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. 23.11.2008 12:26
Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22.11.2008 19:50
Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22.11.2008 18:53
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22.11.2008 18:52
Velta á faseignamarkaði dregst saman Enn dregst velta á fasteignamarkaði saman. Á ársgrundvelli hefur veltan dregist saman um 84%. Þrjátíu og fimm kaupsamningum var þinglýst í vikunni sem leið. 22.11.2008 15:02
Stuðningur Seðlabanka Evrópu hefði styrkt Ísland þegar bankarnir féllu Íslendingar tóku upp mikið af regluverki Evrópusambandsins samhliða samningnum um evrópska efnahagssvæðið en um leið hafi þjóðin ekki haft sama öryggisnet og aðrar Evrópuþjóðir. Þetta sagði Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Björn Inga Hrafnsson í Markaðanum fyrir háegi. 22.11.2008 11:25
Heildarendurskoðun banka í gangi Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd um heildarendurskoðun á bankamarkaði. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gærmorgun. Meðal annars skoðar nefndin reglur um viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki, veðsetning hluta í fjármálafyrirtækjum, eignarhald, stórar áhættuskuldbindingar og krosseignatengsl. 22.11.2008 06:00
Ríkið gæti orðið stærsti hluthafi Byrs Imon, félag Magnúsar Ármanns, keypti bréf í Landsbankanum af bankanum sjálfum fyrir níu milljarða stuttu fyrir þjóðnýtingu.Tæplega átta prósenta hlutur Imons í Byr gæti verið í uppnámi vegna viðskiptanna. 21.11.2008 18:30
Fjörutíu milljarða tap Orkuveitunnar Orkuveita Reykjavíkur tapaði nærri 40 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt árshlutauppgjöri sem samþykkt var af stjórn fyrirtækisins í dag. Skýrist þessi niðurstaða alfarið af 64 prósent gengisfalli íslensku krónunnar. 21.11.2008 17:17
Rólegur dagur í kauphöllinni Fremur rólegur dagur í kauphöllinni í dag olli því að úrvalsvísitalan varð nær óbreytt frá í gær, endaði í 635 stigum sem er 0,05% hækkun. 21.11.2008 16:44
Forstjóri FIH kannast ekkert við yfirtöku á Kaupþingi Lars Johansen forstjóri FIH bankans segir í samtali við Business.dk að hann kannist ekkert við hugmyndir um að FIH yfirtaki gamla Kaupþing. 21.11.2008 15:17
Skilanefnd Landsbankans fundar með kröfuhöfum Skilanefnd Landsbankans hefur haldið fyrsta fund sinn með fulltrúum kröfuhafa í þrotabú bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lárus Finnbogason, formaður skilanefndarinnar, hefur sent frá sér. 21.11.2008 14:13
Gæti verið jákvætt ef útlendingar eignuðust Kaupþing „Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um það hvernig hægt er að koma Kaupþingi fyrir í framtíðinni. Það gæti meðal annars haft jákvæð áhrif á það hvernig innflæði fjármagns og fjármögnun kaupþings væri ef að eigandinn væri útlendur,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um að FIH bankinn eignist mögulega hlut í Kaupþingi. 21.11.2008 11:33
Uppsagnir mun fleiri en sést á atvinnuleysistölum Uppsagnir á starfsmönnum eru mun fleiri en sést á atvinnuleysistölum. Greining Glitnis bendir á að samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunnar hefur útlendingum sem starfa á Íslandi fækkað um 5-6.000 frá því í júlí s.l. 21.11.2008 10:24
Bakkavör hækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 1,94 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það féll um 17,6 prósent í gær og endaði í lægsta gengi frá upphafi. 21.11.2008 10:15
