Viðskipti innlent

Yfirlýsingar Davíðs sagðar geta grafið undan málssókn íslenskra stjórnvalda

Davíð flytur umrædda ræðu.
Davíð flytur umrædda ræðu.

Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðlabanakastjóra um að hann viti hvað hafi ráðið afstöðu Breta þegar þeir ákváðu að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi hafa nú ratað í erlenda miðla og eru taldar geta styrkt þá ákvörðun Breta að beita lögunum.

Breska blaðið Financial Times fjallar um ræðu Davíðs á fundi Viðskiptaráðs í síðustu viku. Vitnað er til orða Davíðs um að ekki hafi allt verið gert opinbert og að hann viti hvað hafi ráðið þeirri ákvörðun Breta að beita hryðjuverkalögum.

Financial Times segir að þetta sé í fyrsta sinn sem háttsettur maður í efnahagslífi Íslands gefi til kynna að það sé Íslendingum sjálfum að kenna að Bretar hafi gripið til hryðjuverkalaganna. Bent er á að Davíð sé náinn samstarfsmaður Geirs H. Haarde forsætisráðherra og að þeir hafi í sameiningu komið á frjálsu markaðshagkerfi á Íslandi.

Segir breska blaðið enn fremur að Davíð sé að vísa í leynilegar viðræður stjórnvalda á Íslandi og Bretlandi og ef greint verði frá þeim og þær reynist eins og Davíð láti liggja að geti það grafið undan áætlunum íslenskra stjórnvalda að stefna þeim bresku vegna beitingar hryðjuverkalaganna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×