Lítllega dregur úr hagnaði Atlantic Airways Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hagnaðist um13,7 milljónir danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir rúmum 320 milljónum íslenskra á núverandi gengi krónu. 21.11.2008 09:24
Hagar kaupa verslanir BT Hagar keyptu í dag allar eignir BT verslananna sem voru í eigu Árdagurs sem fór fram á gjaldþrotaskipti 12. nóvember. 20.11.2008 21:54
Tilboðum um gjaldeyriskaup rignir yfir útflytjendur Tilboðum um gjaldeyriskaup rignir yfir útflytjendur á sjávarafurðum um kaup á gjaldeyri og þá yfirleitt á hærra verði en viðkomandi gjaldeyrir er skráður á hjá Seðlabankanum. 20.11.2008 16:22
365 verður Íslensk afþreying Á hluthafafundi 365 hf. sem haldinn var í dag var samþykkt samhljóða að breyta nafni félagsins í Íslensk afþreying hf. Björn Sigurðsson fyrrum forstjóri Senu verður forstjóri hins nýja fyrirtækis. Fjölmiðlahluti 365 hf. hefur nú verið skilin frá öðrum einingum fyrirtækisins og verður Ari forstjóri þess. 20.11.2008 17:53
Aflaverð HB Granda á síld og makríl 1,6 milljarður kr. Alls veiddu skip HB Granda rúmlega 50 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld og makríl á árinu og nemur aflaverðmætið um 1,6 milljarði króna. 20.11.2008 16:39
Slæmur dagur í kauphöllinni Dagurinn var slæmur í kauphöllinni eins og raunar í kauphöllum bæði vestanhafs og austan. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,4% og stendur í 632 stigum. 20.11.2008 15:57
Flot krónunnar gæti skapað öldu af gjaldþrotum Poul Thomsen, aðstoðarforstjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), segir að flot krónunnar gæti skapað öldu af gjaldþrotum fyrirtækja og heimila, það er þeirra sem eru með mikið af lánum í erlendum myntum. 20.11.2008 14:32
Ráða nýjan framkvæmdastjóra gamla Glitnis Skilanefnd Glitnis banka hf. hefur ráðið Kristján Þ. Davíðsson sem framkvæmdastjóra gamla Glitnis. 20.11.2008 13:02
Öskurreiðir yfir því hvernig valið var í störf hjá endurreistu Sterling Sjö hundruð fyrrverandi starfsmenn Sterling-flugfélagsins eru öskureiðir yfir því hvernig þeir voru valdir sem fá störf hjá endurreistu félaginu. Engin barnshafandi kona heldur vinnunni. 20.11.2008 12:26
Telur hömlur á fjármagnsflutninga gilda fram á næsta ár Greining Glitnis telur að hömlur verði á fjármagnsflutninga frá landinu fram á næsta ár þótt krónan verði sett á flot á ný. 20.11.2008 12:10
Fitch heldur lánshæfiseinkunn ríkissjóðs óbreyttri Fitch Ratings heldur lánshæfiseinkunn ríkissjóðs óbreyttri í BBB- með neikvæðum horfum , Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fitch. 20.11.2008 12:02
Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. 20.11.2008 10:57
IMF boðar að áfram verði takmarkanir á útflæði gjaldeyris Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) boðar að áfram verði takmarkanir á útflæði gjaldeyris í náinni framtíð og aðhaldssama gjaldeyrisstefnu. Þetta á að draga úr falli krónunnar þegar hún verður sett á flot á næstunni. 20.11.2008 10:39
Eimskip hækkar en langmest viðskipti með Össur Gengi bréfa í Eimskipafélaginu er það eina sem hefur hækkað í dag, eða um 0,75 prósent. Önnur hafa lækkað á sama tíma. Mest er fall Bakkavarar, sem hefur farið niður um 4,8 prósent. Gengi bréfa í félaginu stendur í 2,38 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. 20.11.2008 10:23
Microsoft festir gengi krónunnar í 120 fyrir evruna Microsoft Íslandi hefur náð samkomulagi við höfuðstöðvar Microsoft um að öll viðskipti íslenskra fyrirtækja og almennings við Microsoft muni miðast við að gengi evrunnar sé 120 kr. 20.11.2008 09:54
Segir heildarlánin til Íslands nema 1.400 milljörðum kr. Martti Hetemaki aðstoðarfjármálaráðherra Finnlands segir að heildarlánin til Íslands muni nema 1.400 milljörðum kr. eða 10.2 milljörðum dollara. Þetta kemur´fram í samtali Reuters fréttastofunnar við ráðherrann. 20.11.2008 09:04
Alfesca rauk upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Alfesca rauk upp um 12,68 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féllu önnur eða stóðu í stað. 19.11.2008 16:38
Segir aðra öldu fjármálakreppunnar að skella á Íslandi Viðskiptablaðið Financial Times (FT) segir að Ísland sé nú að undirbúa sig fyrir aðra öldu fjármálakreppunnar sem þegar hefur lagt bankakerfi landsins í rúst. Um er að ræða að hundruðir milljarða kr. munu flæða út úr landinu um leið og krónan fer á flot aftur. 19.11.2008 16:05
Milestone ræðir við Glitni um endurskipulagningu félagsins Milestone á nú í viðræðum við Glitni um fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. 19.11.2008 13:55
Steingrímur vildi fara í leyniferð til Noregs að leita að láni Steingrímur J. Sigfússon formaður VG bauð Geir Haarde forsætisráðherra upp á það í byrjun október að fara í leyniferð til Noregs að leita hófanna um lán til Íslands. Þetta kemur fram í umfjöllun Austurgluggans um stjórnmálafund sem Steingrímur hélt á Egilsstöðum í gærkvöldi. 19.11.2008 13:36
Vilja setja krónuna strax á flot Hagfræðingar vara við þeim áformum stjórnvalda að nota væntanleg gjaldeyrislán til að styrkja gengi krónunnar. Vænlegra væri að setja hana strax á flot og að ef til vill sé lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum óþarft. 19.11.2008 11:57
Enn frestar Seðlabankinn útboði á ríkisbréfum Seðlabankinn tilkynnti í morgun að útboði ríkisbréfa, sem fyrirhugað var að halda á morgun, hefði verið frestað. Er þetta annað útboðið í röð sem frestað er, en samkvæmt áætlun átti að gefa út nýtt 2ja ára ríkisbréf að nafnvirði 6 milljarða kr. í nóvembermánuði. 19.11.2008 11:31
Seðlabankinn á að hætta að niðurgreiða gjaldeyri fyrir útlendinga Seðlabanki Íslands á að hætta að niðurgreiða gjaldeyri fyrir útlendinga eins og hann gerir nú og gefa gengi krónunnar frjálst. Þetta er hagkvæmast fyrir þjóðina í núverandi stöðu. 19.11.2008 10:39
Marel hækkar eitt í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,94 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfing dagsins. Þrenn viðskipti hafa verið á hlutabréfamarkaði í dag, ein í Marel og rest í Bakkavör og Eimskip upp á 1,1 milljón króna. 19.11.2008 10:16
Banakahólfið: Beðið eftir jólunum „Svartsýnin er víða í því óvenjulega ástandi sem nú ríkir. Það sést á breyttum neysluvenjum fólks sem velur af kostgæfni hvað það snæðir, sérstaklega um hátíðir,“ segir Xavier Govare, forstjóri Alfesca. 19.11.2008 06:00
Bankahólfið: Í vist hins opinbera Eins og fram hefur komið hefur sænska ríkið tekið yfir fjárfestingarbankann Carnegie, sem að hluta var í eigu Íslendinga. Mikael Ericson, sem settist í forstjórastólinn í sumar, var sæmilega sáttur þrátt fyrir allt þegar Markaðurinn heyrði í honum, enda kominn í faðm sænska ríkisins. Óvíst er þó hvort honum líki vistin. 19.11.2008 06:00